Eldgos hafið á La Palma Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 14:40 Eldgos er hafið á eyjunni La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir skemmstu að gosið hafi sést vel í fyrstu en að skýjahula sé nú yfir allri eyjunni og því sjáist það ekki vel sem stendur. Rýmingin á svæðinu sé staðbundin og að íbúar bíði frekari upplýsinga frá almannavörnum. Itahiza Dominguez, sérfæðingur á jarðfræðistofnun Spánar, sagði í samtali við stjónvarpsstöðina RTVC á Kanaríeyjum að þó það sé of snemmt að segja til um hversu lengi gosið geti staðið, gætu eldgos á Kanaríeyjum staðið yfir í margar vikur eða mánuði. Meira en 22.000 jarðskjálftar, allt að 3,8 á Richter, mældust á svæðinu í vikunni. Samkvæmt fréttum AP gaus síðast á þessum slóðum árið 1971, en síðast gaus á Kanaríeyjaklasanum arið 2011. Það gos var neðansjávar undan ströndum El Hierro, og stóð yfir í fimm mánuði. Í frétt Reuters kemur fram að rétt áður en gosið braust út hafi um 40 manns með hreyfihamlanir og búpeningur verið fluttur burt úr þorpum í kringum gosið. Alls hafa um 1.000 manns verið flutt af svæðinu, sem er annars nokkuð strjálbýlt og er búist við að brottflutningur fólks muni halda áfram. um 85.000 manns búa á La Palma. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur nýhafið eldgos á Kanarí engin áhrif á virkni eldgossins hér á landi. Fréttin var uppfærð. ACABA DE COMENZAR LA ERUPCIÓN EN LA PALMA. ESTAS IMÁGENES HAN SIDO GRABADAS POR PERSONAL DE INVOLCAN. pic.twitter.com/CjdR7ZnKzh— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 THE ERUPTION HAS JUST BEGUN IN LA PALMA. THESE IMAGES HAVE BEEN RECORDED BY INVOLCAN PERSONNEL #LaPalma #volcanology pic.twitter.com/twJwZfbAjw— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Spánn Eldgos á La Palma Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir skemmstu að gosið hafi sést vel í fyrstu en að skýjahula sé nú yfir allri eyjunni og því sjáist það ekki vel sem stendur. Rýmingin á svæðinu sé staðbundin og að íbúar bíði frekari upplýsinga frá almannavörnum. Itahiza Dominguez, sérfæðingur á jarðfræðistofnun Spánar, sagði í samtali við stjónvarpsstöðina RTVC á Kanaríeyjum að þó það sé of snemmt að segja til um hversu lengi gosið geti staðið, gætu eldgos á Kanaríeyjum staðið yfir í margar vikur eða mánuði. Meira en 22.000 jarðskjálftar, allt að 3,8 á Richter, mældust á svæðinu í vikunni. Samkvæmt fréttum AP gaus síðast á þessum slóðum árið 1971, en síðast gaus á Kanaríeyjaklasanum arið 2011. Það gos var neðansjávar undan ströndum El Hierro, og stóð yfir í fimm mánuði. Í frétt Reuters kemur fram að rétt áður en gosið braust út hafi um 40 manns með hreyfihamlanir og búpeningur verið fluttur burt úr þorpum í kringum gosið. Alls hafa um 1.000 manns verið flutt af svæðinu, sem er annars nokkuð strjálbýlt og er búist við að brottflutningur fólks muni halda áfram. um 85.000 manns búa á La Palma. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur nýhafið eldgos á Kanarí engin áhrif á virkni eldgossins hér á landi. Fréttin var uppfærð. ACABA DE COMENZAR LA ERUPCIÓN EN LA PALMA. ESTAS IMÁGENES HAN SIDO GRABADAS POR PERSONAL DE INVOLCAN. pic.twitter.com/CjdR7ZnKzh— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 THE ERUPTION HAS JUST BEGUN IN LA PALMA. THESE IMAGES HAVE BEEN RECORDED BY INVOLCAN PERSONNEL #LaPalma #volcanology pic.twitter.com/twJwZfbAjw— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021
Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Spánn Eldgos á La Palma Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira