Hefur loks náð endanlegum sættum við íslenska fræðasamfélagið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. september 2021 20:01 Fornsagnafræðingurinn Lars Lönnroth var gerður að heiðursdoktor við Háskóla Ísland í dag. Hann segist þakklátur fyrir að íslenska fræðasamfélagið hafi tekið sig í sátt og sér eftir að hafa stutt rangan málstað í einu mesta deilumáli síðustu aldar. Lars er prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla en hann er álitinn frumkvöðull á sviði íslenskra fræða. Hann var að vonum sáttur með viðurkenninguna þegar fréttastofa settist niður með honum til að fara yfir ferilinn. „Hún skiptir mig miklu máli því ég vildi ætíð að litið væri á mig sem fræðimann í forníslenskum fræðum," segir Lars. Frá hægri: Torfi H. Tulinius, prófessor og deildarforseti íslensku og menningardeildar, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og heiðursdoktorinn sjálfur, Lars Lönnroth.vísir/arnar Hann á þátt í að hafa umbylt sýn fræðimanna á íslenskar fornbókmenntir á síðustu öld með nýjum hugmyndum sínum. Þær féllu þó ekki allar í kramið hjá íslenskum fræðimönnum við þann þjóðernissinnaða tíðaranda sem þá var uppi. „Þegar ég hóf rannsóknir mínar voru allmargir á Íslandi mjög gagnrýnir á fræðastörf mín því ég lagði áherslu á evrópsk áhrif á forníslenskar bókmenntir," segir Lars. Tók ranga afstöðu í handritamálinu Afstaða hans til hins umdeilda handritamáls bætti síðan ekki úr skák. „Auk þess varð mér á að vera á öndverðum meiði í handritamálinu snemma á sjötta áratugnum," segir Lars sem var talsmaður þess að handritin yrðu áfram í Kaupmannahöfn. Hann segir það hafa verið mikil mistök, sem hann sér eftir í dag. Tíminn hafi leitt í ljós að handritin væru mun betur nýtt og geymd hér á Íslandi þar sem hefur skapast ríkt fræðastarf í kring um þau. Heiðursnafnbótin er honum því sérlega kær. „Ég er eðlilega mjög ánægður með að fá nú heiðursnafnbótina, sem ég lít á sem merki um það að nú sé allt fallið í ljúfa löð og að sættir hafi nú náðst milli íslenskra fræðimanna og mín." Háskólar Handritasafn Árna Magnússonar Svíþjóð Íslandsvinir Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Lars er prófessor emeritus við Gautaborgarháskóla en hann er álitinn frumkvöðull á sviði íslenskra fræða. Hann var að vonum sáttur með viðurkenninguna þegar fréttastofa settist niður með honum til að fara yfir ferilinn. „Hún skiptir mig miklu máli því ég vildi ætíð að litið væri á mig sem fræðimann í forníslenskum fræðum," segir Lars. Frá hægri: Torfi H. Tulinius, prófessor og deildarforseti íslensku og menningardeildar, Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, og heiðursdoktorinn sjálfur, Lars Lönnroth.vísir/arnar Hann á þátt í að hafa umbylt sýn fræðimanna á íslenskar fornbókmenntir á síðustu öld með nýjum hugmyndum sínum. Þær féllu þó ekki allar í kramið hjá íslenskum fræðimönnum við þann þjóðernissinnaða tíðaranda sem þá var uppi. „Þegar ég hóf rannsóknir mínar voru allmargir á Íslandi mjög gagnrýnir á fræðastörf mín því ég lagði áherslu á evrópsk áhrif á forníslenskar bókmenntir," segir Lars. Tók ranga afstöðu í handritamálinu Afstaða hans til hins umdeilda handritamáls bætti síðan ekki úr skák. „Auk þess varð mér á að vera á öndverðum meiði í handritamálinu snemma á sjötta áratugnum," segir Lars sem var talsmaður þess að handritin yrðu áfram í Kaupmannahöfn. Hann segir það hafa verið mikil mistök, sem hann sér eftir í dag. Tíminn hafi leitt í ljós að handritin væru mun betur nýtt og geymd hér á Íslandi þar sem hefur skapast ríkt fræðastarf í kring um þau. Heiðursnafnbótin er honum því sérlega kær. „Ég er eðlilega mjög ánægður með að fá nú heiðursnafnbótina, sem ég lít á sem merki um það að nú sé allt fallið í ljúfa löð og að sættir hafi nú náðst milli íslenskra fræðimanna og mín."
Háskólar Handritasafn Árna Magnússonar Svíþjóð Íslandsvinir Skóla - og menntamál Íslensk fræði Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira