Spilaði Evrópuleik með Haukum fimm dögum áður en liðsfélagi hennar fæddist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2021 13:30 Helena Sverrisdóttir og Lovísa Henningsdóttir lyfta bikarnum sem Haukarnir unnu um síðustu helgi. Vísir/Hulda Margrét Kvennalið Hauka spilar í kvöld fyrsta Evrópuleik íslensks kvennaliðs í körfubolta í næstum því fimmtán ár þegar liðið fær portúgalska liðið Sportiva í heimsókn á Ásvelli. Þetta er fyrri leikurinn í undankeppni Euro Cup en seinni leikurinn fer fram á Asóreyjum eftir viku. Sigurvegarinn kemst inn í riðlakeppni Euro Cup sem stendur yfir frá 14. október til 2. desember. Haukakonur tóku þátt í Evrópukeppninni tvö ár í röð frá 2005 til 2006, en síðan hefur ekkert íslenskt kvennakörfuboltalið reynt fyrir sér í Evrópu. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Haukaliðsins, er komin aftur heim til Hauka eftir nokkurra ára dvöl hjá Val, en hún var einmitt lykilmanneskja í Haukaliðinu sem spilaði tólf Evrópuleiki frá 2005 til 2006. Helena var þá aðeins 17 og 18 ára gömul en þegar orðin besta körfuboltakona landsins. Hún var með 20,7 stig, 6,5 fráköst og 4,2 stoðsendingar í leik í Evrópukeppninni 2006. Nú vill líka svo til að Helena var búin að spila sex Evrópuleiki með Haukum þegar yngsti liðsfélagi hennar í Haukaliðinu í dag fæddist. Bakvörðurinn Jana Falsdóttir fæddist 29. nóvember 2005 en Haukar spiluðu síðasta Evrópuleikinn sinn þann veturinn fimm dögum fyrr og var hann spilaður á Sikiley. Helena var með 23 stig í leiknum. Evrópuleikur Hauka og Sportiva hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Þetta er fyrri leikurinn í undankeppni Euro Cup en seinni leikurinn fer fram á Asóreyjum eftir viku. Sigurvegarinn kemst inn í riðlakeppni Euro Cup sem stendur yfir frá 14. október til 2. desember. Haukakonur tóku þátt í Evrópukeppninni tvö ár í röð frá 2005 til 2006, en síðan hefur ekkert íslenskt kvennakörfuboltalið reynt fyrir sér í Evrópu. Helena Sverrisdóttir, fyrirliði Haukaliðsins, er komin aftur heim til Hauka eftir nokkurra ára dvöl hjá Val, en hún var einmitt lykilmanneskja í Haukaliðinu sem spilaði tólf Evrópuleiki frá 2005 til 2006. Helena var þá aðeins 17 og 18 ára gömul en þegar orðin besta körfuboltakona landsins. Hún var með 20,7 stig, 6,5 fráköst og 4,2 stoðsendingar í leik í Evrópukeppninni 2006. Nú vill líka svo til að Helena var búin að spila sex Evrópuleiki með Haukum þegar yngsti liðsfélagi hennar í Haukaliðinu í dag fæddist. Bakvörðurinn Jana Falsdóttir fæddist 29. nóvember 2005 en Haukar spiluðu síðasta Evrópuleikinn sinn þann veturinn fimm dögum fyrr og var hann spilaður á Sikiley. Helena var með 23 stig í leiknum. Evrópuleikur Hauka og Sportiva hefst klukkan 19.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4.
Dominos-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira