

Keppni hinna bestu í Evrópu.
Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í dag í pottinum annan daginn í röð í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu.
Dregið var í hádeginu í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í pottinum.
Cristiano Ronaldo hefur verið duglegur að tala niður og gera lítið úr verðlaunaafhendingu Gullknattarins, Ballon d’Or, eftir að hann hætti að blanda sér í baráttuna.
Hluti af upphitun Stöðvar 2 Sport fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu var að Albert Brynjar Ingason valdi tíu bestu augnablik tímabilsins. Hákon Arnar Haraldsson kom við sögu.
Khvicha Kvaratskhelia, einn af markaskorurum París Saint-Germain í ótrúlegum 5-0 sigri á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu, var heldur stuttorður er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik.
Xana Enrique var aðeins níu ára gömul þegar hún lést eftir baráttu við krabbamein. Luis Enrique, föður hennar, dreymdi um að heiðra minningu hennar og það fékk hann eftir ótrúlegan 5-0 sigur lærisveina sinna í París Saint-Germain á Inter Milan í úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Hinn 55 ára gamli Luis Enrique varð í kvöld hluti af fámennum sex manna hópi sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu með tveimur mismunandi liðum.
París Saint-Germain er sigurvegari Meistaradeildar Evrópu eftir ótrúlegan 5-0 sigur á Inter Milan. Um er að ræða stærsta sigur í sögu Meistaradeildarinnar frá upphafi.
París Saint-Germain stóð uppi sem sigurvegari Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta eftir ótrúlegan 5-0 sigur á Inter á Allianz-vellinum í Þýskalandi. Um er að ræða stærsta sigur í sögu Meistaradeildar Evrópu sem og forvera hennar.
Leikmenn Inter munu spila með sorgarbönd á handleggnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld, til minningar um fyrrum eiganda og forseta félagsins, Ernesto Pellegrini, sem féll frá í morgun.
Paris Saint Germain og Inter Milan mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á Allianz Arena í Munchen í kvöld. Þar eru Guðmundur Benediktsson og Kjartan Henry Finnbogason staddir og munu lýsa herlegheitunum þaðan í kvöld.
Frakkar gera miklar öryggisráðstafanir fyrir morgundaginn þótt að þeir hýsi ekki sjálfir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í ár.
Í liðinni viku lauk undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu og nú er ljóst að Inter frá Mílanó á Ítalíu mun mæta París Saint-Germain frá Frakklandi. Bæði lið geta þakkað markvörðum sínum fyrir en báðir voru stórfenglegir milli stanganna í undanúrslitaeinvígum liða sinna.
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint Germain, missti sína stærstu stjörnu til Real Madrid fyrir tímabilið en er þrátt fyrir það búinn að koma Paris Saint Germain alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Í fyrsta sinn í sögu Meistaradeildar Evrópu mun eitt land eiga sex lið í keppninni á næstu leiktíð, nú þegar ljóst er orðið að sex lið úr ensku úrvalsdeildinni verða í hópi þeirra 36 sem spila í Meistaradeildinni í haust.
Skiljanlega var létt yfir Luis Enrique, knattspyrnustjóra Paris Saint-Germain, eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í gær. Hann nýtti tækifærið og skaut létt á þá sem hafa efast um styrk frönsku úrvalsdeildarinnar.
Strákarnir í Meistaradeildarmörkunum hrósuðu Gianluigi Donnarumma, markverði Paris Saint-Germain, fyrir frammistöðu hans í sigrinum á Arsenal í gær.
Paris Saint-Germain komst í gær í úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sigur á Arsenal, 2-1, á heimavelli. Fabián Ruiz og Achraf Hakimi skoruðu mörk Parísarliðsins en Bukayo Saka skoraði fyrir Skytturnar.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að fara að sýna að hann sé sigurvegari. Þetta segir fótboltaritstjóri BBC. Hann telur þó ekki að starf Arteta sé í hættu.
Þeir sem fylgjast með umfjöllun TNT Sports um Meistaradeildina tóku eftir því að það vantaði Rio Ferdinand i umfjöllun stöðvarinnar um seinni undanúrslitaleikina í Meistaradeildinni.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög svekktur eftir að Arsenal datt út úr Meistaradeildinni í kvöld. Arsenal mun því ekki vinna titil á þessu tímabili.
Achraf Hakimi var mjög kátur eftir sigur Paris Saint Germain á Arsenal í Meistaradeildinni í kvöld. PSG vann 2-1 og þar með 3-1 samanlagt. Úrslitaleikur á móti Internazionale bíður því í München.
Paris Saint-Germain komst í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 2-1 sigur á Arsenal í seinni undanúrslitaleik liðanna.
Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, talaði um Liverpool á blaðamannafundi sínum fyrir seinni undanúrslitaleikinn í Meistaradeildinni á móti Paris Saint Germain.