Stöðugleiki fyrir heimilin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 15. september 2021 07:01 Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið. Pólitískur stöðugleiki er vissulega mikilvægur. Það skiptir máli að ríkisstjórnir sitji stöðugar milli reglubundinna kosninga. Ríkisstjórnin hefur staðið sig í þessu. Hún má eiga það. Það er gott. En vandinn er að forystumenn hennar telja nóg að stöðugri setu þeirra á ráðherrastólum sé ekki raskað. Í mínum huga þarf stöðugleiki að hafa miklu víðtækari skírskotun. Heimilin þarfnast stöðugleika. Og fyrirtækin þarfnast líka stöðugleika, ekki síst litlu vaxtarsprotarnir í þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Ungu fjölskyldurnar, sem eru í miðjum klíðum að koma sér þaki yfir höfuðið, þurfa einmitt núna, þegar við frambjóðendurnir erum í kosningabaráttu, að finna leiðir til að til að greiða tugi þúsunda króna í hærri vexti en þær höfðu reiknað með þegar lánið var tekið. Það er hinn kaldi veruleiki. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja við þessar fjölskyldur að þetta sé heilbrigðismerki og sýni hversu vel henni hafi tekist í glímu við efnahagslegar afleiðingar veirunnar. Á sama tíma eru fjölskyldur á öðrum Norðurlöndum og úti um alla Evrópu að greiða sömu mánaðarlegu afborganirnar af húsnæðislánum sínum. Þær búa við raunverulegan stöðugleika. Þeirra ríkisstjórnir hafa líka glímt við efnahagslegar afleiðingar farsóttarinnar. Munurinn er að þær búa við stöðugan gjaldmiðil. Og þær hafa einmitt þess vegna verið fljótari en við að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur. Til að gæta allrar sanngirni held ég að Seðlabankinn hafi stjórnað krónunni eins og best verður á kosið. En það besta sem við fáum út úr krónunni skapar ekki þann stöðugleika fyrir heimilin sem við viljum berjast fyrir. Fjölskylda á Íslandi á að geta notið sama stöðugleika og fjölskylda í Danmörku. Þegar keypt er í matinn eða fjárfest í fasteign. En það gerist ekki meðan við höfum ríkisstjórn sem lítur á tvöfalt meiri verðbólgu og tvöfalt hraðari vaxtahækkanir en annars staðar sem stöðugleika og góðan árangur. Þetta er líka spurning um réttlæti því að sumir í okkar samfélagi fá að starfa utan krónuhagkerfisins meðan almenningur situr upp með hina flöktandi krónu. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Það kæmi mér ekki á óvart að stöðugleiki sé það orð sem mest er notað í þessari kosningabaráttu. En það eru ekki allir að tala um það sama þótt þeir noti sama orðið. Pólitískur stöðugleiki er vissulega mikilvægur. Það skiptir máli að ríkisstjórnir sitji stöðugar milli reglubundinna kosninga. Ríkisstjórnin hefur staðið sig í þessu. Hún má eiga það. Það er gott. En vandinn er að forystumenn hennar telja nóg að stöðugri setu þeirra á ráðherrastólum sé ekki raskað. Í mínum huga þarf stöðugleiki að hafa miklu víðtækari skírskotun. Heimilin þarfnast stöðugleika. Og fyrirtækin þarfnast líka stöðugleika, ekki síst litlu vaxtarsprotarnir í þekkingariðnaði og ferðaþjónustu. Ungu fjölskyldurnar, sem eru í miðjum klíðum að koma sér þaki yfir höfuðið, þurfa einmitt núna, þegar við frambjóðendurnir erum í kosningabaráttu, að finna leiðir til að til að greiða tugi þúsunda króna í hærri vexti en þær höfðu reiknað með þegar lánið var tekið. Það er hinn kaldi veruleiki. Talsmenn ríkisstjórnarinnar segja við þessar fjölskyldur að þetta sé heilbrigðismerki og sýni hversu vel henni hafi tekist í glímu við efnahagslegar afleiðingar veirunnar. Á sama tíma eru fjölskyldur á öðrum Norðurlöndum og úti um alla Evrópu að greiða sömu mánaðarlegu afborganirnar af húsnæðislánum sínum. Þær búa við raunverulegan stöðugleika. Þeirra ríkisstjórnir hafa líka glímt við efnahagslegar afleiðingar farsóttarinnar. Munurinn er að þær búa við stöðugan gjaldmiðil. Og þær hafa einmitt þess vegna verið fljótari en við að fá hjól atvinnulífsins til að snúast aftur. Til að gæta allrar sanngirni held ég að Seðlabankinn hafi stjórnað krónunni eins og best verður á kosið. En það besta sem við fáum út úr krónunni skapar ekki þann stöðugleika fyrir heimilin sem við viljum berjast fyrir. Fjölskylda á Íslandi á að geta notið sama stöðugleika og fjölskylda í Danmörku. Þegar keypt er í matinn eða fjárfest í fasteign. En það gerist ekki meðan við höfum ríkisstjórn sem lítur á tvöfalt meiri verðbólgu og tvöfalt hraðari vaxtahækkanir en annars staðar sem stöðugleika og góðan árangur. Þetta er líka spurning um réttlæti því að sumir í okkar samfélagi fá að starfa utan krónuhagkerfisins meðan almenningur situr upp með hina flöktandi krónu. Höfundur er formaður Viðreisnar og oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun