Leikjaiðnaðurinn skuldbindur sig til að tryggja kynferðislegt öryggi Snorri Másson skrifar 16. september 2021 12:41 Þorgeir F. Óðinsson, formaður Samtaka leikjaframleiðenda, og Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá CCP. Vísir/Sigurjón Leiðandi aðilar á íslenskum tölvuleikjamarkaði undirrituðu sérstakan sáttmála í dag þar sem þeir skuldbinda sig til að líða ekki kynferðislega áreitni eða kynbundið ofbeldi af neinu tagi innan sinna vinnustaða. Slíka óæskilega hegðun verði reynt að stöðva og koma í veg fyrir að hún endurtaki sig ef hún á sér stað. „Við ætlum öll að hjálpast að við að fyrirbyggja að menning grasseri hér að áreitni, kynferðisleg eða önnur, niðurlægingar, hótanir, útskúfun, andlegt ofbeldi og ótti sé eitthvað sem geti orðið hið almenna. Auðvitað er þetta eitthvað sem er bara óásættanlegt og við erum bara hérna að staðfesta það saman að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja upp betri menningu,“ sagði Þorgeir Frímann Óðinsson, stjórnarformaður Samtaka leikjaframleiðanda á Íslandi og framkvæmdastjóri Directive Games. Kynferðisofbeldi og áreitni hefur verið mikið til umræðu innan alþjóðlega leikjaiðnaðarins undanfarin misseri. Þar hafa stórfyrirtæki á borð við hið bandaríska Blizzard Entertainment sagt upp fjölda starfsmanna í umfangsmiklum hneykslismálum sem tengjast ósæmilegri hegðun gagnvart samstarfsmönnum. Í samkomulaginu er kveðið á um að öll aðildarfyrirtæki umræddra sambanda móti eigin stefnu gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni, hafi aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir slíka hegðun, móti sér sanngjarnar málsmeðferðarreglur til að fylgja ef svona mál koma upp og að fyrirtækin styðji við þolendur. Dæmi er lýst um æskilega málsmeðferð: Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð. Vandamál í öllum fyrirtækjum Ásamt Samtökum leikjaframleiðenda höfðu Rafíþróttasamtök Íslands og GameMakersIceland einnig sinn fulltrúa á blaðamannafundi vegna sáttmálans í dag. Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP.Vísir/Sigurjón Þar tók einnig til máls Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP, sem er stærsta leikjafyrirtæki landsins. „Þetta er vandamál í öllum fyrirtækjum. Það er bara spurning hvort fyrirtækin búi til menningu þar sem það er leyfilegt og auðvelt að láta vita og hafi tæki og tól til að vinna með þetta. Því að það er erfitt að koma fram og segja frá því að einhver vinnufélagi hafi gert á þinn hlut. Við viljum bara búa til jarðveg fyrir fyrirtæki sem hafa heilbrigða menningu og lýsa því yfir að þau muni ekki þola slíka menningu,“ sagði Erna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Rafíþróttir MeToo Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira
„Við ætlum öll að hjálpast að við að fyrirbyggja að menning grasseri hér að áreitni, kynferðisleg eða önnur, niðurlægingar, hótanir, útskúfun, andlegt ofbeldi og ótti sé eitthvað sem geti orðið hið almenna. Auðvitað er þetta eitthvað sem er bara óásættanlegt og við erum bara hérna að staðfesta það saman að við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að byggja upp betri menningu,“ sagði Þorgeir Frímann Óðinsson, stjórnarformaður Samtaka leikjaframleiðanda á Íslandi og framkvæmdastjóri Directive Games. Kynferðisofbeldi og áreitni hefur verið mikið til umræðu innan alþjóðlega leikjaiðnaðarins undanfarin misseri. Þar hafa stórfyrirtæki á borð við hið bandaríska Blizzard Entertainment sagt upp fjölda starfsmanna í umfangsmiklum hneykslismálum sem tengjast ósæmilegri hegðun gagnvart samstarfsmönnum. Í samkomulaginu er kveðið á um að öll aðildarfyrirtæki umræddra sambanda móti eigin stefnu gegn einelti, ofbeldi og kynferðislegri áreitni, hafi aðgerðaráætlun til að koma í veg fyrir slíka hegðun, móti sér sanngjarnar málsmeðferðarreglur til að fylgja ef svona mál koma upp og að fyrirtækin styðji við þolendur. Dæmi er lýst um æskilega málsmeðferð: Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð. Vandamál í öllum fyrirtækjum Ásamt Samtökum leikjaframleiðenda höfðu Rafíþróttasamtök Íslands og GameMakersIceland einnig sinn fulltrúa á blaðamannafundi vegna sáttmálans í dag. Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP.Vísir/Sigurjón Þar tók einnig til máls Erna Arnardóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá CCP, sem er stærsta leikjafyrirtæki landsins. „Þetta er vandamál í öllum fyrirtækjum. Það er bara spurning hvort fyrirtækin búi til menningu þar sem það er leyfilegt og auðvelt að láta vita og hafi tæki og tól til að vinna með þetta. Því að það er erfitt að koma fram og segja frá því að einhver vinnufélagi hafi gert á þinn hlut. Við viljum bara búa til jarðveg fyrir fyrirtæki sem hafa heilbrigða menningu og lýsa því yfir að þau muni ekki þola slíka menningu,“ sagði Erna í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Komi til kvörtunar vegna ofbeldis, eineltis eða áreitni eða mismununar af einhverju tagi skal vinnuveitandi: 1. Safna skal saman upplýsingum eins fljótt og auðið er. 2. Ræða einslega við þolanda, geranda og vitni, þar sem aðilar skulu eiga kost á að koma skoðun sinni og upplifun á framfæri. 3. Grípa til viðeigandi ráðstafana og ef þörf krefur óska eftir utanaðkomandi aðstoð.
Rafíþróttir MeToo Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Sjá meira