Norskur ráðherra: Segir af sér vegna skattaklandurs Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 13:24 Kjell Ingolf Ropstad, sem hér sést hægra megin við Ernu Solberg forsætisráðherra, sagði af sér embætti sem barnamálaráðherra og formanns Kristilega þjóðarflokksins í dag. Hann hafði orðið uppvís af skattamisferli. Mynd Kjell Ingolf Ropstad, barna-. fjölskyldu og kirkjumálaráðherra og formaður Kristilega þjóðarflokksins (KrF) í Noregi, sagði af sér á blaðamannafundi í morgun eftir að fjölmiðlar höfðu flett ofan af skattamisferli hans. Ropstad fékk, sem þingmaður, niðurgreiðslu á húsnæði í Osló og taldi fram leigugreiðslur til foreldra sinna þar sem hann gisti á æskuheimili sínu. Síðar kom í ljós að hann hafði sannarlega ekki greitt foreldrum sínum krónu, og þannig komist undan því að greiða 175.000 norskar krónur í skatt, sem nemur hátt í þremur milljónum íslenskra króna. Flokkur hans fékk harða útreið í nýafstöðnum kosningum og ljóst að samsteypustjórn Ernu Solberg er fallin og vinstri stjórn er í kortunum. Eftir að misferli Ropstads lá fyrir steig hann fram í gær og baðst afsökunar, en ætlaði að sitja sem fastast, bæði á ráðherrastól og sem formaður. ´ Í morgun var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Ropstad tilkynnti um afsögn. „Það er rétt rúmur sólarhringur síðan ég stóð hér síðast. Í gær fannst mér mikilvægast að biðjast afsökunar. Síðasta sólarhring hef ég fengið tóm til að andarólega, stíga eitt skref til baka og íhuga stöðuna fyrir flokkinn, mína nánustu og sjálfan mig,“ sagði hann og bætti við að hann hafði fundið stuðning flokksfélaga sinna, en rétt væri að annar tæki nú við keflinu. Hann hafi einnig tilkynnt forsætisráðherra afsögn úr ráðherrastóli, í gærkvöldi. „Hún sýndi því skilning. Ég vil þakka Ernu Solberg fyrir traustið sem hún hefur sýnt mér. Það var heiður að fá að sitja í ríkisstjórn og ég er stoltur af framlagi KrF. Noregur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Ropstad fékk, sem þingmaður, niðurgreiðslu á húsnæði í Osló og taldi fram leigugreiðslur til foreldra sinna þar sem hann gisti á æskuheimili sínu. Síðar kom í ljós að hann hafði sannarlega ekki greitt foreldrum sínum krónu, og þannig komist undan því að greiða 175.000 norskar krónur í skatt, sem nemur hátt í þremur milljónum íslenskra króna. Flokkur hans fékk harða útreið í nýafstöðnum kosningum og ljóst að samsteypustjórn Ernu Solberg er fallin og vinstri stjórn er í kortunum. Eftir að misferli Ropstads lá fyrir steig hann fram í gær og baðst afsökunar, en ætlaði að sitja sem fastast, bæði á ráðherrastól og sem formaður. ´ Í morgun var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn og Ropstad tilkynnti um afsögn. „Það er rétt rúmur sólarhringur síðan ég stóð hér síðast. Í gær fannst mér mikilvægast að biðjast afsökunar. Síðasta sólarhring hef ég fengið tóm til að andarólega, stíga eitt skref til baka og íhuga stöðuna fyrir flokkinn, mína nánustu og sjálfan mig,“ sagði hann og bætti við að hann hafði fundið stuðning flokksfélaga sinna, en rétt væri að annar tæki nú við keflinu. Hann hafi einnig tilkynnt forsætisráðherra afsögn úr ráðherrastóli, í gærkvöldi. „Hún sýndi því skilning. Ég vil þakka Ernu Solberg fyrir traustið sem hún hefur sýnt mér. Það var heiður að fá að sitja í ríkisstjórn og ég er stoltur af framlagi KrF.
Noregur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira