Mannréttindi, ekki munaðarvara Gunnar Karl Ólafsson skrifar 15. september 2021 08:31 Við þurfum að bæta heilbrigðiskerfi okkar. Til þess þurfum við að vita hvert við ætlum að stefna, hvaða breytingar þarf til. Það þarf að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi og að hún sé samfélagslegt verkefni og viðurkenna um leið að þessi þjónusta er verkefni hins opinbera að mestu leyti. Þá fyrst hefjum við góða stefnumótun til framtíðar. Að færa heilbrigðisþjónustu frá hinu opinbera í einkarekstur er einkavæðing, annað er útúrsnúningur. Embætti landlæknis gerði úttekt árið 2017 sem sýnir fram á að fjöldi óþarfa aðgerða eru gerðar á einkareknum læknastofum og kostnaðurinn hlaupi á hundruðum miljóna sem að ríkið greiðir að mestu . Raunútgjöld ríkisins til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hafa aukist um 40% frá 2010 til 2017 á meðan að raunútgjöld til reksturs opinberrar þjónustu dróst saman um 10%. Leiðin áfram er að hlusta á heilbrigðisstarfsfólk, fjárfesta í og byggja upp félagslegt heilbrigðiskerfi. En samkvæmt rannsóknum þá skila félagsleg heilbrigðiskerfi lang bestu aðgengi og þjónustustigi ásamt því að kostnaðurinn þar er lægstur. Þar á eftir koma blönduð kerfi og allra lakasta staðan er í einkareknum kerfum. Það er því ljóst að aukinn einkarekstur er ekki lausnin við vandanum né það sem að almenningur vill gera, en samkvæmt könnunum er mjög lítill stuðningur við að einkaaðilar reki nokkurn skapaðan hlut í heilbrigðiskerfinu okkar. Því fyrr sem að við tökum ákvörðun um að hætta að þrengja að félagslega heilbrigðiskerfinu okkar, því fyrr getur heilbrigðiskerfið risið á ný og þjónustað okkur á manneskjulegan hátt. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn eftir kosningar, því að atkvæði með núverandi ríkisstjórn er atkvæði með frekari einkavæðingu, minna eftirliti og dýrara heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem ætlar að beita sér að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samtali við heilbrigðisstarfsfólk, ráðast í aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðisgreinunum, byggja upp þreytta innvið og stytta biðlista með því að auka fjármagn til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Við verðum að taka ákvörðun sem þjóð að heilbrigðisþjónusta sé mannréttindi, ekki munaðarvara. Höfundur er í 18. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Við þurfum að bæta heilbrigðiskerfi okkar. Til þess þurfum við að vita hvert við ætlum að stefna, hvaða breytingar þarf til. Það þarf að líta á heilbrigðisþjónustu sem mannréttindi og að hún sé samfélagslegt verkefni og viðurkenna um leið að þessi þjónusta er verkefni hins opinbera að mestu leyti. Þá fyrst hefjum við góða stefnumótun til framtíðar. Að færa heilbrigðisþjónustu frá hinu opinbera í einkarekstur er einkavæðing, annað er útúrsnúningur. Embætti landlæknis gerði úttekt árið 2017 sem sýnir fram á að fjöldi óþarfa aðgerða eru gerðar á einkareknum læknastofum og kostnaðurinn hlaupi á hundruðum miljóna sem að ríkið greiðir að mestu . Raunútgjöld ríkisins til einkarekinnar heilbrigðisþjónustu hafa aukist um 40% frá 2010 til 2017 á meðan að raunútgjöld til reksturs opinberrar þjónustu dróst saman um 10%. Leiðin áfram er að hlusta á heilbrigðisstarfsfólk, fjárfesta í og byggja upp félagslegt heilbrigðiskerfi. En samkvæmt rannsóknum þá skila félagsleg heilbrigðiskerfi lang bestu aðgengi og þjónustustigi ásamt því að kostnaðurinn þar er lægstur. Þar á eftir koma blönduð kerfi og allra lakasta staðan er í einkareknum kerfum. Það er því ljóst að aukinn einkarekstur er ekki lausnin við vandanum né það sem að almenningur vill gera, en samkvæmt könnunum er mjög lítill stuðningur við að einkaaðilar reki nokkurn skapaðan hlut í heilbrigðiskerfinu okkar. Því fyrr sem að við tökum ákvörðun um að hætta að þrengja að félagslega heilbrigðiskerfinu okkar, því fyrr getur heilbrigðiskerfið risið á ný og þjónustað okkur á manneskjulegan hátt. Þess vegna þurfum við nýja ríkisstjórn eftir kosningar, því að atkvæði með núverandi ríkisstjórn er atkvæði með frekari einkavæðingu, minna eftirliti og dýrara heilbrigðiskerfi fyrir okkur öll. Við þurfum nýja ríkisstjórn sem ætlar að beita sér að uppbyggingu heilbrigðiskerfisins með samtali við heilbrigðisstarfsfólk, ráðast í aðgerðir gegn undirmönnun í heilbrigðisgreinunum, byggja upp þreytta innvið og stytta biðlista með því að auka fjármagn til opinberrar heilbrigðisþjónustu. Við verðum að taka ákvörðun sem þjóð að heilbrigðisþjónusta sé mannréttindi, ekki munaðarvara. Höfundur er í 18. sæti Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun