Leikjaiðnaðurinn skuldbindur sig til að tryggja kynferðislegt öryggi Snorri Másson skrifar 16. september 2021 12:41 Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda, og Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá CCP. Vísir/Sigurjón Leiðandi aðilar á íslenskum tölvuleikjamarkaði undirrituðu sérstakan sáttmála í dag þar sem þeir skuldbinda sig til að líða ekki kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi af neinu tagi innan sinna vinnustaða. Slíka óæskilega hegðun verði reynt að stöðva og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig ef hún á sér stað. „Við ætlum öll að hjálpast að við að fyrirbyggja að menning grasseri hér að áreitni, kynferðisleg eða önnur, niðurlægingar, hótanir, útskúfun, andlegt ofbeldi og ótti sé eitthvað sem geti orðið hið almenna. Auðvitað er þetta eitthvað sem er bara óásættanlegt og við erum bara hérna að staðfesta það saman að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja upp betri menningu,“ sagði Þorgeir Frímann Óðinsson, stjórnarformaður Samtaka leikjaframleiðanda á Íslandi og framkvæmdastjóri Directive Games. Kynferðisofbeldi og áreitni hefur verið mikið til umræðu innan alþjóðlega leikjaiðnaðarins undanfarin misseri. Þar hafa stórfyrirtæki á borð við hið bandaríska Blizzard Entertainment sagt upp fjölda starfsmanna í umfangsmiklum hneykslismálum sem tengjast ósæmilegri hegðun gagnvart samstarfsmönnum. Í samkomulaginu er kveðið á um að öll aðildarfyrirtæki umræddra sambanda móti eigin stefnu gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni, hafi aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir slíka hegðun, móti sér sanngjarnar málsmeðferðarreglur til að fylgja ef svona mál koma upp og að fyrirtækin styðji við þolendur. Dæmi er lýst um æskilega málsmeðferð: Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð. Vandamál í öllum fyrirtækjum Ásamt Samtökum leikjaframleiðenda höfðu Rafíþróttasamtök Íslands og GameMakersIceland einnig sinn fulltrúa á blaðamannafundi vegna sáttmálans í dag. Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP.Vísir/Sigurjón Þar tók einnig til máls Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP, sem er stærsta leikjafyrirtæki landsins. „Þetta er vandamál í öllum fyrirtækjum. Það er bara spurning hvort fyrirtækin búi til menningu þar sem það er leyfilegt og auðvelt að láta vita og hafi tæki og tól til að vinna með þetta. Því að það er erfitt að koma fram og segja frá því að einhver vinnufélagi hafi gert á þinn hlut. Við viljum bara búa til jarðveg fyrir fyrirtæki sem hafa heilbrigða menningu og lýsa því yfir að þau muni ekki þola slíka menningu,“ sagði Erna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Rafíþróttir MeToo Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
„Við ætlum öll að hjálpast að við að fyrirbyggja að menning grasseri hér að áreitni, kynferðisleg eða önnur, niðurlægingar, hótanir, útskúfun, andlegt ofbeldi og ótti sé eitthvað sem geti orðið hið almenna. Auðvitað er þetta eitthvað sem er bara óásættanlegt og við erum bara hérna að staðfesta það saman að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja upp betri menningu,“ sagði Þorgeir Frímann Óðinsson, stjórnarformaður Samtaka leikjaframleiðanda á Íslandi og framkvæmdastjóri Directive Games. Kynferðisofbeldi og áreitni hefur verið mikið til umræðu innan alþjóðlega leikjaiðnaðarins undanfarin misseri. Þar hafa stórfyrirtæki á borð við hið bandaríska Blizzard Entertainment sagt upp fjölda starfsmanna í umfangsmiklum hneykslismálum sem tengjast ósæmilegri hegðun gagnvart samstarfsmönnum. Í samkomulaginu er kveðið á um að öll aðildarfyrirtæki umræddra sambanda móti eigin stefnu gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni, hafi aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir slíka hegðun, móti sér sanngjarnar málsmeðferðarreglur til að fylgja ef svona mál koma upp og að fyrirtækin styðji við þolendur. Dæmi er lýst um æskilega málsmeðferð: Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð. Vandamál í öllum fyrirtækjum Ásamt Samtökum leikjaframleiðenda höfðu Rafíþróttasamtök Íslands og GameMakersIceland einnig sinn fulltrúa á blaðamannafundi vegna sáttmálans í dag. Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP.Vísir/Sigurjón Þar tók einnig til máls Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP, sem er stærsta leikjafyrirtæki landsins. „Þetta er vandamál í öllum fyrirtækjum. Það er bara spurning hvort fyrirtækin búi til menningu þar sem það er leyfilegt og auðvelt að láta vita og hafi tæki og tól til að vinna með þetta. Því að það er erfitt að koma fram og segja frá því að einhver vinnufélagi hafi gert á þinn hlut. Við viljum bara búa til jarðveg fyrir fyrirtæki sem hafa heilbrigða menningu og lýsa því yfir að þau muni ekki þola slíka menningu,“ sagði Erna í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð.
Rafíþróttir MeToo Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira