Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 21. september 2021 13:30 Í upphafi þessa mánaðar hélt ég stutt erindi á Fundi fólksins til að vekja athygli á kröfum ungs fólks til bjargar líffræðilegum fjölbreytileika. Um 2.200 ungmenni á Norðurlöndunum tóku þátt í að setja fram þessar kröfur. Í sama mánuði fórum við í Ungum umhverfissinnum af stað með verkefnið Sólina sem vakið hefur mikla athygli. Með því vildum við upplýsa almenning um umhverfisstefnur stjórnmálaflokka og leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í komandi Alþingiskosningum. Fyrir nokkrum árum fór af stað verkefni sem enn er í gangi í dag. Þar hittast fjöldamörg ungmenni einu sinni í viku til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þetta eru nokkur dæmi um það hvernig ungt fólk getur og hefur haft mikil áhrif á gang mála í heiminum. Það er mikilvægt að ungt fólk hafi hátt um þau málefni sem skipta þau máli. Þannig fáum við í gegn þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð okkar. Ein af þessum nauðsynjum fyrir framtíðina er verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Mannkynið á það til að gleyma því að það er hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Jarðar. En ég held að það að minna sig reglulega á það setji hlutina í samhengi. Við förum að hugsa um okkur sem hluta af náttúrunni, sem jafningja annarra lífvera. Það er þá ekki lengur náttúran og við, heldur bara náttúran. Náttúran fær að njóta vafans. Einhver gætu spurt við hvað ég á þegar ég segi að mannkynið sé hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. En öll okkar tækni, þekking og jafnvel siðir eru háð náttúrunni. Við verðum fyrir áhrifum náttúrunnar og sömuleiðis verður náttúran fyrir áhrifum frá okkur. Samband milli lífvera jarðarinnar, þar á meðal okkar, skiptir öllu fyrir heilbrigð vistkerfi. Án heilbrigðra vistkerfa falla undirstöðurnar undan samfélagi okkar og öllu því sem mannkynið reiðir sig á. Líffræðilegur fjölbreytileiki er grundvöllur fyrir því að þessi sambönd haldist í jafnvægi og þar með fyrir heilbrigði vistkerfa. Þetta jafnvægi stuðlar til dæmis að mildun loftslags og sjúkdóma en að undanförnu höfum við án efa flest fundið fyrir röskun á þessu jafnvægi hvað það varðar. Án heilbrigðra vistkerfa væri framtíðin frekar dapurleg. Ég veit að ungt fólk hefur áttað sig á því að líffræðilegur fjölbreytileiki er okkur jafn nauðsynlegur og hann er vistkerfunum. Ljóst er að ungt fólk vill breytingar. Það vill að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúruvernd verði í brennidepli í öllum ákvarðanatökum. Það veit að líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvæg undirstaða fyrir og í raun partur af samfélagi okkar. Ungt fólk vill eiga möguleika á framtíð með heilbrigðum vistkerfum og sanngjörnu samfélagi. Það veit að samband okkar við náttúruna þarf að breytast til að þetta verði möguleiki. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki án náttúrunnar verið. Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. Baráttan fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni er samofin öðrum baráttumálum sem ungt fólk brennur fyrir líkt og loftslagsbreytingum. Ég tel að ungt fólk þurfi að sameinast í sínum baráttumálum; tala saman, skilja hvert annað og ekki síst berjast í sameiningu fyrir því sem er okkur mikilvægt. Unga fólkið mun koma til með að taka við framtíðinni og þess vegna er mikilvægt að það taki þátt í að skapa hana. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna og er greinin byggð á erindi sem höfundur hélt á málþinginu: Fjölbreytileiki lífs í nútíð og framtíð. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa mánaðar hélt ég stutt erindi á Fundi fólksins til að vekja athygli á kröfum ungs fólks til bjargar líffræðilegum fjölbreytileika. Um 2.200 ungmenni á Norðurlöndunum tóku þátt í að setja fram þessar kröfur. Í sama mánuði fórum við í Ungum umhverfissinnum af stað með verkefnið Sólina sem vakið hefur mikla athygli. Með því vildum við upplýsa almenning um umhverfisstefnur stjórnmálaflokka og leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í komandi Alþingiskosningum. Fyrir nokkrum árum fór af stað verkefni sem enn er í gangi í dag. Þar hittast fjöldamörg ungmenni einu sinni í viku til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þetta eru nokkur dæmi um það hvernig ungt fólk getur og hefur haft mikil áhrif á gang mála í heiminum. Það er mikilvægt að ungt fólk hafi hátt um þau málefni sem skipta þau máli. Þannig fáum við í gegn þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð okkar. Ein af þessum nauðsynjum fyrir framtíðina er verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Mannkynið á það til að gleyma því að það er hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Jarðar. En ég held að það að minna sig reglulega á það setji hlutina í samhengi. Við förum að hugsa um okkur sem hluta af náttúrunni, sem jafningja annarra lífvera. Það er þá ekki lengur náttúran og við, heldur bara náttúran. Náttúran fær að njóta vafans. Einhver gætu spurt við hvað ég á þegar ég segi að mannkynið sé hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. En öll okkar tækni, þekking og jafnvel siðir eru háð náttúrunni. Við verðum fyrir áhrifum náttúrunnar og sömuleiðis verður náttúran fyrir áhrifum frá okkur. Samband milli lífvera jarðarinnar, þar á meðal okkar, skiptir öllu fyrir heilbrigð vistkerfi. Án heilbrigðra vistkerfa falla undirstöðurnar undan samfélagi okkar og öllu því sem mannkynið reiðir sig á. Líffræðilegur fjölbreytileiki er grundvöllur fyrir því að þessi sambönd haldist í jafnvægi og þar með fyrir heilbrigði vistkerfa. Þetta jafnvægi stuðlar til dæmis að mildun loftslags og sjúkdóma en að undanförnu höfum við án efa flest fundið fyrir röskun á þessu jafnvægi hvað það varðar. Án heilbrigðra vistkerfa væri framtíðin frekar dapurleg. Ég veit að ungt fólk hefur áttað sig á því að líffræðilegur fjölbreytileiki er okkur jafn nauðsynlegur og hann er vistkerfunum. Ljóst er að ungt fólk vill breytingar. Það vill að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúruvernd verði í brennidepli í öllum ákvarðanatökum. Það veit að líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvæg undirstaða fyrir og í raun partur af samfélagi okkar. Ungt fólk vill eiga möguleika á framtíð með heilbrigðum vistkerfum og sanngjörnu samfélagi. Það veit að samband okkar við náttúruna þarf að breytast til að þetta verði möguleiki. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki án náttúrunnar verið. Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. Baráttan fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni er samofin öðrum baráttumálum sem ungt fólk brennur fyrir líkt og loftslagsbreytingum. Ég tel að ungt fólk þurfi að sameinast í sínum baráttumálum; tala saman, skilja hvert annað og ekki síst berjast í sameiningu fyrir því sem er okkur mikilvægt. Unga fólkið mun koma til með að taka við framtíðinni og þess vegna er mikilvægt að það taki þátt í að skapa hana. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna og er greinin byggð á erindi sem höfundur hélt á málþinginu: Fjölbreytileiki lífs í nútíð og framtíð. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun