Eldgos hafið á La Palma Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 14:40 Eldgos er hafið á eyjunni La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir skemmstu að gosið hafi sést vel í fyrstu en að skýjahula sé nú yfir allri eyjunni og því sjáist það ekki vel sem stendur. Rýmingin á svæðinu sé staðbundin og að íbúar bíði frekari upplýsinga frá almannavörnum. Itahiza Dominguez, sérfæðingur á jarðfræðistofnun Spánar, sagði í samtali við stjónvarpsstöðina RTVC á Kanaríeyjum að þó það sé of snemmt að segja til um hversu lengi gosið geti staðið, gætu eldgos á Kanaríeyjum staðið yfir í margar vikur eða mánuði. Meira en 22.000 jarðskjálftar, allt að 3,8 á Richter, mældust á svæðinu í vikunni. Samkvæmt fréttum AP gaus síðast á þessum slóðum árið 1971, en síðast gaus á Kanaríeyjaklasanum arið 2011. Það gos var neðansjávar undan ströndum El Hierro, og stóð yfir í fimm mánuði. Í frétt Reuters kemur fram að rétt áður en gosið braust út hafi um 40 manns með hreyfihamlanir og búpeningur verið fluttur burt úr þorpum í kringum gosið. Alls hafa um 1.000 manns verið flutt af svæðinu, sem er annars nokkuð strjálbýlt og er búist við að brottflutningur fólks muni halda áfram. um 85.000 manns búa á La Palma. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur nýhafið eldgos á Kanarí engin áhrif á virkni eldgossins hér á landi. Fréttin var uppfærð. ACABA DE COMENZAR LA ERUPCIÓN EN LA PALMA. ESTAS IMÁGENES HAN SIDO GRABADAS POR PERSONAL DE INVOLCAN. pic.twitter.com/CjdR7ZnKzh— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 THE ERUPTION HAS JUST BEGUN IN LA PALMA. THESE IMAGES HAVE BEEN RECORDED BY INVOLCAN PERSONNEL #LaPalma #volcanology pic.twitter.com/twJwZfbAjw— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Spánn Eldgos á La Palma Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Sjá meira
Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir skemmstu að gosið hafi sést vel í fyrstu en að skýjahula sé nú yfir allri eyjunni og því sjáist það ekki vel sem stendur. Rýmingin á svæðinu sé staðbundin og að íbúar bíði frekari upplýsinga frá almannavörnum. Itahiza Dominguez, sérfæðingur á jarðfræðistofnun Spánar, sagði í samtali við stjónvarpsstöðina RTVC á Kanaríeyjum að þó það sé of snemmt að segja til um hversu lengi gosið geti staðið, gætu eldgos á Kanaríeyjum staðið yfir í margar vikur eða mánuði. Meira en 22.000 jarðskjálftar, allt að 3,8 á Richter, mældust á svæðinu í vikunni. Samkvæmt fréttum AP gaus síðast á þessum slóðum árið 1971, en síðast gaus á Kanaríeyjaklasanum arið 2011. Það gos var neðansjávar undan ströndum El Hierro, og stóð yfir í fimm mánuði. Í frétt Reuters kemur fram að rétt áður en gosið braust út hafi um 40 manns með hreyfihamlanir og búpeningur verið fluttur burt úr þorpum í kringum gosið. Alls hafa um 1.000 manns verið flutt af svæðinu, sem er annars nokkuð strjálbýlt og er búist við að brottflutningur fólks muni halda áfram. um 85.000 manns búa á La Palma. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur nýhafið eldgos á Kanarí engin áhrif á virkni eldgossins hér á landi. Fréttin var uppfærð. ACABA DE COMENZAR LA ERUPCIÓN EN LA PALMA. ESTAS IMÁGENES HAN SIDO GRABADAS POR PERSONAL DE INVOLCAN. pic.twitter.com/CjdR7ZnKzh— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 THE ERUPTION HAS JUST BEGUN IN LA PALMA. THESE IMAGES HAVE BEEN RECORDED BY INVOLCAN PERSONNEL #LaPalma #volcanology pic.twitter.com/twJwZfbAjw— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021
Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Spánn Eldgos á La Palma Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Sjá meira