Grímuskylda í leikskólum borgarinnar að minnsta kosti fram að mánaðamótum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. september 2021 09:32 Grímuskylda verður áfram í gildi á leikskólum Reykjavíkurborgar, að minnsta kosti fram að mánaðamótum. Vísir/Vilhelm Ákveðið var á fundi hjá Reykjavíkurborg í morgun að viðhalda og ítreka grímuskyldu í leik- og grunnskólum borgarinnar fram að mánaðamótum. Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að flestir þeir sem sæta einangrun þessa dagana eru börn á yngsta og miðstigi grunnskóla. Þetta sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi rétt í þessu. „Þetta verður endurskoðað um mánaðamótin í ljósi þess hvað þessar afléttingar núna bera í skauti sér. Og þá verður bólusetning unglinga komin í fulla virkni þannig að við gerum ráð fyrir afléttingum fyrir unglingastigið,“ segir hann. Helgi segir borgaryfirvöld meðvituð um að nú sé aðlögun í fullum gangi á leikskólunum en aðstæður séu víða þannig að ef foreldrar séu að dvelja langdvölum inni á leikskólunum sé ekki hægt að tryggja framfylgni við sóttvarnareglur. Hann bendir á að samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknir og reglugerð heilbrigðisráðherra þá sé ennþá grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja metra fjarlægð milli einstaklinga. „Í staðinn fyrir að meta aðstæður í hverju og einu húsi þá höfum við þetta að meginreglu að fyrri viðmið um grímuskyldu séu virt,“ segir Helgi. Sama gildi um foreldra með börn í aðlögun og foreldra sem eru að koma með börnin og/eða sækja þau. Helgi segir að þrátt fyrir að börn verði yfirleitt lítið veik í kjölfar kórónuveirusmits, þá snúist þetta um að standa vörð um þau. „Hvort sem um er að ræða sýnatöku, sóttkví eða einangrun þá vita allir foreldrar að þetta er mjög erfitt fyrir börnin. Og nú er vissulega unglingur sem liggur inni á spítala vegna Covid og það er áminning til okkar um að við erum stödd á þeim stað að það eru börnin sem eru helst að smitast og að á komandi dögum þurfum við að sýna ögn meira aðhald gagnvart börnunum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Þetta sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, í samtali við Vísi rétt í þessu. „Þetta verður endurskoðað um mánaðamótin í ljósi þess hvað þessar afléttingar núna bera í skauti sér. Og þá verður bólusetning unglinga komin í fulla virkni þannig að við gerum ráð fyrir afléttingum fyrir unglingastigið,“ segir hann. Helgi segir borgaryfirvöld meðvituð um að nú sé aðlögun í fullum gangi á leikskólunum en aðstæður séu víða þannig að ef foreldrar séu að dvelja langdvölum inni á leikskólunum sé ekki hægt að tryggja framfylgni við sóttvarnareglur. Hann bendir á að samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknir og reglugerð heilbrigðisráðherra þá sé ennþá grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja metra fjarlægð milli einstaklinga. „Í staðinn fyrir að meta aðstæður í hverju og einu húsi þá höfum við þetta að meginreglu að fyrri viðmið um grímuskyldu séu virt,“ segir Helgi. Sama gildi um foreldra með börn í aðlögun og foreldra sem eru að koma með börnin og/eða sækja þau. Helgi segir að þrátt fyrir að börn verði yfirleitt lítið veik í kjölfar kórónuveirusmits, þá snúist þetta um að standa vörð um þau. „Hvort sem um er að ræða sýnatöku, sóttkví eða einangrun þá vita allir foreldrar að þetta er mjög erfitt fyrir börnin. Og nú er vissulega unglingur sem liggur inni á spítala vegna Covid og það er áminning til okkar um að við erum stödd á þeim stað að það eru börnin sem eru helst að smitast og að á komandi dögum þurfum við að sýna ögn meira aðhald gagnvart börnunum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira