Vítahringur vonbrigða Sara Þöll Finnbogadóttir skrifar 13. september 2021 07:01 Heildarendurskoðun á námslánakerfinu gaf stjórnvöldum gullið tækifæri til að byggja upp nýtt kerfi með hag stúdenta að leiðarljósi. Afgreiðsla Menntasjóðsfrumvarpsins, sérstaklega á lokametrum þess, var aftur á móti fljótfær og þó svo að nýja kerfið hafi breytt ýmsu til hins betra eru þá er það að stórum grundvallarhluta enn ófullnægjandi fjárhagslegt stuðningskerfi fyrir stúdenta. Menntasjóður námsmanna var lögfestur 9. júní 2020 og í kjölfarið voru fyrstu úthlutunarreglur sjóðsins samþykktar 24. júlí. Í úthlutunarreglunum stóð grunnframfærsla framfærslulána óbreytt, 112.312 kr., en vegna sérstakra aðstæðna var heimilt að fimmfalda frítekjumark lántaka úr 1.364.000 kr. í 6.820.000 kr., áður en 45% af umframtekjum yrðu til frádráttar á námsláninu. Það úrræði náði hins vegar aðeins til afmarkaðs hóps, þ.e.a.s. til þeirra sem voru snúa aftur í nám af vinnumarkaðnum en ekki til þeirra sem þegar voru í námi. Úthlutunarreglurnar eru endurskoðaðar árlega af endurskoðunarnefnd sjóðsins þar sem lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs hefur átt sæti sl. ár og lagt mesta áherslu á hækkun grunnframfærslunnar. Skrifstofa Stúdentaráð batt miklar vonir við að grunnframfærslan yrði hækkuð fyrir skólaárið 2021-2022, þar sem samtöl við stjórnvöld gáfu í skyn að svo yrði; þá sérstaklega eftir að ekki var komið til móts við stúdenta með fyrstu úthlutunarreglunum. Þann 31. mars, 2021 voru úthlutunarreglurnar fyrir nýtt skólaár samþykktar af ráðherra og stóð grunnframfærslan enn óbreytt. Samhliða var tilkynnt að hópur ráðuneytisstjóra hefði verið falið að vinna tillögur að hækkun á grunnframfærslunni. Þessi niðurstaða kom skrifstofu Stúdentaráðs í opna skjöldu, einna helst vegna þess að fulltrúum í stjórn sjóðsins var ekki gefinn nokkur fyrirvari og komust þeir ekki að því að slík ákvörðun hefði verið tekin fyrr en að hún var opinberuð á stjórnaarráðsvefnum. Fram að því höfðu öll samskipti við stjórnvöld verið full loforða um að vera stúdentum sanngjörn. Áfram ríkti bjartsýni um að hópur ráðuneytisstjóra myndi skila af sér tillögum að viðunandi hækkun á grunnframfærslunni. Hins vegar var þann 30. apríl boðuð tímabundin hækkun sem náði eingöngu til þeirra lántaka sem þénuðu minna en frítekjumarkið á ári og var hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna COVID-19 úrræða. Vonbrigðin leyndu ekki á sér enda voru stjórnvöld enn og aftur að kynna úrræði til skemmri tíma og fyrir afmarkaðan hóp stúdenta, sem er gömul saga og ný.Við veltum því upp hvort aðgerðin hafi verið stimpluð sem COVID-19 aðgerð til að tryggja að aðeins væri um tímabundið úrræði að ræða en ekki fyrir hag stúdenta til frambúðar. Skrifstofa Stúdentaráðs, óskaði eftir skýringum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu strax í kjölfar þessa. Þarna var verið að skauta harkalega framhjá gríðarlega mikilvægu hagsmunamáli stúdenta í þriðja skiptið á innan við ári. Upplýsingarnar sem fengust voru hins vegar mjög takmarkaðar og ekkert sem hægt var að vinna með. Við óskuðum því eftir að ræða við sérfræðinga ráðuneytanna beggja, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins, og þau sem ákvörðunina tóku og gátu svarað fyrir henni. Við óskuðum eftir rökstuðningi, tölulegum gögnum og öðrum tilfallandi upplýsingum sem gætu veitt okkur betri yfirsýn. Okkur var lofað víðtækum samráðsfundi til að fara yfir málið en rúmlega þremur og hálfum mánuði seinna er spurningum okkar enn ósvarað. Nú horfum við yfir sl. ár og við okkur blasa þrjú glötuð tækifæri til að hækka grunnframfærslu framfærslulána. Stúdentaráð hafði áður varað við því að nýtt námslánakerfi myndi ekki ná að uppfylla upphaflegan tilgang sinn sem félagslegur jöfnunarsjóður. Tilhögun grunnframfærslu framfærslulána er nefnilega á borði stjórnar sjóðsins sem skilar tillögu til ráðherra ár hvert um hvernig því skuli vera háttað. Talið er að það fyrirkomulagi tryggi svigrúm til að endurskoða framfærsluna með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni án þess að það þurfi lagabreytingu til. Það var þó ljóst með fyrstu drögum frumvarpsins að ekki yrði krafist þess að stjórn sjóðsins myndi endurskoða grunnframfærsluna á milli ára, sem Stúdentaráð fór fram á að yrði gert því óbreytt fyrirkomulag hafði ekki reynst stúdentum vel hjá LÍN. Heildarendurskoðun kallaði á alvöru breytingar, bæði viðhorfslegar og kerfislegar. Svo lengi sem stjórn sjóðsins berast ekki frekari fyrirmæli um að tryggja stúdentum viðunandi grunnframfærslu, þá er ekkert sem krefur hana til þess að grípa til aðgerða þegar þörf er á. Stúdentar þurfa viðunandi grunnframfærslu, þörfin var til staðar í júní 2020, sem og í mars og maí á þessu ári og er ekki á förum. Markmið frumvarpsins um hvata fyrir námsmenn til að klára á réttum tíma, með 30% niðurfellingur af höfuðstól lánsins, verður ekki að veruleika nema að öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér á meðan á námi stendur. Öðrum kosti munu fjárhagsörðugleikar og fjárhagsáhyggjur stúdenta halda áfram að vera hindrun sem leiðir til þess að stúdentar flosna upp úr námi, geta ekki hafið nám eða hafa ekki kost á að klára námið á hefðbundnum tíma og munu þar af leiðandi ekki njóta góðs af niðurfellingunni. Önnur heildarendurskoðun á námslánakerfinu mun eiga sér stað fyrir haustþing 2023 og býður upp á enn eitt tækifærið til þess að bæta stöðuna til muna. Stjórnvöld mega ekki láta það tækifæri renna sér úr greipum. Það er ljóst að fyrst og fremst verði viðhorfsbreyting að eiga sér stað innan sjóðsins, sem og hjá stjórnvöldum, en hingað til hefur afstaða þeirra til stúdenta endurspeglast í sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi þeirra. Á næsta kjörtímabili verða stjórnvöld að fjárfesta raunverulega í menntun. Því stúdentar eiga betra skilið og eru fjárfestingarinnar virði. Höfundur er varaforseti og fyrrum lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Stúdentar eiga betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs um fjárhagslegt öryggi stúdenta til frambúðar. Lélegur plástur á blæðandi sár from Stúdentaráð on Vimeo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Hagsmunir stúdenta Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Heildarendurskoðun á námslánakerfinu gaf stjórnvöldum gullið tækifæri til að byggja upp nýtt kerfi með hag stúdenta að leiðarljósi. Afgreiðsla Menntasjóðsfrumvarpsins, sérstaklega á lokametrum þess, var aftur á móti fljótfær og þó svo að nýja kerfið hafi breytt ýmsu til hins betra eru þá er það að stórum grundvallarhluta enn ófullnægjandi fjárhagslegt stuðningskerfi fyrir stúdenta. Menntasjóður námsmanna var lögfestur 9. júní 2020 og í kjölfarið voru fyrstu úthlutunarreglur sjóðsins samþykktar 24. júlí. Í úthlutunarreglunum stóð grunnframfærsla framfærslulána óbreytt, 112.312 kr., en vegna sérstakra aðstæðna var heimilt að fimmfalda frítekjumark lántaka úr 1.364.000 kr. í 6.820.000 kr., áður en 45% af umframtekjum yrðu til frádráttar á námsláninu. Það úrræði náði hins vegar aðeins til afmarkaðs hóps, þ.e.a.s. til þeirra sem voru snúa aftur í nám af vinnumarkaðnum en ekki til þeirra sem þegar voru í námi. Úthlutunarreglurnar eru endurskoðaðar árlega af endurskoðunarnefnd sjóðsins þar sem lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs hefur átt sæti sl. ár og lagt mesta áherslu á hækkun grunnframfærslunnar. Skrifstofa Stúdentaráð batt miklar vonir við að grunnframfærslan yrði hækkuð fyrir skólaárið 2021-2022, þar sem samtöl við stjórnvöld gáfu í skyn að svo yrði; þá sérstaklega eftir að ekki var komið til móts við stúdenta með fyrstu úthlutunarreglunum. Þann 31. mars, 2021 voru úthlutunarreglurnar fyrir nýtt skólaár samþykktar af ráðherra og stóð grunnframfærslan enn óbreytt. Samhliða var tilkynnt að hópur ráðuneytisstjóra hefði verið falið að vinna tillögur að hækkun á grunnframfærslunni. Þessi niðurstaða kom skrifstofu Stúdentaráðs í opna skjöldu, einna helst vegna þess að fulltrúum í stjórn sjóðsins var ekki gefinn nokkur fyrirvari og komust þeir ekki að því að slík ákvörðun hefði verið tekin fyrr en að hún var opinberuð á stjórnaarráðsvefnum. Fram að því höfðu öll samskipti við stjórnvöld verið full loforða um að vera stúdentum sanngjörn. Áfram ríkti bjartsýni um að hópur ráðuneytisstjóra myndi skila af sér tillögum að viðunandi hækkun á grunnframfærslunni. Hins vegar var þann 30. apríl boðuð tímabundin hækkun sem náði eingöngu til þeirra lántaka sem þénuðu minna en frítekjumarkið á ári og var hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna COVID-19 úrræða. Vonbrigðin leyndu ekki á sér enda voru stjórnvöld enn og aftur að kynna úrræði til skemmri tíma og fyrir afmarkaðan hóp stúdenta, sem er gömul saga og ný.Við veltum því upp hvort aðgerðin hafi verið stimpluð sem COVID-19 aðgerð til að tryggja að aðeins væri um tímabundið úrræði að ræða en ekki fyrir hag stúdenta til frambúðar. Skrifstofa Stúdentaráðs, óskaði eftir skýringum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu strax í kjölfar þessa. Þarna var verið að skauta harkalega framhjá gríðarlega mikilvægu hagsmunamáli stúdenta í þriðja skiptið á innan við ári. Upplýsingarnar sem fengust voru hins vegar mjög takmarkaðar og ekkert sem hægt var að vinna með. Við óskuðum því eftir að ræða við sérfræðinga ráðuneytanna beggja, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins, og þau sem ákvörðunina tóku og gátu svarað fyrir henni. Við óskuðum eftir rökstuðningi, tölulegum gögnum og öðrum tilfallandi upplýsingum sem gætu veitt okkur betri yfirsýn. Okkur var lofað víðtækum samráðsfundi til að fara yfir málið en rúmlega þremur og hálfum mánuði seinna er spurningum okkar enn ósvarað. Nú horfum við yfir sl. ár og við okkur blasa þrjú glötuð tækifæri til að hækka grunnframfærslu framfærslulána. Stúdentaráð hafði áður varað við því að nýtt námslánakerfi myndi ekki ná að uppfylla upphaflegan tilgang sinn sem félagslegur jöfnunarsjóður. Tilhögun grunnframfærslu framfærslulána er nefnilega á borði stjórnar sjóðsins sem skilar tillögu til ráðherra ár hvert um hvernig því skuli vera háttað. Talið er að það fyrirkomulagi tryggi svigrúm til að endurskoða framfærsluna með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni án þess að það þurfi lagabreytingu til. Það var þó ljóst með fyrstu drögum frumvarpsins að ekki yrði krafist þess að stjórn sjóðsins myndi endurskoða grunnframfærsluna á milli ára, sem Stúdentaráð fór fram á að yrði gert því óbreytt fyrirkomulag hafði ekki reynst stúdentum vel hjá LÍN. Heildarendurskoðun kallaði á alvöru breytingar, bæði viðhorfslegar og kerfislegar. Svo lengi sem stjórn sjóðsins berast ekki frekari fyrirmæli um að tryggja stúdentum viðunandi grunnframfærslu, þá er ekkert sem krefur hana til þess að grípa til aðgerða þegar þörf er á. Stúdentar þurfa viðunandi grunnframfærslu, þörfin var til staðar í júní 2020, sem og í mars og maí á þessu ári og er ekki á förum. Markmið frumvarpsins um hvata fyrir námsmenn til að klára á réttum tíma, með 30% niðurfellingur af höfuðstól lánsins, verður ekki að veruleika nema að öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér á meðan á námi stendur. Öðrum kosti munu fjárhagsörðugleikar og fjárhagsáhyggjur stúdenta halda áfram að vera hindrun sem leiðir til þess að stúdentar flosna upp úr námi, geta ekki hafið nám eða hafa ekki kost á að klára námið á hefðbundnum tíma og munu þar af leiðandi ekki njóta góðs af niðurfellingunni. Önnur heildarendurskoðun á námslánakerfinu mun eiga sér stað fyrir haustþing 2023 og býður upp á enn eitt tækifærið til þess að bæta stöðuna til muna. Stjórnvöld mega ekki láta það tækifæri renna sér úr greipum. Það er ljóst að fyrst og fremst verði viðhorfsbreyting að eiga sér stað innan sjóðsins, sem og hjá stjórnvöldum, en hingað til hefur afstaða þeirra til stúdenta endurspeglast í sáralitlum umbótum hvað varðar fjárhagslegt öryggi þeirra. Á næsta kjörtímabili verða stjórnvöld að fjárfesta raunverulega í menntun. Því stúdentar eiga betra skilið og eru fjárfestingarinnar virði. Höfundur er varaforseti og fyrrum lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Greinin er hluti af „Stúdentar eiga betra skilið?“ , herferð Stúdentaráðs um fjárhagslegt öryggi stúdenta til frambúðar. Lélegur plástur á blæðandi sár from Stúdentaráð on Vimeo.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun