Varar fólk við að reyna að smitast af veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 08:51 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mikla áhættu felast í því að reyna að smitast viljandi af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Ómögulegt er að segja til um hver veikist alvarlega af þeim sem smitast af kórónuveirunni. Því varar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, fólk endregið við því að reyna vísvitandi að smitast. Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Þórólfur spurður út í sögusagnir um að fólki færi nú vísvitandi inn á heimili þar sem Covid-smit hafi komið upp gagngert til þess að smitast sjálft í þeirri von að klára veiruna og mögulega að ná betra ónæmi fyrir önnur afbrigði hennar. Varaði sóttvarnalæknir fólk við því að reyna þetta þar sem enginn vissi fyrir fram hver lenti illa í veirunni. Nefndi hann sem dæmi að af þeim tveimur sem voru á öndunarvél á sjúkrahúsi fyrir helgi hafi annar verið á fertugsaldri og hinn eldri en ekki með undirliggjandi sjúkdóm. Annar þeirra hafi verið bólusettur en hinn ekki. „Ef fólk ætlar að fara í þetta þá veit maður aldrei hver útkoman verður. Auk þess veit maður heldur ekki hvern maður smitar. Maður getur smitað ömmu og afa eða einhvern sem er veikari fyrir sem lendir illa í því og það er ekkert voða gaman,“ sagði Þórólfur. Bretar engin fyrirmynd þrátt fyrir fulla knattspyrnuvelli Þá var Þórólfur spurður að því hvort að sóttvarnareglur á Íslandi væru of strangar. Í Danmörku hafi verið slakað alveg á aðgerðum og í Bretlandi og Þýskalandi væru fullir knattspyrnuvellir með engri hólfaskiptingu. Benti Þórólfur á að í Bretlandi hafi verið dregið verulega úr sýnatöku. Á sama tíma og smituðum fækkaði væri mikil fjölgun í spítalainnlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19. „Ég held að Bretar séu engin fyrirmynd í þessu,“ sagði sóttvarnalæknir. Íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar slakað á sínum takmörkunum og sagðist Þórólfur telja að þær sem enn eru í gildi væru ekki sérstaklega íþyngjandi. Ef slakað yrði enn frekar á aðgerðum væri hætta á að sagan frá því í sumar endurtæki sig með mikilli fjölgun smitaðra og sjúkrahúsinnlagna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Sjá meira
Í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun var Þórólfur spurður út í sögusagnir um að fólki færi nú vísvitandi inn á heimili þar sem Covid-smit hafi komið upp gagngert til þess að smitast sjálft í þeirri von að klára veiruna og mögulega að ná betra ónæmi fyrir önnur afbrigði hennar. Varaði sóttvarnalæknir fólk við því að reyna þetta þar sem enginn vissi fyrir fram hver lenti illa í veirunni. Nefndi hann sem dæmi að af þeim tveimur sem voru á öndunarvél á sjúkrahúsi fyrir helgi hafi annar verið á fertugsaldri og hinn eldri en ekki með undirliggjandi sjúkdóm. Annar þeirra hafi verið bólusettur en hinn ekki. „Ef fólk ætlar að fara í þetta þá veit maður aldrei hver útkoman verður. Auk þess veit maður heldur ekki hvern maður smitar. Maður getur smitað ömmu og afa eða einhvern sem er veikari fyrir sem lendir illa í því og það er ekkert voða gaman,“ sagði Þórólfur. Bretar engin fyrirmynd þrátt fyrir fulla knattspyrnuvelli Þá var Þórólfur spurður að því hvort að sóttvarnareglur á Íslandi væru of strangar. Í Danmörku hafi verið slakað alveg á aðgerðum og í Bretlandi og Þýskalandi væru fullir knattspyrnuvellir með engri hólfaskiptingu. Benti Þórólfur á að í Bretlandi hafi verið dregið verulega úr sýnatöku. Á sama tíma og smituðum fækkaði væri mikil fjölgun í spítalainnlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19. „Ég held að Bretar séu engin fyrirmynd í þessu,“ sagði sóttvarnalæknir. Íslensk stjórnvöld hefðu nú þegar slakað á sínum takmörkunum og sagðist Þórólfur telja að þær sem enn eru í gildi væru ekki sérstaklega íþyngjandi. Ef slakað yrði enn frekar á aðgerðum væri hætta á að sagan frá því í sumar endurtæki sig með mikilli fjölgun smitaðra og sjúkrahúsinnlagna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Innlent Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Innlent Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Innlent Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Innlent Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Innlent Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Innlent Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Innlent Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Innlent Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Innlent „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Innlent Fleiri fréttir Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi Vaka kynnti listann með hjálp töframanns „Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“ Ekki skárra fyrir 35 árum Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum „Sjáum einn einstakling gjörsamlega mulinn mélinu smærra“ Ekkert bendi til falls ríkisstjórnarinnar Var brugðið og vill ítarlega skoðun á aðkomu forsætisráðuneytisins Bein útsending: Hreint vatn til framtíðar Afsögn Ásthildar Lóu og lokun á Heathrow flugvelli Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Tóku fyrstu skóflustunguna að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi Kom barnsföður Ásthildar Lóu í opna skjöldu Utanríkisráðherra ræddi við mótmælendur Vaktin: Ásthildi Lóu verður ekki vikið úr Flokki fólksins Neitar því að hafa verið leiðbeinandi ungs barnsföður síns Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Björn tekinn við af Heiðu Björgu Búnaðarþing og geltandi hundar Grunaður um að stinga mann tvívegis en á sitthvorum staðnum „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Sjá meira