Davíð seldi í Unity fyrir 4,3 milljarða og hyggst nýta auðæfin í þágu loftslagsins Eiður Þór Árnason skrifar 10. september 2021 14:22 Davíð Helgason hyggst nýta auðæfi sín í að fjárfesta í loftslagslausnum. Aðsend Davíð Helgason, fjárfestir og einn stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, seldi hluti í félaginu fyrir um 1,7 milljarða króna í lok ágúst. Félagið OTEE 2020 ApS, sem í eigu stofnendanna Davíðs og Þjóðverjans Joachim Ante seldi þá alls 300 þúsund hluti í Unity fyrir 37,5 milljónir bandaríkjadala, eða um 7,8 milljarða króna. Davíð á 35,3 prósenta hlut í OTEE 2020 og nemur hlutheild hans í sölunni því um 1,7 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en Davíð hefur alls selt beint og óbeint í Unity fyrir 4,3 milljarða króna á þessu ári. Eftir söluna á hann 3,6 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu í gegnum OTEE 2020. Miðað við gengi félagsins er markaðsvirði hlutarins tæplega 174 milljarðar króna. Forbes metur auð hans á 128 milljarða króna Davíð stofnaði Unity Technologies ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð hefur birst á lista yfir efnuðustu einstaklinga Danmerkur og er í 2.674. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Þar eru auðæfi hans voru metin á 1,5 milljarð bandaríkjadala eða sem samsvarar um 192 milljörðum króna. Davíð sagði í samtali við Vísbendingu í maí að hann væri á leið heim til Íslands og ætlaði að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Þá kom fram í gær að Davíð væri meðal fagfjárfesta í nýjum 11,5 milljarða íslenskum vísisjóði sem mun fjárfesta í norrænum tæknisprotafyrirtækjum. Vísisjóðurinn, sem ber heitið Crowberry II, er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi. Greint var frá því í fyrra að Davíð hafi keypt glæsihýsi á Seltjarnarnesi sem var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna. Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Félagið OTEE 2020 ApS, sem í eigu stofnendanna Davíðs og Þjóðverjans Joachim Ante seldi þá alls 300 þúsund hluti í Unity fyrir 37,5 milljónir bandaríkjadala, eða um 7,8 milljarða króna. Davíð á 35,3 prósenta hlut í OTEE 2020 og nemur hlutheild hans í sölunni því um 1,7 milljörðum króna. Viðskiptablaðið greinir frá þessu en Davíð hefur alls selt beint og óbeint í Unity fyrir 4,3 milljarða króna á þessu ári. Eftir söluna á hann 3,6 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu í gegnum OTEE 2020. Miðað við gengi félagsins er markaðsvirði hlutarins tæplega 174 milljarðar króna. Forbes metur auð hans á 128 milljarða króna Davíð stofnaði Unity Technologies ásamt Joachim og Dananum Nicholas Francis árið 2004. Í dag þróar fyrirtækið vinsælt leikjaumhverfi sem notað er til að þróa tölvuleiki og annan hugbúnað. Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega frá stofnun og er í dag eitt það stærsta á sínu sviði. Davíð hefur birst á lista yfir efnuðustu einstaklinga Danmerkur og er í 2.674. sæti á lista Forbes yfir ríkasta fólk í heimi. Þar eru auðæfi hans voru metin á 1,5 milljarð bandaríkjadala eða sem samsvarar um 192 milljörðum króna. Davíð sagði í samtali við Vísbendingu í maí að hann væri á leið heim til Íslands og ætlaði að styðja við fyrirtæki sem vinna að lausnum gegn loftslagsvandanum. Þá kom fram í gær að Davíð væri meðal fagfjárfesta í nýjum 11,5 milljarða íslenskum vísisjóði sem mun fjárfesta í norrænum tæknisprotafyrirtækjum. Vísisjóðurinn, sem ber heitið Crowberry II, er sá stærsti sem settur hefur verið saman á Íslandi. Greint var frá því í fyrra að Davíð hafi keypt glæsihýsi á Seltjarnarnesi sem var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. Samkvæmt heimildum Markaðarins nam kaupverð hússins á sjötta hundrað milljónum króna.
Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16 Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14 Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Sjá meira
Davíð í Unity keypti glæsihýsi Skúla Mogensen af Arion Davíð Helgason, einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity Technologies, hefur keypt glæsihýsið við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi af Arion banka. Húsið, sem er eitt verðmætasta íbúðarhús landsins, var áður í eigu Skúla Mogensen, stofnanda og fyrrverandi forstjóra WOW air. 2. desember 2020 08:16
Nýr 11,5 milljarða vísisjóður vill fjárfesta í konum í tæknigeiranum Íslenski sprota- og vaxtasjóðurinn Crowberry Capital hefur stofnað og fjármagnað 11,5 milljarða króna vísisjóð sem ber heitið Crowberry II. Um er að ræða stærsta vísisjóð sem hefur verið settur saman á Íslandi. 9. september 2021 10:14