Norskur ráðherra: Segir af sér vegna skattaklandurs Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 13:24 Kjell Ingolf Ropstad, sem hér sést hægra megin við Ernu Solberg forsætisráðherra, sagði af sér embætti sem barnamálaráðherra og formanns Kristilega þjóðarflokksins í dag. Hann hafði orðið uppvís af skattamisferli. Mynd Kjell Ingolf Ropstad, barna-. fjölskyldu og kirkjumálaráðherra og formaður Kristilega þjóðarflokksins (KrF) í Noregi, sagði af sér á blaðamannafundi í morgun eftir að fjölmiðlar höfðu flett ofan af skattamisferli hans. Ropstad fékk, sem þingmaður, niðurgreiðslu á húsnæði í Osló og taldi fram leigugreiðslur til foreldra sinna þar sem hann gisti á æskuheimili sínu. Síðar kom í ljós að hann hafði sannarlega ekki greitt foreldrum sínum krónu, og þannig komist undan því að greiða 175.000 norskar krónur í skatt, sem nemur hátt í þremur milljónum íslenskra króna. Flokkur hans fékk harða útreið í nýafstöðnum kosningum og ljóst að samsteypustjórn Ernu Solberg er fallin og vinstri stjórn er í kortunum. Eftir að misferli Ropstads lá fyrir steig hann fram í gær og baðst afsökunar, en ætlaði að sitja sem fastast, bæði á ráðherrastól og sem formaður. ´ Í morgun var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Ropstad tilkynnti um afsögn. „Það er rétt rúmur sólarhringur síðan ég stóð hér síðast. Í gær fannst mér mikilvægast að biðjast afsökunar. Síðasta sólarhring hef ég fengið tóm til að andarólega, stíga eitt skref til baka og íhuga stöðuna fyrir flokkinn, mína nánustu og sjálfan mig,“ sagði hann og bætti við að hann hafði fundið stuðning flokksfélaga sinna, en rétt væri að annar tæki nú við keflinu. Hann hafi einnig tilkynnt forsætisráðherra afsögn úr ráðherrastóli, í gærkvöldi. „Hún sýndi því skilning. Ég vil þakka Ernu Solberg fyrir traustið sem hún hefur sýnt mér. Það var heiður að fá að sitja í ríkisstjórn og ég er stoltur af framlagi KrF. Noregur Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Ropstad fékk, sem þingmaður, niðurgreiðslu á húsnæði í Osló og taldi fram leigugreiðslur til foreldra sinna þar sem hann gisti á æskuheimili sínu. Síðar kom í ljós að hann hafði sannarlega ekki greitt foreldrum sínum krónu, og þannig komist undan því að greiða 175.000 norskar krónur í skatt, sem nemur hátt í þremur milljónum íslenskra króna. Flokkur hans fékk harða útreið í nýafstöðnum kosningum og ljóst að samsteypustjórn Ernu Solberg er fallin og vinstri stjórn er í kortunum. Eftir að misferli Ropstads lá fyrir steig hann fram í gær og baðst afsökunar, en ætlaði að sitja sem fastast, bæði á ráðherrastól og sem formaður. ´ Í morgun var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Ropstad tilkynnti um afsögn. „Það er rétt rúmur sólarhringur síðan ég stóð hér síðast. Í gær fannst mér mikilvægast að biðjast afsökunar. Síðasta sólarhring hef ég fengið tóm til að andarólega, stíga eitt skref til baka og íhuga stöðuna fyrir flokkinn, mína nánustu og sjálfan mig,“ sagði hann og bætti við að hann hafði fundið stuðning flokksfélaga sinna, en rétt væri að annar tæki nú við keflinu. Hann hafi einnig tilkynnt forsætisráðherra afsögn úr ráðherrastóli, í gærkvöldi. „Hún sýndi því skilning. Ég vil þakka Ernu Solberg fyrir traustið sem hún hefur sýnt mér. Það var heiður að fá að sitja í ríkisstjórn og ég er stoltur af framlagi KrF.
Noregur Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira