Chelsea hóf titilvörnina á sigri Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. september 2021 20:56 Romelu Lukaku tryggði Chelsea stigin þrjú í kvöld. Clive Rose/Getty Images Evrópumeistarar Chelsea hófu titilvörn sína á heimavelli sínum á Stamford Bridge á móti rússnesku meisturunum í Zenit frá Sankti Pétursborg í kvöld. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0. Heimamenn voru mun meira með boltann í kvöld og stjórnuðu leiknum mikið til. Það reyndist þó erfitt að skapa opin marktækifæri og því var markalaust þegar að flautað var til hálfleiks. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik, en það var ekki fyrr en að um tuttugu mínútur voru til leiksloka að Evrópumeistararnir náðu loks að brjóta ísinn. Cesar Azpilicueta átti þá fína fyrirgjöf sem fann kollinn á Romelu Lukaku. Hann gerði engin mistök og stýrði boltanum í netið. Þetta reyndist eina mark leiksins og Chelsea fór því með 1-0 sigur af hólmi og byrjar titilvörnina á þremur stigum í H-riðli. Meistaradeild Evrópu
Evrópumeistarar Chelsea hófu titilvörn sína á heimavelli sínum á Stamford Bridge á móti rússnesku meisturunum í Zenit frá Sankti Pétursborg í kvöld. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0. Heimamenn voru mun meira með boltann í kvöld og stjórnuðu leiknum mikið til. Það reyndist þó erfitt að skapa opin marktækifæri og því var markalaust þegar að flautað var til hálfleiks. Það sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik, en það var ekki fyrr en að um tuttugu mínútur voru til leiksloka að Evrópumeistararnir náðu loks að brjóta ísinn. Cesar Azpilicueta átti þá fína fyrirgjöf sem fann kollinn á Romelu Lukaku. Hann gerði engin mistök og stýrði boltanum í netið. Þetta reyndist eina mark leiksins og Chelsea fór því með 1-0 sigur af hólmi og byrjar titilvörnina á þremur stigum í H-riðli.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti