Rússnesk stjórnvöld talin hafa myrt Litvinenko Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 08:59 Alexander Litvinenko veslaðist upp og lést á endanum eftir að tveir útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar byrluðu honum sjaldgæfa og afar hættulega geislavirka samsætu árið 2006. Hann var 43 ára gamall. Vísir/Getty Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í morgun að rússnesk stjórnvöld hefðu staðið að morðinu á Alexander Litvinenko, rússneskum fyrrverandi leyniþjónustumanni, árið 2006. Eitrað var fyrir Litvinenko með geislavirku efni. „Rússland bar ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko í Bretland,“ segir í yfirlýsingu frá dómstólnum um niðurstöðuna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað að þau hafi haft nokkuð að gera með dauða Litvinenko. Fyrrverandi njósnarinn hafði verið afar gagnrýninn á Vladímír Pútín forseta og meðal annars sakað hann um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum. Vegna þess var Litvinenko ekki vært í Rússlandi og flúði hann til Bretlands árið 2000. Litvinenko dó kvalarfullum dauðdaga á sjúkrahúsi í London vegna póloneitrunar. Efninu var byrlað út í tebolla hans á hóteli í borginni. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði niðurstöðu mannréttindadómstólsins „órökstudda“ og dró í efa að hann hefði heimild og tæknilega getu til að meta sönnunargögn í málinu. Engin tilraun gerð til að hrekja niðurstöður Breta Niðurstaða rannsóknar breskra yfirvalda á dauða Litvinenko var að Pútín hefði líklega lagt blessun sína yfir áform rússnesku leyniþjónustunnar um að ráða hann af dögum. Tilræðismennirnir tveir, þeir Andrei Lugovoj og Dmitrí Kovtun, voru útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar FSB, helsta arftaka alræmdu leyniþjónustustofnunarinnar KGB frá tíð Sovétríkjanna. Þeir hafa einnig haldið fast við sakleysi sitt í gegnum tíðina. Mannréttindadómstóllinn telur það þó hafið yfir allan vafa að þeir Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko að skipan leyniþjónustunnar. Ljóst sé að Litvinenko hafi verið skotmark aðgerðirnar sem hafi kostað mikla og flókna skipulagningu. Útvega þurfti geislavirka efnið og skipuleggja ferðir tilræðismannanna til London en tvímenningarnir þurftu fleiri en eina tilraun til þess að eitra fyrir Litvinenko. Taldi dómstóllinn að ef Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko á eigin vegum og gegn vilja leyniþjónustunnar hefðu rússnesk stjórnvöld um það upplýsingar sem þau gætu lagt fram. „Hins vegar gerði stjórnin enga alvarlega tilraun til þess að leggja fram slíkar upplýsingar eða hrekja niðurstöður breskra stjórnvalda,“ sagði mannréttindadómstóllinn. Bar rússnesk stjórnvöld þungum sökum Leiðir Litvinenko og Pútín lágu fyrst saman hjá FSB á 10. áratugnum. Leitaði Litvinenko til Pútín vegna áhyggna sinna af spillingu innan leyniþjónustunnar en verðandi forsetinn sópaði þeim undir teppið. Í kjölfarið sætti Litvinenko ofsóknum í Rússlandi. Árið 1998 var hann handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína þegar hann ljóstraði upp um ráðabrugg um að myrða Boris Berozovskí, rússneskan auðkýfing sem varð andstæðingur Pútín. Berezovskí fannst látinn í Bretlandi árið 2013. Litvinenko var á endanum sýknaður af sökunum sem voru bornar á hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Síðar skrifaði Litvinenko bók þar sem hann hélt því fram að útsendarar FSB hefðu borið ábyrgð á sprengjuárásum á íbúðarblokkir í Moskvu og tveimur öðrum borgum árið 1999. Sprengingarnar voru notaðar sem átylla fyrir rússnesk stjórnvöld að ráðast aftur inn í Téténíu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum talsmanns rússnesku ríkisstjórnarinnar. Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira
„Rússland bar ábyrgð á morðinu á Alexander Litvinenko í Bretland,“ segir í yfirlýsingu frá dómstólnum um niðurstöðuna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rússnesk stjórnvöld hafa alla tíð neitað að þau hafi haft nokkuð að gera með dauða Litvinenko. Fyrrverandi njósnarinn hafði verið afar gagnrýninn á Vladímír Pútín forseta og meðal annars sakað hann um að tengjast skipulögðum glæpasamtökum. Vegna þess var Litvinenko ekki vært í Rússlandi og flúði hann til Bretlands árið 2000. Litvinenko dó kvalarfullum dauðdaga á sjúkrahúsi í London vegna póloneitrunar. Efninu var byrlað út í tebolla hans á hóteli í borginni. Dimtrí Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði niðurstöðu mannréttindadómstólsins „órökstudda“ og dró í efa að hann hefði heimild og tæknilega getu til að meta sönnunargögn í málinu. Engin tilraun gerð til að hrekja niðurstöður Breta Niðurstaða rannsóknar breskra yfirvalda á dauða Litvinenko var að Pútín hefði líklega lagt blessun sína yfir áform rússnesku leyniþjónustunnar um að ráða hann af dögum. Tilræðismennirnir tveir, þeir Andrei Lugovoj og Dmitrí Kovtun, voru útsendarar rússnesku leyniþjónustunnar FSB, helsta arftaka alræmdu leyniþjónustustofnunarinnar KGB frá tíð Sovétríkjanna. Þeir hafa einnig haldið fast við sakleysi sitt í gegnum tíðina. Mannréttindadómstóllinn telur það þó hafið yfir allan vafa að þeir Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko að skipan leyniþjónustunnar. Ljóst sé að Litvinenko hafi verið skotmark aðgerðirnar sem hafi kostað mikla og flókna skipulagningu. Útvega þurfti geislavirka efnið og skipuleggja ferðir tilræðismannanna til London en tvímenningarnir þurftu fleiri en eina tilraun til þess að eitra fyrir Litvinenko. Taldi dómstóllinn að ef Lugovoj og Kovtun hafi myrt Litvinenko á eigin vegum og gegn vilja leyniþjónustunnar hefðu rússnesk stjórnvöld um það upplýsingar sem þau gætu lagt fram. „Hins vegar gerði stjórnin enga alvarlega tilraun til þess að leggja fram slíkar upplýsingar eða hrekja niðurstöður breskra stjórnvalda,“ sagði mannréttindadómstóllinn. Bar rússnesk stjórnvöld þungum sökum Leiðir Litvinenko og Pútín lágu fyrst saman hjá FSB á 10. áratugnum. Leitaði Litvinenko til Pútín vegna áhyggna sinna af spillingu innan leyniþjónustunnar en verðandi forsetinn sópaði þeim undir teppið. Í kjölfarið sætti Litvinenko ofsóknum í Rússlandi. Árið 1998 var hann handtekinn fyrir að misnota aðstöðu sína þegar hann ljóstraði upp um ráðabrugg um að myrða Boris Berozovskí, rússneskan auðkýfing sem varð andstæðingur Pútín. Berezovskí fannst látinn í Bretlandi árið 2013. Litvinenko var á endanum sýknaður af sökunum sem voru bornar á hann, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Síðar skrifaði Litvinenko bók þar sem hann hélt því fram að útsendarar FSB hefðu borið ábyrgð á sprengjuárásum á íbúðarblokkir í Moskvu og tveimur öðrum borgum árið 1999. Sprengingarnar voru notaðar sem átylla fyrir rússnesk stjórnvöld að ráðast aftur inn í Téténíu. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum talsmanns rússnesku ríkisstjórnarinnar.
Rússland Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjá meira