Handtekinn með sveðju og byssusting nálægt þinghúsinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2021 23:11 Mynd innan úr bíl Craigheads, þar sem meðal annars var að finna stóra sveðju. Lögreglan í Washington D.C. Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna handtók í dag mann sem var með fjölda hnífa í bíl sínum. Hann var með ýmis pólitísk tákn máluð á bíl sinn, sem sum teljast til haturstákna. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn, hinn 44 ára gamli Donald Craighead frá Kaliforníuríki, hafi verið stöðvaður af lögreglu skammt frá þinghúsinu í Washington D.C. Hann hafi verið stoppaður þar sem lögreglan hefði tekið eftir fjölda öfgatákna utan á bíl hans. Þar á meðal voru hakakrossar. Hann hafi þá tjáð lögreglu að hann væri í „eftirlitsferð,“ auk þess sem hann ræddi við lögreglu um hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna. Lögregla hafi þá tekið eftir því að í bíl Craigheads hafi verið að finna fjöldan allan af hnífum. Þeirra á meðal voru byssustingur og sveðja, sem teljast til ólöglegra vopna í Washington D.C. Þá var bíllinn ekki á númerum, heldur var búið að mála bandaríska fánann þar sem skráningarnúmer bílsins átti að vera. Craighead var þegar í stað ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð, en samkvæmt BBC liggur ekki fyrir hvort hann sé kominn með lögmann eða hvort hann ætli að gangast við ákærunni. USCP Officers Arrest California Man with Bayonet & Machete: https://t.co/0mhsoOC8vX pic.twitter.com/9SR1NXsJV6— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) September 13, 2021 Búa sig undir samstöðufund vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglan í Washington-borg undirbýr sig nú undir fjöldafund sem ber yfirskriftina „Réttlæti fyrir J6“ (e. Justice for J6). Markmið fundarins er að sýna þeim stuðning sem voru handtekin eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári. Fundurinn er á dagskrá 18. september næstkomandi og óttast yfirvöld að til ofbeldis geti komið, líkt og í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Girðingar verða settar niður umhverfis þinghúsið í varúðarskyni. Hreyfingin að baki hins fyrirhugaða fundar heitir Look Ahead America og er stýrt af Matt Braynard, sem var einn af forvígismönnum kosningabaráttu Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Hann hefur hvatt þau sem ætla að mæta á fundinn til þess að haga sér vel og tilkynna allt mögulegt ofbeldi til yfirvalda. Lögreglan segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort Craighead hafði ætlað sér að mæta á fundinn eða hvort hann hefði áður gerst sekur um ofbeldi í Washington D.C. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að maðurinn, hinn 44 ára gamli Donald Craighead frá Kaliforníuríki, hafi verið stöðvaður af lögreglu skammt frá þinghúsinu í Washington D.C. Hann hafi verið stoppaður þar sem lögreglan hefði tekið eftir fjölda öfgatákna utan á bíl hans. Þar á meðal voru hakakrossar. Hann hafi þá tjáð lögreglu að hann væri í „eftirlitsferð,“ auk þess sem hann ræddi við lögreglu um hugmyndafræði hvítra þjóðernissinna. Lögregla hafi þá tekið eftir því að í bíl Craigheads hafi verið að finna fjöldan allan af hnífum. Þeirra á meðal voru byssustingur og sveðja, sem teljast til ólöglegra vopna í Washington D.C. Þá var bíllinn ekki á númerum, heldur var búið að mála bandaríska fánann þar sem skráningarnúmer bílsins átti að vera. Craighead var þegar í stað ákærður fyrir ólöglegan vopnaburð, en samkvæmt BBC liggur ekki fyrir hvort hann sé kominn með lögmann eða hvort hann ætli að gangast við ákærunni. USCP Officers Arrest California Man with Bayonet & Machete: https://t.co/0mhsoOC8vX pic.twitter.com/9SR1NXsJV6— U.S. Capitol Police (@CapitolPolice) September 13, 2021 Búa sig undir samstöðufund vegna árásarinnar á þinghúsið Lögreglan í Washington-borg undirbýr sig nú undir fjöldafund sem ber yfirskriftina „Réttlæti fyrir J6“ (e. Justice for J6). Markmið fundarins er að sýna þeim stuðning sem voru handtekin eftir áhlaup stuðningsmanna Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, á þinghúsið þann 6. janúar á þessu ári. Fundurinn er á dagskrá 18. september næstkomandi og óttast yfirvöld að til ofbeldis geti komið, líkt og í aðdraganda árásarinnar á þinghúsið. Girðingar verða settar niður umhverfis þinghúsið í varúðarskyni. Hreyfingin að baki hins fyrirhugaða fundar heitir Look Ahead America og er stýrt af Matt Braynard, sem var einn af forvígismönnum kosningabaráttu Donald Trump fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Hann hefur hvatt þau sem ætla að mæta á fundinn til þess að haga sér vel og tilkynna allt mögulegt ofbeldi til yfirvalda. Lögreglan segir það ekki liggja ljóst fyrir hvort Craighead hafði ætlað sér að mæta á fundinn eða hvort hann hefði áður gerst sekur um ofbeldi í Washington D.C.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sjá meira