Hefur loks náð endanlegum sættum við íslenska fræðasamfélagið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 20:01 Fornsagnafræðingurinn Lars Lönnroth var gerður að heiðursdoktor við Háskóla Ísland í dag. Hann segist þakklátur fyrir að íslenska fræðasamfélagið hafi tekið sig í sátt og sér eftir að hafa stutt rangan málstað í einu mesta deilumáli síðustu aldar. Lars er prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla en hann er álitinn frumkvöðull á sviði íslenskra fræða. Hann var að vonum sáttur með viðurkenninguna þegar fréttastofa settist niður með honum til að fara yfir ferilinn. „Hún skiptir mig miklu máli því ég vildi ætíð að litið væri á mig sem fræðimann í forníslenskum fræðum," segir Lars. Frá hægri: Torfi H. Tulinius, prófessor og deildarforseti íslensku og menningardeildar, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og heiðursdoktorinn sjálfur, Lars Lönnroth.vísir/arnar Hann á þátt í að hafa umbylt sýn fræðimanna á íslenskar fornbókmenntir á síðustu öld með nýjum hugmyndum sínum. Þær féllu þó ekki allar í kramið hjá íslenskum fræðimönnum við þann þjóðernissinnaða tíðaranda sem þá var uppi. „Þegar ég hóf rannsóknir mínar voru allmargir á Íslandi mjög gagnrýnir á fræðastörf mín því ég lagði áherslu á evrópsk áhrif á forníslenskar bókmenntir," segir Lars. Tók ranga afstöðu í handritamálinu Afstaða hans til hins umdeilda handritamáls bætti síðan ekki úr skák. „Auk þess varð mér á að vera á öndverðum meiði í handritamálinu snemma á sjötta áratugnum," segir Lars sem var talsmaður þess að handritin yrðu áfram í Kaupmannahöfn. Hann segir það hafa verið mikil mistök, sem hann sér eftir í dag. Tíminn hafi leitt í ljós að handritin væru mun betur nýtt og geymd hér á Íslandi þar sem hefur skapast ríkt fræðastarf í kring um þau. Heiðursnafnbótin er honum því sérlega kær. „Ég er eðlilega mjög ánægður með að fá nú heiðursnafnbótina, sem ég lít á sem merki um það að nú sé allt fallið í ljúfa löð og að sættir hafi nú náðst milli íslenskra fræðimanna og mín." Háskólar Handritasafn Árna Magnússonar Svíþjóð Íslandsvinir Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Lars er prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla en hann er álitinn frumkvöðull á sviði íslenskra fræða. Hann var að vonum sáttur með viðurkenninguna þegar fréttastofa settist niður með honum til að fara yfir ferilinn. „Hún skiptir mig miklu máli því ég vildi ætíð að litið væri á mig sem fræðimann í forníslenskum fræðum," segir Lars. Frá hægri: Torfi H. Tulinius, prófessor og deildarforseti íslensku og menningardeildar, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og heiðursdoktorinn sjálfur, Lars Lönnroth.vísir/arnar Hann á þátt í að hafa umbylt sýn fræðimanna á íslenskar fornbókmenntir á síðustu öld með nýjum hugmyndum sínum. Þær féllu þó ekki allar í kramið hjá íslenskum fræðimönnum við þann þjóðernissinnaða tíðaranda sem þá var uppi. „Þegar ég hóf rannsóknir mínar voru allmargir á Íslandi mjög gagnrýnir á fræðastörf mín því ég lagði áherslu á evrópsk áhrif á forníslenskar bókmenntir," segir Lars. Tók ranga afstöðu í handritamálinu Afstaða hans til hins umdeilda handritamáls bætti síðan ekki úr skák. „Auk þess varð mér á að vera á öndverðum meiði í handritamálinu snemma á sjötta áratugnum," segir Lars sem var talsmaður þess að handritin yrðu áfram í Kaupmannahöfn. Hann segir það hafa verið mikil mistök, sem hann sér eftir í dag. Tíminn hafi leitt í ljós að handritin væru mun betur nýtt og geymd hér á Íslandi þar sem hefur skapast ríkt fræðastarf í kring um þau. Heiðursnafnbótin er honum því sérlega kær. „Ég er eðlilega mjög ánægður með að fá nú heiðursnafnbótina, sem ég lít á sem merki um það að nú sé allt fallið í ljúfa löð og að sættir hafi nú náðst milli íslenskra fræðimanna og mín."
Háskólar Handritasafn Árna Magnússonar Svíþjóð Íslandsvinir Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira