Að veikjast utan opnunartíma – íslenskur veruleiki af landsbyggðunum Bjarki Eiríksson skrifar 14. september 2021 11:32 Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu. Sem betur fer er þó hægt að komast undir hendur lækna og/eða hjúkrunarfræðinga með góðu móti á tiltölulega skömmum tíma og fá bót meina barna sinna, og síns sjálfs að sjálfsögðu. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki okkar sem búum á landsbyggðunum. Undirritaður býr á Hellu í Rangárþingi Ytra. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur heilsugæslustöðvar á Hellu og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en einnig í Hveragerði, Laugarási og Þorlákshöfn, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Þá eru heilbrigðisstofnanir reknar á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Opnunartími heilsugæslustöðvanna á Hellu og Hvolsvelli var lengi vel frá klukkan 8-16 en með styttingu vinnutíma loka þær nú klukkan 15 á daginn, lokað er um helgar og á sumrin er stöðvunum lokað á víxl. Í sumar var stöðin á Hellu lokuð. Afleiðingin er sú að þegar við, íbúar Rangárvallasýslu, veikjumst utan opnunartíma heilsugæslustöðvanna, þ.e. eftir klukkan 15, neyðumst við oftar en ekki til þess að leggja á okkur langt ferðalag til að fá bót meina okkar. Þótt læknir sé á svæðinu er hann ekki kallaður út heldur er okkur gert að keyra alla leið á Selfoss til að komast undir læknishendur. Rétt er að benda á að auðvitað geta verið undantekningar á þessu eins og í mjög alvarlegum tilfellum, eins og þegar svokölluð F1 og F2 útköll eru, (sem eru forgangsaksturs útköll á miklum eða mestum hraða) bílslys verða, hjartaáföll o.s.frv. Nú er hrein ágiskun en ég á erfitt með að ímynda mér að íbúar höfuðborgarsvæðisins sættu sig við að þurfa að keyra alla leið á Selfoss eða Akranes ef þeir beinbrytu sig á crossfit kvöldæfingunni eða dyttu harkalega af hjólinu á leiðinni heim frá vinnu. Tökum dæmi. Vegalengdin frá Skógum á Selfoss er 97 km (til samanburðar eru 95 km milli Reykjavíkur og Hellu). Komi upp að manneskja slasi sig þar klukkan 16 að sumri til og þurfi á sjúkraflutningum að halda er ferlið svona: Slys – Útkall frá 112 - sjúkrabíll leggur af stað frá Hvolsvelli… það er að segja ef bíllinn er ekki í sjúkraflutningum annars staðar. Sjúkrabíllinn er u.þ.b. 25 mínútur á staðinn og kominn um klukkustund eftir að hann leggur af stað frá Skógum á Selfoss. Það líður því vel á aðra klukkustund frá slysi þar til sjúklingurinn fær viðunandi meðhöndlun. Þetta dæmi er meira að segja sett upp við bestu mögulegu aðstæður og miðað við að hægt sé að fá myndgreiningu og blóðprufur framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á þessum tíma. Ef slysið ætti sér stað að nóttu til myndu um 15 mínútur bætast við viðbragðstíma sjúkraflutningabíls og keyrt væri alla leið til Reykjavíkur til meðhöndlunar. Það sér hver sem vill að þetta er með öllu óviðunandi. Við fólkið á landsbyggðunum eigum ekki að upplifa okkur sem annars flokks borgara og þurfa að óttast að heilsa okkar og öryggi sé ekki metin að jöfnu við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf að íbúar landsbyggðanna hafi aðgengi að læknisþjónustu eftir klukkan 15 á virkum dögum og um helgar án þess að þurfa að leggja á sig langt ferðalag því mínútur geta bókstaflega skilið á milli lífs og dauða. Höfundur skipar 9. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Heilbrigðismál Byggðamál Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Margir foreldrar kannast við að þurfa að bruna um miðja nótt niður á Landspítala með barn með svæsna eyrnabólgu sem verður að meðhöndla strax. Aðrir ættu líka að þekkja það að keyra akút niður á bráðamóttöku með unglinginn sinn með heilahristing sem hann hlaut á íþróttaæfingu. Sem betur fer er þó hægt að komast undir hendur lækna og/eða hjúkrunarfræðinga með góðu móti á tiltölulega skömmum tíma og fá bót meina barna sinna, og síns sjálfs að sjálfsögðu. Þetta er hinsvegar ekki raunveruleiki okkar sem búum á landsbyggðunum. Undirritaður býr á Hellu í Rangárþingi Ytra. Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) rekur heilsugæslustöðvar á Hellu og Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en einnig í Hveragerði, Laugarási og Þorlákshöfn, Vík í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Þá eru heilbrigðisstofnanir reknar á Selfossi, Vestmannaeyjum og Hornafirði. Opnunartími heilsugæslustöðvanna á Hellu og Hvolsvelli var lengi vel frá klukkan 8-16 en með styttingu vinnutíma loka þær nú klukkan 15 á daginn, lokað er um helgar og á sumrin er stöðvunum lokað á víxl. Í sumar var stöðin á Hellu lokuð. Afleiðingin er sú að þegar við, íbúar Rangárvallasýslu, veikjumst utan opnunartíma heilsugæslustöðvanna, þ.e. eftir klukkan 15, neyðumst við oftar en ekki til þess að leggja á okkur langt ferðalag til að fá bót meina okkar. Þótt læknir sé á svæðinu er hann ekki kallaður út heldur er okkur gert að keyra alla leið á Selfoss til að komast undir læknishendur. Rétt er að benda á að auðvitað geta verið undantekningar á þessu eins og í mjög alvarlegum tilfellum, eins og þegar svokölluð F1 og F2 útköll eru, (sem eru forgangsaksturs útköll á miklum eða mestum hraða) bílslys verða, hjartaáföll o.s.frv. Nú er hrein ágiskun en ég á erfitt með að ímynda mér að íbúar höfuðborgarsvæðisins sættu sig við að þurfa að keyra alla leið á Selfoss eða Akranes ef þeir beinbrytu sig á crossfit kvöldæfingunni eða dyttu harkalega af hjólinu á leiðinni heim frá vinnu. Tökum dæmi. Vegalengdin frá Skógum á Selfoss er 97 km (til samanburðar eru 95 km milli Reykjavíkur og Hellu). Komi upp að manneskja slasi sig þar klukkan 16 að sumri til og þurfi á sjúkraflutningum að halda er ferlið svona: Slys – Útkall frá 112 - sjúkrabíll leggur af stað frá Hvolsvelli… það er að segja ef bíllinn er ekki í sjúkraflutningum annars staðar. Sjúkrabíllinn er u.þ.b. 25 mínútur á staðinn og kominn um klukkustund eftir að hann leggur af stað frá Skógum á Selfoss. Það líður því vel á aðra klukkustund frá slysi þar til sjúklingurinn fær viðunandi meðhöndlun. Þetta dæmi er meira að segja sett upp við bestu mögulegu aðstæður og miðað við að hægt sé að fá myndgreiningu og blóðprufur framkvæmdar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi á þessum tíma. Ef slysið ætti sér stað að nóttu til myndu um 15 mínútur bætast við viðbragðstíma sjúkraflutningabíls og keyrt væri alla leið til Reykjavíkur til meðhöndlunar. Það sér hver sem vill að þetta er með öllu óviðunandi. Við fólkið á landsbyggðunum eigum ekki að upplifa okkur sem annars flokks borgara og þurfa að óttast að heilsa okkar og öryggi sé ekki metin að jöfnu við þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf að íbúar landsbyggðanna hafi aðgengi að læknisþjónustu eftir klukkan 15 á virkum dögum og um helgar án þess að þurfa að leggja á sig langt ferðalag því mínútur geta bókstaflega skilið á milli lífs og dauða. Höfundur skipar 9. sæti Viðreisnar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar