Af skeinipappír og öryggiskennd Jón Ingi Hákonarson skrifar 22. september 2021 07:00 Ég, eins og margir Íslendingar, keyri beinustu leið í Costco og kaupi mér skeinipappír í hvert sinn sem áföll dynja á, hvort heldur eldfjöll gjósi eða landamæri lokist vegna heimsfaraldurs. Ekki það að mig skorti skeinipappír, þessi ósjálfráðu viðbrögð veita mér öryggiskennd. Hún er ómetanleg. Þegar Kófið skall á voru það helst ferðaþjónustan, veitingastaðir, barir og sviðslistir sem urðu fyrir höggi. Fólk sem starfar í þessum geirum missti, á núll einni, lífsviðurværi sitt. Fólk eins og ég, sem starfa á allt öðrum vettvangi, varð fyrir sáralitlum búsifjum. Eitt af fyrstu úrræðum ríkisstjórnarinnar var að auka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af iðnaðarvinnu við heimili o.fl. úr 60% í 100%. Það átti sem sagt að auka eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem voru ekki að glíma við eftirspurnarvanda og hjálpa fólki við að dytta að fasteignum sínum sem þurftu ekki lífsnauðsynlega aðstoð. Þessi skattaafsláttur er tekjumissir upp á um 9 milljarða fyrir ríkissjóð. Þessi efnahagsaðgerð skilaði engu til þeirra sem urðu fyrir efnahaglega högginu en jók á vanda ríkissjóðs. Það er því merkilegt að sjá afstöðu þeirra flokka, sem nú eru í framboði til þessa verkefnis „Allir vinna“. Þar er Viðreisn eini flokkurinn sem vill færa það til fyrra horfs, þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 60% og tekjustreymi ríkissjóðs er sama tíma eflt um 9 milljarða. Þannig getur ríkið verið öflugra í sértækum aðgerðum til þeirra sem sannarlega urðu fyrir tekjufalli. Það er kannski ekki vinsælt en það er nauðsynlegt og skynsamlegt og í takt við þá ábyrgu fjármálastefnu sem flokkurinn hefur ávalt staðið fyrir. Þessi Costcoferð ríkisstjórnarinnar veitti henni örugglega öryggiskennd en nú er komin tími til að sleppa takinu á rúllunum og fara í sértækar aðgerðir sem bæta hag ríkissjóðs og þeirra sem misstu svo mikið. Almennar aðgerðir koma þeim yfirleitt best sem ekki þurfa hjálpina. Næsta ríkisstjórn þarf að koma með sértækar aðgerðir strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ég, eins og margir Íslendingar, keyri beinustu leið í Costco og kaupi mér skeinipappír í hvert sinn sem áföll dynja á, hvort heldur eldfjöll gjósi eða landamæri lokist vegna heimsfaraldurs. Ekki það að mig skorti skeinipappír, þessi ósjálfráðu viðbrögð veita mér öryggiskennd. Hún er ómetanleg. Þegar Kófið skall á voru það helst ferðaþjónustan, veitingastaðir, barir og sviðslistir sem urðu fyrir höggi. Fólk sem starfar í þessum geirum missti, á núll einni, lífsviðurværi sitt. Fólk eins og ég, sem starfa á allt öðrum vettvangi, varð fyrir sáralitlum búsifjum. Eitt af fyrstu úrræðum ríkisstjórnarinnar var að auka endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af iðnaðarvinnu við heimili o.fl. úr 60% í 100%. Það átti sem sagt að auka eftirspurn eftir iðnaðarmönnum sem voru ekki að glíma við eftirspurnarvanda og hjálpa fólki við að dytta að fasteignum sínum sem þurftu ekki lífsnauðsynlega aðstoð. Þessi skattaafsláttur er tekjumissir upp á um 9 milljarða fyrir ríkissjóð. Þessi efnahagsaðgerð skilaði engu til þeirra sem urðu fyrir efnahaglega högginu en jók á vanda ríkissjóðs. Það er því merkilegt að sjá afstöðu þeirra flokka, sem nú eru í framboði til þessa verkefnis „Allir vinna“. Þar er Viðreisn eini flokkurinn sem vill færa það til fyrra horfs, þar sem endurgreiðsluhlutfallið er 60% og tekjustreymi ríkissjóðs er sama tíma eflt um 9 milljarða. Þannig getur ríkið verið öflugra í sértækum aðgerðum til þeirra sem sannarlega urðu fyrir tekjufalli. Það er kannski ekki vinsælt en það er nauðsynlegt og skynsamlegt og í takt við þá ábyrgu fjármálastefnu sem flokkurinn hefur ávalt staðið fyrir. Þessi Costcoferð ríkisstjórnarinnar veitti henni örugglega öryggiskennd en nú er komin tími til að sleppa takinu á rúllunum og fara í sértækar aðgerðir sem bæta hag ríkissjóðs og þeirra sem misstu svo mikið. Almennar aðgerðir koma þeim yfirleitt best sem ekki þurfa hjálpina. Næsta ríkisstjórn þarf að koma með sértækar aðgerðir strax. Höfundur er oddviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar