Frambjóðandi í hlutastarfi Bára Halldórsdóttir skrifar 23. september 2021 14:15 Eins og margir vita er ég frambjóðandi fyrir Sósíalista í Reykjavík Suður, það hefur þó ekki sést mikið til mín í aðdraganda kosninga og spilar þar mest inn veikindi mín. Ég er öryrki og sjúklingur og get því bara sinnt störfum frambjóðanda í hlutastarfi samhliða mínum sjúkdómi. Margir hafa látið í sér heyra í gegnum þessa kosningabaráttu að fólk eins og ég, fátækir, langveikir, fatlaðir, öryrkjar og eldri borgarar geti ekki sinnt starfi þingmans. Afhverju ætti fulltrúi þessa hópa ekki að vera inn á borði allra helstu nefnda og ráða sem fjalla um málefni þeirra? Best er að hafa að leiðarljósi þessa einföldu setningu; ekkert um okkur án okkar! Í okkar samfélagi er örlítið svigrúm fyrir öryrkja að vinna samhliða bótum. Það svigrúm mætti að sjálfsögðu vera meira og kerfið mætti vera hvetjandi frekar en letjandi. Á Alþingi er t.d. ekki gert ráð fyrir einstaklingum í hlutastarfi,þ.e. einstaklingum sem þurfa meiri stuðning en aðrir. Umhverfi kosninganna, kosningabaráttan, þingseta, varaþingmennska eða aðrir kimar pólitískra starfa gefa ekki kost á hlutastarfi. Kerfið gefur heldur ekki kost á aðstoðinni sem er þörf á, einstaklingar sem þurfa aðstoð frá kerfinu þurfa sífellt að berjast við að fá þá þjónustu sem þeir eru metnir af kerfinu til þess að þurfa. Ef einstaklingur er metinn til þess að þurfa 40 klst á mánuði í stuðning er alls ekki víst að hægt sé að fá allan þann tíma úthlutaðan. Þjónustuþörfin er 40 klst en kerfið hefur ekki mannaflann, peningana eða getuna til að úthluta þessum 40 klst. Þess í stað fær einstaklingurinn einungis hluta af aðstoðinni sem hann þarf samkvæmt mai. Þetta og margt annað spilar inní að fólk eins og ég geta ekki sinnt starfi frambjóðanda nema í hlutastarfi. Sjúkdómurinn minn tekur prósentu frá mér, skortur á stuðningi frá kerfinu tekur prósentu frá mér, biðlistar í heilbrigðiskerfinu taka prósentu frá mér og svona mætti lengi telja. Til þess að ég geti átt möguleikann á að verða frambjóðandi í fullu starfi þarf ég að fá þessar prósentur til baka.Sjúkdómurinn er og verður en bótakerfið, heilbrigðiskerfið og stuðningskerfið gætu fært mér prósentur til baka í líf mitt og hjálpað mér að vera frambjóðandinn sem ég vil vera: Frambjóðandi sem getur verið til jafns við aðra frambjóðendur. Frambjóðandi sem stendur ekki höllum fæti fyrirfram. Frambjóðandi sem hefur jafn mikin möguleika og aðrir til að sinna starfi frambjóðanda og mögulega einhvern tíman starfi þingmanns. Texti skrifaður með aðstoð liðveitanda úr sjúkrarúmi. Höfundur skipar níunda sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi suður Félagsmál Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og margir vita er ég frambjóðandi fyrir Sósíalista í Reykjavík Suður, það hefur þó ekki sést mikið til mín í aðdraganda kosninga og spilar þar mest inn veikindi mín. Ég er öryrki og sjúklingur og get því bara sinnt störfum frambjóðanda í hlutastarfi samhliða mínum sjúkdómi. Margir hafa látið í sér heyra í gegnum þessa kosningabaráttu að fólk eins og ég, fátækir, langveikir, fatlaðir, öryrkjar og eldri borgarar geti ekki sinnt starfi þingmans. Afhverju ætti fulltrúi þessa hópa ekki að vera inn á borði allra helstu nefnda og ráða sem fjalla um málefni þeirra? Best er að hafa að leiðarljósi þessa einföldu setningu; ekkert um okkur án okkar! Í okkar samfélagi er örlítið svigrúm fyrir öryrkja að vinna samhliða bótum. Það svigrúm mætti að sjálfsögðu vera meira og kerfið mætti vera hvetjandi frekar en letjandi. Á Alþingi er t.d. ekki gert ráð fyrir einstaklingum í hlutastarfi,þ.e. einstaklingum sem þurfa meiri stuðning en aðrir. Umhverfi kosninganna, kosningabaráttan, þingseta, varaþingmennska eða aðrir kimar pólitískra starfa gefa ekki kost á hlutastarfi. Kerfið gefur heldur ekki kost á aðstoðinni sem er þörf á, einstaklingar sem þurfa aðstoð frá kerfinu þurfa sífellt að berjast við að fá þá þjónustu sem þeir eru metnir af kerfinu til þess að þurfa. Ef einstaklingur er metinn til þess að þurfa 40 klst á mánuði í stuðning er alls ekki víst að hægt sé að fá allan þann tíma úthlutaðan. Þjónustuþörfin er 40 klst en kerfið hefur ekki mannaflann, peningana eða getuna til að úthluta þessum 40 klst. Þess í stað fær einstaklingurinn einungis hluta af aðstoðinni sem hann þarf samkvæmt mai. Þetta og margt annað spilar inní að fólk eins og ég geta ekki sinnt starfi frambjóðanda nema í hlutastarfi. Sjúkdómurinn minn tekur prósentu frá mér, skortur á stuðningi frá kerfinu tekur prósentu frá mér, biðlistar í heilbrigðiskerfinu taka prósentu frá mér og svona mætti lengi telja. Til þess að ég geti átt möguleikann á að verða frambjóðandi í fullu starfi þarf ég að fá þessar prósentur til baka.Sjúkdómurinn er og verður en bótakerfið, heilbrigðiskerfið og stuðningskerfið gætu fært mér prósentur til baka í líf mitt og hjálpað mér að vera frambjóðandinn sem ég vil vera: Frambjóðandi sem getur verið til jafns við aðra frambjóðendur. Frambjóðandi sem stendur ekki höllum fæti fyrirfram. Frambjóðandi sem hefur jafn mikin möguleika og aðrir til að sinna starfi frambjóðanda og mögulega einhvern tíman starfi þingmanns. Texti skrifaður með aðstoð liðveitanda úr sjúkrarúmi. Höfundur skipar níunda sæti á lista Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun