Ísland, ESB og evran Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. september 2021 14:46 Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel. Síðan eru liðin átta löng ár og hagsmunum Íslands gagnvart ESB hefur lítið verið sinnt af þeim þrem ríkisstjórnum sem setið hafa. Reynslan sýnir að tryggja þarf endurnýjun aðildarumsóknar góðan meiri hluta, ekki einungis á Alþingi, heldur einnig meðal kjósenda. Þess vegna leggur Samfylkingin til að þjóðin verði spurð hvort taka eigi upp þráðinn frá 2013 og sigla aðildarviðræðum Íslands og ESB í höfn. Þannig viljum við vinna þessu stóra hagsmunamáli Íslands fylgis og stuðnings meðal almennings. Tökum upp evru Stefna Samfylkingarinnar er, sem fyrr, að efla og dýpka samvinnu við önnur Evrópulönd og flokkurinn stefnir að fullri aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru. Ísland þarf nýjan gjaldmiðil sem tryggir launafólki og fyrirtækjum stöðugleika, lága vexti og fyrirsjáanleika. Í þessu efni er ekki hægt að stytta sér leið, þótt því sé nú haldið fram, og slíkt gæti komið í bakið á okkur. Þangað til þessu markmiði er náð þurfa íslensk stjórnvöld að nýta með markvissari hætti þau tækifæri sem felast í samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins, efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og bæta framkvæmd EES-samningsins. Í rúmlega aldarfjórðun hefur þátttakan í EES-samstarfinu fært Íslandi lagabætur og velsæld sem öruggt er að fullyrða að ekki hefðu náðst fram jafn hratt og vel án samningsins. EES-samningurinn er hefði aldrei verið gerður án atbeina og stefnufestu jafnaðarmanna. Sögulegt tækifæri á laugardaginn Samfylkingin beitir sér fyrir kraftmikilli samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki, ekki síst við nágranna okkar í Evrópu. Margar af mikilvægustu réttarbótum og umbótum sem náðst hafa fram á lýðveldistímanum eru afsprengi Evrópusamvinnu. Samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og knúið fram nútímavæðingu stjórnsýslu og samkeppnislöggjafar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um hvort frjálslyndir og alþjóðlegir straumar komi að stjórn landsins. Að við opnum á heiminn en lokum ekki dyrunum. Það er sögulegt tækifæri til að sækja fram og mynda nýja ríkisstjórn. Jafnaðarmenn eru í sókn um alla Evrópu og líka hér. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Utanríkismál Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Íslenska krónan Evrópusambandið Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Ísland sótti um aðild að Evrópusambandinu sumarið 2009 en þá var Samfylkingin í ríkisstjórn ásamt Vinstri grænum. Eftir alþingiskosningarnar 2013 sleit ný ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks viðræðunum með bréfi sem sent var til aðalstöðva ESB í Brussel. Síðan eru liðin átta löng ár og hagsmunum Íslands gagnvart ESB hefur lítið verið sinnt af þeim þrem ríkisstjórnum sem setið hafa. Reynslan sýnir að tryggja þarf endurnýjun aðildarumsóknar góðan meiri hluta, ekki einungis á Alþingi, heldur einnig meðal kjósenda. Þess vegna leggur Samfylkingin til að þjóðin verði spurð hvort taka eigi upp þráðinn frá 2013 og sigla aðildarviðræðum Íslands og ESB í höfn. Þannig viljum við vinna þessu stóra hagsmunamáli Íslands fylgis og stuðnings meðal almennings. Tökum upp evru Stefna Samfylkingarinnar er, sem fyrr, að efla og dýpka samvinnu við önnur Evrópulönd og flokkurinn stefnir að fullri aðild að Evrópusambandinu með upptöku evru. Ísland þarf nýjan gjaldmiðil sem tryggir launafólki og fyrirtækjum stöðugleika, lága vexti og fyrirsjáanleika. Í þessu efni er ekki hægt að stytta sér leið, þótt því sé nú haldið fram, og slíkt gæti komið í bakið á okkur. Þangað til þessu markmiði er náð þurfa íslensk stjórnvöld að nýta með markvissari hætti þau tækifæri sem felast í samstarfinu innan Evrópska efnahagssvæðisins, efla hagsmunagæslu Íslands gagnvart Evrópusambandinu og bæta framkvæmd EES-samningsins. Í rúmlega aldarfjórðun hefur þátttakan í EES-samstarfinu fært Íslandi lagabætur og velsæld sem öruggt er að fullyrða að ekki hefðu náðst fram jafn hratt og vel án samningsins. EES-samningurinn er hefði aldrei verið gerður án atbeina og stefnufestu jafnaðarmanna. Sögulegt tækifæri á laugardaginn Samfylkingin beitir sér fyrir kraftmikilli samvinnu Íslands við önnur lýðræðisríki, ekki síst við nágranna okkar í Evrópu. Margar af mikilvægustu réttarbótum og umbótum sem náðst hafa fram á lýðveldistímanum eru afsprengi Evrópusamvinnu. Samstarf EFTA-ríkjanna við ESB hefur verið stórkostleg lyftistöng fyrir íslenskt atvinnulíf og knúið fram nútímavæðingu stjórnsýslu og samkeppnislöggjafar. Kosningarnar á laugardaginn snúast um hvort frjálslyndir og alþjóðlegir straumar komi að stjórn landsins. Að við opnum á heiminn en lokum ekki dyrunum. Það er sögulegt tækifæri til að sækja fram og mynda nýja ríkisstjórn. Jafnaðarmenn eru í sókn um alla Evrópu og líka hér. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun