Heimir Guðjónsson gerði Valsmenn að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta ári með liðið og liðið tapaði aðeins tveimur leikjum samanlagt í 21 deildar- og bikarleik í fyrra.
Íslandsmeistaratitil og liðið var komin í undanúrslit bikarsins þegar þeirri keppni var aflýst.
Síðustu 24 dagar hafa verið Valsmönnum vandræðalega erfiður og má segja að það sé í raun algjört hrun á Hlíðarenda.
Valsmenn féllu úr Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á móti Lengjudeildarliði Vestra í gær en hafði áður tapað þremur leikjum í röð í Pepsi Max deildinni.
Töpin í Pepsi Max deildinni voru 2-1 á móti Víkingum 22. ágúst, 2-1 tap á móti Stjörnunni 28. ágúst og loks 3-0 tap á móti Blikum 11. september.
Valsmenn töpuðu tveimur síðustu leikjunum fyrir landsleikjahlé og hafa síðan tapað tveimur fyrstu leikjunum eftir landsleikjagluggan líka.
Valur á ekki lengur möguleika á því að vinna titil á tímabilinu og er komið alla leið niður í fimmta sæti í Pepsi Max deildinni. Evrópusæti er því eiginlega bara vonin ein.
- Valur allt 2020 tímabilið í deild og bikar
- 21 leikur
- 17 sigrar
- 2 töp
- +39 í markatölu (58-19)
- -
- Valur 2021 tímabilið fyrir 20. ágúst í deild og bikar:
- 19 leikir
- 13 sigrar
- 3 töp
- +21 í markatölu (36-15)
- -
- Valur 2021 tímabilið eftir 20. ágúst í deild og bikar:
- 4 leikir
- 0 sigrar
- 4 töp
- -6 í markatölu (3-9)