Gleymum ekki öryrkjum Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 21. september 2021 20:00 Loforð stjórnmálaflokkanna eru um margt svipuð. Það virðist ver tilhneigingin, að korter fyrir kosningar þá breytast allir í Sósíalista, þrátt fyrir að aðgerðirnar eftir kosninga sýni svart á hvítu að það er ekki tilfellið. Það hefur farið mikið fyrir því í kosningaloforðum flokkanna að lausnin á vanda þeirra sem þurfi að nýta sér velferðarkerfið sé að þeir geti unnið án skerðinga. Þetta er að sjálfsögðu mikið réttlætismál, að þau réttindi sem fólk hefur unnið sér inn í gegnum tíðina skerðist ekki við það eitt að fólk vilji halda áfram að vinna og er þessu sérstaklega beint að eldra fólki. Þó svo málið sé þarft, nauðsynlegt og mikið réttlætismál megum ekki láta blekkja okkur og halda að þetta sé það sem kemur til með að bjarga þeim sem reiða sig á velferðarkerfið. Er þar rétt að nefna t.d. öryrkja og fatlað fólk, sem getur ekki unnið og þessi svokallaða lausn er engin lausn fyrir þau. Því þó svo við afnemum skerðingar og leyfum fólki að vinna eins og það vill, þá munu öryrkjar ennþá lifa við fátækramörk, enda örorkulífeyrir skammarlega lár og fólki ekki gefin nein tækifæri til þess að hífa sig upp. Því er alveg nauðsynlegt að enginn sé með minna en lágmarkslaun og að allir hafi grunnframfærslu. Gleymum ekki öryrkjum. Þeim þurfum við að tryggja mannsæmandi kjör. Öllum þarf að tryggja mannsæmandi kjör, burtséð frá því hvað við ætlum að leyfa fólki að vinna mikið meðfram því litla sem þeim er skammtað. Höfundur skipar 3.sæti á J lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Félagsmál Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Loforð stjórnmálaflokkanna eru um margt svipuð. Það virðist ver tilhneigingin, að korter fyrir kosningar þá breytast allir í Sósíalista, þrátt fyrir að aðgerðirnar eftir kosninga sýni svart á hvítu að það er ekki tilfellið. Það hefur farið mikið fyrir því í kosningaloforðum flokkanna að lausnin á vanda þeirra sem þurfi að nýta sér velferðarkerfið sé að þeir geti unnið án skerðinga. Þetta er að sjálfsögðu mikið réttlætismál, að þau réttindi sem fólk hefur unnið sér inn í gegnum tíðina skerðist ekki við það eitt að fólk vilji halda áfram að vinna og er þessu sérstaklega beint að eldra fólki. Þó svo málið sé þarft, nauðsynlegt og mikið réttlætismál megum ekki láta blekkja okkur og halda að þetta sé það sem kemur til með að bjarga þeim sem reiða sig á velferðarkerfið. Er þar rétt að nefna t.d. öryrkja og fatlað fólk, sem getur ekki unnið og þessi svokallaða lausn er engin lausn fyrir þau. Því þó svo við afnemum skerðingar og leyfum fólki að vinna eins og það vill, þá munu öryrkjar ennþá lifa við fátækramörk, enda örorkulífeyrir skammarlega lár og fólki ekki gefin nein tækifæri til þess að hífa sig upp. Því er alveg nauðsynlegt að enginn sé með minna en lágmarkslaun og að allir hafi grunnframfærslu. Gleymum ekki öryrkjum. Þeim þurfum við að tryggja mannsæmandi kjör. Öllum þarf að tryggja mannsæmandi kjör, burtséð frá því hvað við ætlum að leyfa fólki að vinna mikið meðfram því litla sem þeim er skammtað. Höfundur skipar 3.sæti á J lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningum.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar