Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 21. september 2021 13:30 Í upphafi þessa mánaðar hélt ég stutt erindi á Fundi fólksins til að vekja athygli á kröfum ungs fólks til bjargar líffræðilegum fjölbreytileika. Um 2.200 ungmenni á Norðurlöndunum tóku þátt í að setja fram þessar kröfur. Í sama mánuði fórum við í Ungum umhverfissinnum af stað með verkefnið Sólina sem vakið hefur mikla athygli. Með því vildum við upplýsa almenning um umhverfisstefnur stjórnmálaflokka og leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í komandi Alþingiskosningum. Fyrir nokkrum árum fór af stað verkefni sem enn er í gangi í dag. Þar hittast fjöldamörg ungmenni einu sinni í viku til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þetta eru nokkur dæmi um það hvernig ungt fólk getur og hefur haft mikil áhrif á gang mála í heiminum. Það er mikilvægt að ungt fólk hafi hátt um þau málefni sem skipta þau máli. Þannig fáum við í gegn þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð okkar. Ein af þessum nauðsynjum fyrir framtíðina er verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Mannkynið á það til að gleyma því að það er hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Jarðar. En ég held að það að minna sig reglulega á það setji hlutina í samhengi. Við förum að hugsa um okkur sem hluta af náttúrunni, sem jafningja annarra lífvera. Það er þá ekki lengur náttúran og við, heldur bara náttúran. Náttúran fær að njóta vafans. Einhver gætu spurt við hvað ég á þegar ég segi að mannkynið sé hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. En öll okkar tækni, þekking og jafnvel siðir eru háð náttúrunni. Við verðum fyrir áhrifum náttúrunnar og sömuleiðis verður náttúran fyrir áhrifum frá okkur. Samband milli lífvera jarðarinnar, þar á meðal okkar, skiptir öllu fyrir heilbrigð vistkerfi. Án heilbrigðra vistkerfa falla undirstöðurnar undan samfélagi okkar og öllu því sem mannkynið reiðir sig á. Líffræðilegur fjölbreytileiki er grundvöllur fyrir því að þessi sambönd haldist í jafnvægi og þar með fyrir heilbrigði vistkerfa. Þetta jafnvægi stuðlar til dæmis að mildun loftslags og sjúkdóma en að undanförnu höfum við án efa flest fundið fyrir röskun á þessu jafnvægi hvað það varðar. Án heilbrigðra vistkerfa væri framtíðin frekar dapurleg. Ég veit að ungt fólk hefur áttað sig á því að líffræðilegur fjölbreytileiki er okkur jafn nauðsynlegur og hann er vistkerfunum. Ljóst er að ungt fólk vill breytingar. Það vill að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúruvernd verði í brennidepli í öllum ákvarðanatökum. Það veit að líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvæg undirstaða fyrir og í raun partur af samfélagi okkar. Ungt fólk vill eiga möguleika á framtíð með heilbrigðum vistkerfum og sanngjörnu samfélagi. Það veit að samband okkar við náttúruna þarf að breytast til að þetta verði möguleiki. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki án náttúrunnar verið. Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. Baráttan fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni er samofin öðrum baráttumálum sem ungt fólk brennur fyrir líkt og loftslagsbreytingum. Ég tel að ungt fólk þurfi að sameinast í sínum baráttumálum; tala saman, skilja hvert annað og ekki síst berjast í sameiningu fyrir því sem er okkur mikilvægt. Unga fólkið mun koma til með að taka við framtíðinni og þess vegna er mikilvægt að það taki þátt í að skapa hana. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna og er greinin byggð á erindi sem höfundur hélt á málþinginu: Fjölbreytileiki lífs í nútíð og framtíð. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa mánaðar hélt ég stutt erindi á Fundi fólksins til að vekja athygli á kröfum ungs fólks til bjargar líffræðilegum fjölbreytileika. Um 2.200 ungmenni á Norðurlöndunum tóku þátt í að setja fram þessar kröfur. Í sama mánuði fórum við í Ungum umhverfissinnum af stað með verkefnið Sólina sem vakið hefur mikla athygli. Með því vildum við upplýsa almenning um umhverfisstefnur stjórnmálaflokka og leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í komandi Alþingiskosningum. Fyrir nokkrum árum fór af stað verkefni sem enn er í gangi í dag. Þar hittast fjöldamörg ungmenni einu sinni í viku til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þetta eru nokkur dæmi um það hvernig ungt fólk getur og hefur haft mikil áhrif á gang mála í heiminum. Það er mikilvægt að ungt fólk hafi hátt um þau málefni sem skipta þau máli. Þannig fáum við í gegn þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð okkar. Ein af þessum nauðsynjum fyrir framtíðina er verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Mannkynið á það til að gleyma því að það er hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Jarðar. En ég held að það að minna sig reglulega á það setji hlutina í samhengi. Við förum að hugsa um okkur sem hluta af náttúrunni, sem jafningja annarra lífvera. Það er þá ekki lengur náttúran og við, heldur bara náttúran. Náttúran fær að njóta vafans. Einhver gætu spurt við hvað ég á þegar ég segi að mannkynið sé hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. En öll okkar tækni, þekking og jafnvel siðir eru háð náttúrunni. Við verðum fyrir áhrifum náttúrunnar og sömuleiðis verður náttúran fyrir áhrifum frá okkur. Samband milli lífvera jarðarinnar, þar á meðal okkar, skiptir öllu fyrir heilbrigð vistkerfi. Án heilbrigðra vistkerfa falla undirstöðurnar undan samfélagi okkar og öllu því sem mannkynið reiðir sig á. Líffræðilegur fjölbreytileiki er grundvöllur fyrir því að þessi sambönd haldist í jafnvægi og þar með fyrir heilbrigði vistkerfa. Þetta jafnvægi stuðlar til dæmis að mildun loftslags og sjúkdóma en að undanförnu höfum við án efa flest fundið fyrir röskun á þessu jafnvægi hvað það varðar. Án heilbrigðra vistkerfa væri framtíðin frekar dapurleg. Ég veit að ungt fólk hefur áttað sig á því að líffræðilegur fjölbreytileiki er okkur jafn nauðsynlegur og hann er vistkerfunum. Ljóst er að ungt fólk vill breytingar. Það vill að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúruvernd verði í brennidepli í öllum ákvarðanatökum. Það veit að líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvæg undirstaða fyrir og í raun partur af samfélagi okkar. Ungt fólk vill eiga möguleika á framtíð með heilbrigðum vistkerfum og sanngjörnu samfélagi. Það veit að samband okkar við náttúruna þarf að breytast til að þetta verði möguleiki. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki án náttúrunnar verið. Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. Baráttan fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni er samofin öðrum baráttumálum sem ungt fólk brennur fyrir líkt og loftslagsbreytingum. Ég tel að ungt fólk þurfi að sameinast í sínum baráttumálum; tala saman, skilja hvert annað og ekki síst berjast í sameiningu fyrir því sem er okkur mikilvægt. Unga fólkið mun koma til með að taka við framtíðinni og þess vegna er mikilvægt að það taki þátt í að skapa hana. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna og er greinin byggð á erindi sem höfundur hélt á málþinginu: Fjölbreytileiki lífs í nútíð og framtíð. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun