Kristrún hafi ákveðið að búa til eigið leikrit Snorri Másson skrifar 21. september 2021 18:48 Kristrún Frostadóttir frambjóðandi Samfylkingarinnar og Andrés Jónsson almannatengill. Vísir Deildar meiningar eru um viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur við umfjöllun Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um hagnað hennar af kaupréttarauka í samningi hennar hjá Kviku banka. Leikrit segir einn, vitlaust spilað segir annar en gullið tækifæri til að tala til síns hóps segir sá þriðji. Málið var til umræðu í Pallborðinu á Vísi í dag. Kristrún Frostadóttir birti langa færslu í gær þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Þar var hún að vísa til umfjöllunar Viðskiptablaðsins um sérstakan kaupréttarauka sem henni var veittur ásamt fáum öðrum starfsmönnum Kviku banka á sínum tíma. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Kristrún hafi ekki brugðist við fyrirspurnum blaðsins um málið. Hún gagnrýndi blaðið síðan harðlega fyrir að reyna að tortryggja störf hennar vegna þessa. Rætt er um málið frá sjöundu mínútu í Pallborði dagsins sem sjá má hér að neðan: „Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út eins og víða á hlutabréfamarkaði síðustu ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði,“ skrifaði Kristrún. Andrés Jónsson almannatengill líkti atburðarásinni við leikrit af hálfu beggja. „Hún ákveður væntanlega ekki að vera hluti í því leikriti, þannig að hún býr til sitt eigið leikrit á sínum samfélagsmiðli. Það er verið að skylmast,“ sagði Andrés. Máni Pétursson sagði viðbrögðin til marks um óeðlilega afstöðu stjórnmálamanna til fjölmiðla. Gríðarleg hræsni hjá Kristrúnu, sagði Máni Pétursson.Vísir/Vilhelm „Hræsnin í þessu, sorry to say, er gríðarlega mikil. Þú getur alveg svarað blaðamanninum. En málið er hins vegar er að þetta er ekkert mál, en Kristrún Frostadóttir er að spila það vitlaust,“ sagði Máni. Svanhildur Hólm sagði eðlilegt að taka fjárfestinguna til umfjöllunar en að ekkert hafi verið í umfjöllun dagblaðanna sem ætti að varpa rýrð á Kristrúnu. „Hún fær auðvitað það út úr þessu sem hún ætlar sér sem er mikil umfjöllun og mikil athygli. Hún fær sitt fólk með sér. Þú ert að smala liðinu þínu saman. Hér er eitthvað ósanngjarnt að gerast, það er að beinast að mér og svona svara ég, og ég geri það með sleggju. Þið takið mig ekki niður,“ sagði Svanhildur. Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55 „Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47 Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Kristrún Frostadóttir birti langa færslu í gær þar sem hún sakaði Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð gegn sér. Þar var hún að vísa til umfjöllunar Viðskiptablaðsins um sérstakan kaupréttarauka sem henni var veittur ásamt fáum öðrum starfsmönnum Kviku banka á sínum tíma. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að Kristrún hafi ekki brugðist við fyrirspurnum blaðsins um málið. Hún gagnrýndi blaðið síðan harðlega fyrir að reyna að tortryggja störf hennar vegna þessa. Rætt er um málið frá sjöundu mínútu í Pallborði dagsins sem sjá má hér að neðan: „Ég fékk ekki 1 kr. í kaupaukagreiðslu frá Kviku og borgaði fyrir mína eigin fjárfestingu í félaginu, takk fyrir mig. Fjárfesting sem kom vel út eins og víða á hlutabréfamarkaði síðustu ár. Síðast þegar ég vissi mega fleiri en Sjálfstæðismenn taka þátt á hlutabréfamarkaði,“ skrifaði Kristrún. Andrés Jónsson almannatengill líkti atburðarásinni við leikrit af hálfu beggja. „Hún ákveður væntanlega ekki að vera hluti í því leikriti, þannig að hún býr til sitt eigið leikrit á sínum samfélagsmiðli. Það er verið að skylmast,“ sagði Andrés. Máni Pétursson sagði viðbrögðin til marks um óeðlilega afstöðu stjórnmálamanna til fjölmiðla. Gríðarleg hræsni hjá Kristrúnu, sagði Máni Pétursson.Vísir/Vilhelm „Hræsnin í þessu, sorry to say, er gríðarlega mikil. Þú getur alveg svarað blaðamanninum. En málið er hins vegar er að þetta er ekkert mál, en Kristrún Frostadóttir er að spila það vitlaust,“ sagði Máni. Svanhildur Hólm sagði eðlilegt að taka fjárfestinguna til umfjöllunar en að ekkert hafi verið í umfjöllun dagblaðanna sem ætti að varpa rýrð á Kristrúnu. „Hún fær auðvitað það út úr þessu sem hún ætlar sér sem er mikil umfjöllun og mikil athygli. Hún fær sitt fólk með sér. Þú ert að smala liðinu þínu saman. Hér er eitthvað ósanngjarnt að gerast, það er að beinast að mér og svona svara ég, og ég geri það með sleggju. Þið takið mig ekki niður,“ sagði Svanhildur.
Pallborðið Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Samfylkingin Tengdar fréttir Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55 „Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47 Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Sjá meira
Sakar Viðskiptablaðið og Morgunblaðið um samantekin ráð gegn sér Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, sakar Morgunblaðið og Viðskiptablaðið um samantekin ráð til að gera lítið úr jafnaðarmannaskoðunum hennar. Fjölmiðlarnir tveir hafa fjallað um kauprétt sem hún nýtti sér á hlutabréfum í Kviku banka. 20. september 2021 14:55
„Þið fáið ekki að kúga mig og fleiri konur“ Kristrún Frostadóttir hagfræðingur og frambjóðandi Samfylkingarinnar, sakar nafnlausa dálkahöfunda Viðskiptablaðsins um að gera markvisst lítið úr konum og taka þátt í að skapa fjandsamlegt umhverfi fyrir þær sem láti á sér kveða í efnahagsmálaumræðu. 8. júlí 2021 23:47
Fékk kökk í hálsinn yfir „bestu auglýsingunni“: Trúverðugt að Katrín sé komin í þvottahúsið Álitsgjafar Pallborðsins voru á einu máli um ágæti sjónvarpsauglýsingar Vinstri grænna, þar sem daglegt líf frambjóðenda flokksins er í forgrunni við tilfinningaþrungið undirspil íslenskrar tónlistar. 21. september 2021 17:38