MK bannar böll vegna viðbjóðslegrar umgengni Snorri Másson skrifar 17. september 2021 21:29 Halla Margrét Hilmarsdóttir er formaður Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi. Stöð 2 Nemendur við Menntaskólann í Kópavogi eru vonsviknir og horfa öfundaraugum til annarra framhaldsskóla, sem fá loks að halda böll. Í MK eru böllin enn þá bönnuð. Ástæðan er ekki lengur sóttvarnir, heldur eru skólastjórnendur að refsa nemendum fyrir yfirgengilega slæma umgengni nýnema. Frá skólabyrjun hefur umgengni verið hin versta og skólastjórnendum er hætt að lítast á blikuna. Það fyllti síðan mælinn í upphafi viku búið var að leggja heilu baðherbergin í rúst með veggjakroti og öðrum ógeðfelldari skemmdarverkum. Jafnvel sáust ummerki þess að nemendur hefðu gengið örna sinna þar inni án þess að ganga alls kostar úr skugga um að úrgangurinn rataði ofan í klósett. Staðfest er að migið var í ruslatunnur. Fréttastofa kíkti í heimsókn í MK í dag: Þar að auki hefur sprittstöndum verið stolið, sem er í ætt við þjófnaðarfaraldur sem riðið hefur húsum í grunnskólum landsins, innblásinn af TikTok. Það ríkir sem sagt ófremdarástand í MK og stjórnendur skólans hafa gripið til sinna ráða: Engin böll þar til nemendur bæta ráð sitt, allir. Sjá einnig: „Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar“ Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari MK, segir að skólastjórnendum hafi verið nóg boðið þegar komið var í skólann á mánudaginn. Því hafi verið gripið til aðgerða. „Við treystum okkur bara ekki til að heimila til dæmis skólaböll sem eru haldin utan skóla, þar sem við erum að leigja sali úti í bæ, á meðan við getum ekki treyst því að umgengnin verði óaðfinnanleg,“ segir Guðríður. En hver gengur svona illa um? Aðallega nýnemar, segir formaður skólafélagsins, Halla Margrét Hilmarsdóttir. Henni finnst ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir hegðun af hálfu eins hóps. Skólastjórinn segir þó að nemendur þurfi bara að átta sig á að þau sem hópur þurfi að leiðrétta hvert annað ef eitthvert þeirra misstígur sig. Ef umgengnin batni, geti böll hafist á ný, en fyrr ekki. Fréttastofa ræddi við Birgi Ara Óskarsson, sem er á öðru ári en hefur aldrei farið á ball. Hann sagði þessar aðgerðir ósanngjarnar, enda væri umgengni hans sjálfs til dæmis til fyrirmyndar. „Ég vil mjög mikið fara á ball,“ sagði Birgir. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá því fyrr í vikunni um þjófnaðarfaraldurinn í Rimaskóla. Hann virðist ekki í rénun, ef marka má nýjustu tíðindi úr menntaskólum landsins. Kópavogur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira
Frá skólabyrjun hefur umgengni verið hin versta og skólastjórnendum er hætt að lítast á blikuna. Það fyllti síðan mælinn í upphafi viku búið var að leggja heilu baðherbergin í rúst með veggjakroti og öðrum ógeðfelldari skemmdarverkum. Jafnvel sáust ummerki þess að nemendur hefðu gengið örna sinna þar inni án þess að ganga alls kostar úr skugga um að úrgangurinn rataði ofan í klósett. Staðfest er að migið var í ruslatunnur. Fréttastofa kíkti í heimsókn í MK í dag: Þar að auki hefur sprittstöndum verið stolið, sem er í ætt við þjófnaðarfaraldur sem riðið hefur húsum í grunnskólum landsins, innblásinn af TikTok. Það ríkir sem sagt ófremdarástand í MK og stjórnendur skólans hafa gripið til sinna ráða: Engin böll þar til nemendur bæta ráð sitt, allir. Sjá einnig: „Kennarar ráðalausir vegna víðtæks en óskiljanlegs þjófnaðar“ Guðríður Eldey Arnardóttir, skólameistari MK, segir að skólastjórnendum hafi verið nóg boðið þegar komið var í skólann á mánudaginn. Því hafi verið gripið til aðgerða. „Við treystum okkur bara ekki til að heimila til dæmis skólaböll sem eru haldin utan skóla, þar sem við erum að leigja sali úti í bæ, á meðan við getum ekki treyst því að umgengnin verði óaðfinnanleg,“ segir Guðríður. En hver gengur svona illa um? Aðallega nýnemar, segir formaður skólafélagsins, Halla Margrét Hilmarsdóttir. Henni finnst ósanngjarnt að öllum sé refsað fyrir hegðun af hálfu eins hóps. Skólastjórinn segir þó að nemendur þurfi bara að átta sig á að þau sem hópur þurfi að leiðrétta hvert annað ef eitthvert þeirra misstígur sig. Ef umgengnin batni, geti böll hafist á ný, en fyrr ekki. Fréttastofa ræddi við Birgi Ara Óskarsson, sem er á öðru ári en hefur aldrei farið á ball. Hann sagði þessar aðgerðir ósanngjarnar, enda væri umgengni hans sjálfs til dæmis til fyrirmyndar. „Ég vil mjög mikið fara á ball,“ sagði Birgir. Hér að neðan má sjá umfjöllun frá því fyrr í vikunni um þjófnaðarfaraldurinn í Rimaskóla. Hann virðist ekki í rénun, ef marka má nýjustu tíðindi úr menntaskólum landsins.
Kópavogur Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Sjá meira