Umfjöllun og viðtöl: KA 2-0 Fylkir | KA í bullandi Evrópubaráttu Árni Gísli Magnússon skrifar 11. september 2021 13:15 KA hefur leikið vel í sumar. Vísir/Hulda Margrét KA lagði Fylki að velli á Greifavellinum nú í dag. Lokatölur 2-0 en fyrra mark leiksins kom ekki fyrr en á 88. mínútu. KA var fyrir leikinn í 5. sæti og þurftu sigur til að eiga enn raunhæfa möguleika á Evrópusæti. Fylkir aftur á móti í 11. sæti í blóðugri fallbaráttu. Þeir Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson voru reknir eftir 0-7 tap gegn Breiðabliki í síðustu umferð og var Rúnar Páll Sigmundsson ráðinn í stað þeirra og stýrði hann þvi sínum fyrsta leik með liðinu í dag. KA byrjaði betur og ógnuðu marki gestanna strax á 5. mínútu leiksins þegar Mark Gundelach átti flottann boltan inn á teig frá hægri sem Hallgrímur Mar skallaði í nærstöngina. Á 9. mínútu vildu Fylkismenn vítaspyrnu. Orri Hrafn átti þá glæsilegan sprett í gegnum hjarta varnarninnar hjá KA, komst fram hjá Dusan Brkovic sem náði þó aðeins að stjaka við honum og var kominn einn í gegn þegar Mark Gundelach kom á fleygiferð aftan í hann og tók hann niður. Helgi Mikael dæmdi ekkert og Fylkismenn virkilega ósáttir. Á 17. mínútu átti KA aukaspyrnu við vítateigslínuna hægra megin, Hallgrímur Mar tók spyrnuna og sveif boltinn inn á teiginn beint á kollinn á Mikkel Qvist sem stóð einn gegn Aroni Snæ í markinu en skallaði beint á hann og staðan því enn jöfn. Einungis mínútu síðar renndi Jakob Snær boltanum á Hallgrím sem var í góðu færi, einn á móti Aroni Snæ í marki Fylkis, en skotið ekki gott og sá Aron Snær við honum en hann átti margar góðar vörslur í dag. Fátt markverrt gerðist seinni hluta hálfleiksins. Guðmundur Steinn fékk tvö erfið færi sem hann náði ekki að nýta, aðra tilraun með skalla og hina úr þröngu færi þar sem Steinþór Már í marki KA sá við honum. Mikkel Qvist fékk annað skallafæri eftir aukaspyrnu frá Hallgrími Mar en var með mann í sér og boltinn fram hjá. KA menn voru ekki nógu beittir seinni helming síðari hálfleiks og gengu liðin til búningsherbergja með 0-0 stöðu. Þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik átti Orri Hrafn flottan sprett um völlinn og komst í skotfæri fyrir utan teig en hitti ekki boltann sem barst hann svo til Arnórs Gauta sem átti þrumuskot í stöngina sem Steinþór Már átti ekki nokkurn möguleika á að verja, en tréverkið bjargaði heimamönnum þarna. Eftir þetta tók KA liðið nokkurnveginn yfir leikinn og fengu Fylkismenn lítið af boltanum, enda lágu þeir mjög neðarlega á vellinum og fékk Guðmundur Steinn úr litlu að moða í fremstu víglínu. Síðustu 15 mínútur leikins lágu KA menn í sókn og hentu Fylkismenn sér fyrir hvert skotið á fætur öðru og vitust ætla neita heimamönnum algjörlega um þá beiðni að fá að skora mark. Hallgrímur Mar var ekki á sama máli. Á 88. mínútu fékk hann sendingu frá Þorra Mar utarlega hægra megin í teignum, setti boltann á hægri fótinn og þrumaði honum þéttingsfast niðri í fjærhornið og kom KA mönnum loksins yfir. Ekki í fyrsta skipti í sumar sem Hallgrímur Mar er að skora seint og tryggja liði sínu dýrmæt stig. Eftir markið hentu gestirnir nær öllum sínum leikmönnum fram og freistuðu þess að jafna leikinn. Það fór ekki betur en svo að KA menn unnu boltann á fyrstu mínútu uppbótartímans og brunuðu í skyndisókn, Elfar Árni var með boltann og lagði hann til vinstri á varamanninn Nökkva Þey sem tók nokkur skref til hægri inn á völlinn og átti fast skot sem endaði í markinu og gulltryggði þar með KA sigurinn. Af hverju vann KA? Sama gamla tuggan, einstaklingsgæði Hallgríms Mar gera gæfumuninn í dag. Ef hann hefði ekki dúkkað upp með mark undir lok leiks er alls óvíst að KA hefði náð í þrjú stig. Hverjir stóðu upp úr? Ekki margir. Hallgrímur Mar var ógnandi eins og alltaf og Þorri Mar og Mark Gundelach voru duglegir að taka þátt í sóknarleiknum og skapa usla í vörn Fylkis. Aron Snær varði oft virkilega vel í marki Fylkis og í raun honum að þakka að KA var ekki búið að skora fyrr en raun varð. Orri Hrafn fór oft illa með varnarmenn KA og verður virkilega fróðlegt að fylgjast með þessum pilti í framtíðinni. Hvað gekk illa? Það gekk illa að nýta færin þangað til undir lok leiks. Í raun gekk illa hjá KA nær allan leikinn þegar komið var inn á síðasta þriðjung vallarins. Fylkismenn reyndu að beita skyndisóknum sem voru einfaldlega alltof hægar í uppbyggingu mest allan leikinn. Hvað gerist næst? KA fer í gríðarlega mikilvægan leik á móti Val sunnudaginn 19. september þar sem þeir verða helst að ná í hagstæð úrslit ef þeir vilja halda í veikan möguleika á Evrópusæti Sama dag fer Fylkir í blóðugan botnbaráttuslag á móti ÍA á Skipaskaga þar sem bæði lið verða einfaldlega að sækja einhver stig. ÍA á botninum stigi á eftir Fylki en mjög stutt er í næstu lið fyrir ofan og fallbaráttan því galopin. Rúnar Páll í búningi StjörnunnarVísir/Baldur Rúnar Páll um Ragga Sig: Hann er bara meiddur eins og staðan er í dag KA sigraði Fylki 2-0 í dag en fyrra mark leiksins kom ekki fyrr en á 88. mínútu. Rúnar Páll Sigmundsson, nýráðinn, þjálfari Fylkis, var nokkuð ánægður með leik sinna mann en óánægður með að hafa ekki fengið neitt út úr honum úr því sem komið var. Hvernig fannst Rúnari leikurinn spilaður af hálfu síns liðs? „Bara eins og við settum hann upp, við vildum verjast vel og gerðum það feykivel í nánast 90. mínútur. Sárt að fá þetta fyrsta mark á okkur en reyndum að jafna en fengum þá annað mark í bakið en heilt yfir var þetta ágætis frammistaða hjá okkur og við fengum ágætis upphlaup sem við gátum skorað mörk úr, síðan var svona spurnig um hvort það væri víti í fyrir hálfleik en þú þarft að nýta þessi móment sem þú færð þegar þú liggur aftarlega og beitir skyndisóknum.” Fylkismenn heimtuðu vítaspyrnu á 9. mínútu leiksins þegar Orri Hrafn var sloppinn inn fyrir vörn heimamanna og Mark Gundelach keyrði af miklu krafti aftan í hann. Helgi dæmdi ekki neitt en Rúnar vildi vítaspyrnu. „Mér fannst þetta vera víti, allan daginn, ég skil nú ekki af hverju Helgi dæmir ekkert en hann hlýtur að hafa séð þetta eitthvað öðruvísi en ég.” Fylkisliðið lá mjög aftarlega í leiknum og segir Rúnar að upplegið hafi verið að þétta varnarleikinn sem er skiljanlegt þar sem liðið fékk á sig 7 mörk á móti Breiðabliki í síðasta leik. „Já já uppleggið var bara að reyna þétta varnarleikinn aðeins og fá svolítið öryggi þar og við þurfum að spila þessa tvo leiki sem eftir eru með öflugan varnaleik og þora reyna halda boltanum og nýta þessi færi sem við fáum. Við höfum svona verið að vinna með varnarvinnuna og mér finnst það hafa tekist ágætlega, við spiluðum varnarleikinn feykivel í dag þrátt fyrir að hafa fengið á okkur tvo mörk í lok leiks.” ÍA sigraði Leikni á sama tíma 3-1 og eru því einungis stigi á eftir Fylki þegar tvær umferðir eru eftir og þurfa því Fylkismenn að treysta á hagstæð úrslit annarsstaðar. „Það var alveg klárt, við þurftum þess hvort eð er, en við eigum ÍA næst þannig það verður bara svaka slagur og bara verðugt verkefni fyrir okkur að fara upp á Skaga og reyna fá hagsæð úrslit.” „Við þurfum náttúrulega bara að fá þrjú stig, það skiptir öllu máli, að sjálfsögðu reynum við að vera skynsamir en þú þarft náttúrulega að spila vörn til þess að vinna leiki og vonandi fáum við einhvern góðan sóknarleik í liðið”, sagði Rúnar aðspurður hvort liðið þurfti ekki að leggja meiri áherslu á sóknarleik sinn á móti Skagamönnum í næsta leik. Ragnar Sigurðsson hefur verið þónokkuð í umræðunni síðustu misseri en hann var skráður í liðsstjórn í dag. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki verið í leikmannahóp liðsins í dag var svar Rúnars stutt: „Hann er bara meiddur eins og staðan er í dag.” Vísir / Vilhelm Arnar: Gott að hafa mann eins og Grímsa sem að getur tekið svona einsdæmi Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eygir enn von um Evrópusæti eftir torsótann sigur gegn Fylki í dag. „Fyrst og fremst ánægður með þrjú stigin og allir leikir í þessari deild eru erfiðir og nú erum við að spila við lið sem er með nýjan þjálfara og er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, það eru mjög trikkí leikir, og þetta var bara alvöru leikur við skorum ekki fyrr en það eru fimm eða sjö mínútur eftir af leiknum (fyrsta mark leiksins kom á 88. mínútu) þó við höfum verið töluvert meira með boltann. Mér fannst að vísu í fyrri hálfleik að þá sköpuðum við nógu mikið af færum til þess að koma okkur í góða stöðu og koma okkur yfir en gerðum það ekki”, sagði Arnar og hélt áfram: „Fylkir eru með hættulega menn og eru alltaf hættulegir að breika á okkur og fengu að gera það þarna einu sinni eða tvisvar og eiga skot í stöng í stöðunni 0-0 þannig að þetta var í rauninni leikur allan tímann þó svo við höfum verið meira með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við komum okkur í fín færi, þá fannst mér í seinni hálfleik við svolitlir klaufar þegar við vorum að komast á síðasta þriðjung. Ákvarðanatökur og svo síðasta sending það vantar aðeins upp á, svo er gott að hafa mann eins og Grímsa sem að getur tekið svona einsdæmi og gerði það mjög vel þarna í lokin og skoraði gott mark.“ Arnar var ánægður með að lið sitt hafi haft trú á verkefninu allan tímann og sótt sigurinn að lokum.„Þá er svona oft týpíkst að með lið sem eru kannski að ströggla að þá opnast aðeins og þá skorarðu annað mark og við hefðum alveg getað bætt við enn fleiri mörkum en fyrst og fremst ánægður með þrjú stigin og menn héldu áfram allan tímann.” Sigurmarkið kom ekki fyrr en að tvær mínutur voru eftir af venjulegum leiktíma. Var Arnar farinn að óttast að sigurinn gæti jafnvel dottið báðu megin? „Já það er alltaf þannig á meðan að staðan er 0-0 og þeir eru alltaf hættulegir með flotta leikmenn og fljótir fram á við, það er alltaf hætta á því, þannig að þér líður ekkert vel með stöðuna 0-0 en okkur leið mun betur þegar boltinn var kominn í markið og lítið eftir en ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé fyllilega sanngjarnt en þetta hefði alveg getað dottið í hina áttina eða endað jafntefli en fótbolti er ekkert alltaf sanngjarn en í dag held ég að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða.” Fylkisliðið lá mjög aftarlega á vellinum og kom það Arnari ekkert á óvart. „Nei alls ekki, ég skil þetta bara full vel, ef þú ert að koma inn sem nýr þjálfari, og maður sá að það kemur náttúrulega alltaf með nýjum þjálfurum nýjar áherslur og þetta var mjög mikil vinnsla í liðinu, mjög duglegir og mjög aggressívir og ætluðu að sitja, vera þéttir og sækja hratt á okkur. Þeir eru með mjög mikinn hraða fram á við og leikna stráka. Þetta hefði alveg getað heppnast hjá þeim hefðu þeir sett boltann í markið á undan okkur en sem betur fer gerðist það ekki og ég er ánægður með svona heildarbrag þó að við hefðum mátt gera betur á síðasta þriðjungi.” Möguleiki KA á Evrópusæti er enn til staðar þó það sé langsótt en Arnar segist halda í vonina á meðan enn er fræðilegur möguleiki. „Á meðan það er enn þá fræðilega þá höldum við áfram, við eigum tvo mjög erfiða leiki eftir og ég held að KR eigi heimaleik í næsta leik á móti Víkingi og við þurfum náttúrulega fyrst og fremst að hugsa um okkur og við eigum Val í næsta leik úti. Valur úti eða Fylkir heima eða Skaginn upp á Skaga, þetta eru allt erfiðir leikir, og liðið þarf bara að vera í toppstandi til að sækja þrjú stig þarna. Við ætlum klárlega að reyna að berjast fram á síðustu mínútu. KA mætir Val í næstu umferð á Hlíðarenda. Í fyrri leik liðanna á Dalvík höfðu Valsmenn betur, 0-1, með marki seint í leiknum. Arnar vill ekkert horfa í þann leik heldur einblína á að sækja þrjú stig gegn þeim í þetta skiptið. „Lykilatriðið er bara að fara sækja þrjú stig og auðvitað vorum við mjög ósáttir með þá niðurstöðu að fara með 0 stig úr þeim leik en svona er fótboltinn og það er ekki oft nóg kannski að spila góðan leik og fá helling af færum ef þú setur ekki boltann í netið. Við höfum gert það nokkrum sinnum í sumar og þar af leiðandi erum við í þeirri stöðu sem við erum í núna, við erum svolítið fyrir aftan, við viljum vera hærra en við getum komið okkur í, við getum sagt svona smá semi-séns, að einhverri Evrópu ef liðin sem eru fyrir ofan okkur taki til að mynda bikarinn þá gæti þriðja sætið gefið Evrópu og ég held að það séu einhverjir hérna að horfa á það og á meðan það er von þá höldum við áfram. Þetta mót er búið að vera alveg ótrúlegt, mjög mikil spenna bæði uppi og niðri þannig að vonandi heldur það bara alveg til enda. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KA Fylkir
KA lagði Fylki að velli á Greifavellinum nú í dag. Lokatölur 2-0 en fyrra mark leiksins kom ekki fyrr en á 88. mínútu. KA var fyrir leikinn í 5. sæti og þurftu sigur til að eiga enn raunhæfa möguleika á Evrópusæti. Fylkir aftur á móti í 11. sæti í blóðugri fallbaráttu. Þeir Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson voru reknir eftir 0-7 tap gegn Breiðabliki í síðustu umferð og var Rúnar Páll Sigmundsson ráðinn í stað þeirra og stýrði hann þvi sínum fyrsta leik með liðinu í dag. KA byrjaði betur og ógnuðu marki gestanna strax á 5. mínútu leiksins þegar Mark Gundelach átti flottann boltan inn á teig frá hægri sem Hallgrímur Mar skallaði í nærstöngina. Á 9. mínútu vildu Fylkismenn vítaspyrnu. Orri Hrafn átti þá glæsilegan sprett í gegnum hjarta varnarninnar hjá KA, komst fram hjá Dusan Brkovic sem náði þó aðeins að stjaka við honum og var kominn einn í gegn þegar Mark Gundelach kom á fleygiferð aftan í hann og tók hann niður. Helgi Mikael dæmdi ekkert og Fylkismenn virkilega ósáttir. Á 17. mínútu átti KA aukaspyrnu við vítateigslínuna hægra megin, Hallgrímur Mar tók spyrnuna og sveif boltinn inn á teiginn beint á kollinn á Mikkel Qvist sem stóð einn gegn Aroni Snæ í markinu en skallaði beint á hann og staðan því enn jöfn. Einungis mínútu síðar renndi Jakob Snær boltanum á Hallgrím sem var í góðu færi, einn á móti Aroni Snæ í marki Fylkis, en skotið ekki gott og sá Aron Snær við honum en hann átti margar góðar vörslur í dag. Fátt markverrt gerðist seinni hluta hálfleiksins. Guðmundur Steinn fékk tvö erfið færi sem hann náði ekki að nýta, aðra tilraun með skalla og hina úr þröngu færi þar sem Steinþór Már í marki KA sá við honum. Mikkel Qvist fékk annað skallafæri eftir aukaspyrnu frá Hallgrími Mar en var með mann í sér og boltinn fram hjá. KA menn voru ekki nógu beittir seinni helming síðari hálfleiks og gengu liðin til búningsherbergja með 0-0 stöðu. Þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik átti Orri Hrafn flottan sprett um völlinn og komst í skotfæri fyrir utan teig en hitti ekki boltann sem barst hann svo til Arnórs Gauta sem átti þrumuskot í stöngina sem Steinþór Már átti ekki nokkurn möguleika á að verja, en tréverkið bjargaði heimamönnum þarna. Eftir þetta tók KA liðið nokkurnveginn yfir leikinn og fengu Fylkismenn lítið af boltanum, enda lágu þeir mjög neðarlega á vellinum og fékk Guðmundur Steinn úr litlu að moða í fremstu víglínu. Síðustu 15 mínútur leikins lágu KA menn í sókn og hentu Fylkismenn sér fyrir hvert skotið á fætur öðru og vitust ætla neita heimamönnum algjörlega um þá beiðni að fá að skora mark. Hallgrímur Mar var ekki á sama máli. Á 88. mínútu fékk hann sendingu frá Þorra Mar utarlega hægra megin í teignum, setti boltann á hægri fótinn og þrumaði honum þéttingsfast niðri í fjærhornið og kom KA mönnum loksins yfir. Ekki í fyrsta skipti í sumar sem Hallgrímur Mar er að skora seint og tryggja liði sínu dýrmæt stig. Eftir markið hentu gestirnir nær öllum sínum leikmönnum fram og freistuðu þess að jafna leikinn. Það fór ekki betur en svo að KA menn unnu boltann á fyrstu mínútu uppbótartímans og brunuðu í skyndisókn, Elfar Árni var með boltann og lagði hann til vinstri á varamanninn Nökkva Þey sem tók nokkur skref til hægri inn á völlinn og átti fast skot sem endaði í markinu og gulltryggði þar með KA sigurinn. Af hverju vann KA? Sama gamla tuggan, einstaklingsgæði Hallgríms Mar gera gæfumuninn í dag. Ef hann hefði ekki dúkkað upp með mark undir lok leiks er alls óvíst að KA hefði náð í þrjú stig. Hverjir stóðu upp úr? Ekki margir. Hallgrímur Mar var ógnandi eins og alltaf og Þorri Mar og Mark Gundelach voru duglegir að taka þátt í sóknarleiknum og skapa usla í vörn Fylkis. Aron Snær varði oft virkilega vel í marki Fylkis og í raun honum að þakka að KA var ekki búið að skora fyrr en raun varð. Orri Hrafn fór oft illa með varnarmenn KA og verður virkilega fróðlegt að fylgjast með þessum pilti í framtíðinni. Hvað gekk illa? Það gekk illa að nýta færin þangað til undir lok leiks. Í raun gekk illa hjá KA nær allan leikinn þegar komið var inn á síðasta þriðjung vallarins. Fylkismenn reyndu að beita skyndisóknum sem voru einfaldlega alltof hægar í uppbyggingu mest allan leikinn. Hvað gerist næst? KA fer í gríðarlega mikilvægan leik á móti Val sunnudaginn 19. september þar sem þeir verða helst að ná í hagstæð úrslit ef þeir vilja halda í veikan möguleika á Evrópusæti Sama dag fer Fylkir í blóðugan botnbaráttuslag á móti ÍA á Skipaskaga þar sem bæði lið verða einfaldlega að sækja einhver stig. ÍA á botninum stigi á eftir Fylki en mjög stutt er í næstu lið fyrir ofan og fallbaráttan því galopin. Rúnar Páll í búningi StjörnunnarVísir/Baldur Rúnar Páll um Ragga Sig: Hann er bara meiddur eins og staðan er í dag KA sigraði Fylki 2-0 í dag en fyrra mark leiksins kom ekki fyrr en á 88. mínútu. Rúnar Páll Sigmundsson, nýráðinn, þjálfari Fylkis, var nokkuð ánægður með leik sinna mann en óánægður með að hafa ekki fengið neitt út úr honum úr því sem komið var. Hvernig fannst Rúnari leikurinn spilaður af hálfu síns liðs? „Bara eins og við settum hann upp, við vildum verjast vel og gerðum það feykivel í nánast 90. mínútur. Sárt að fá þetta fyrsta mark á okkur en reyndum að jafna en fengum þá annað mark í bakið en heilt yfir var þetta ágætis frammistaða hjá okkur og við fengum ágætis upphlaup sem við gátum skorað mörk úr, síðan var svona spurnig um hvort það væri víti í fyrir hálfleik en þú þarft að nýta þessi móment sem þú færð þegar þú liggur aftarlega og beitir skyndisóknum.” Fylkismenn heimtuðu vítaspyrnu á 9. mínútu leiksins þegar Orri Hrafn var sloppinn inn fyrir vörn heimamanna og Mark Gundelach keyrði af miklu krafti aftan í hann. Helgi dæmdi ekki neitt en Rúnar vildi vítaspyrnu. „Mér fannst þetta vera víti, allan daginn, ég skil nú ekki af hverju Helgi dæmir ekkert en hann hlýtur að hafa séð þetta eitthvað öðruvísi en ég.” Fylkisliðið lá mjög aftarlega í leiknum og segir Rúnar að upplegið hafi verið að þétta varnarleikinn sem er skiljanlegt þar sem liðið fékk á sig 7 mörk á móti Breiðabliki í síðasta leik. „Já já uppleggið var bara að reyna þétta varnarleikinn aðeins og fá svolítið öryggi þar og við þurfum að spila þessa tvo leiki sem eftir eru með öflugan varnaleik og þora reyna halda boltanum og nýta þessi færi sem við fáum. Við höfum svona verið að vinna með varnarvinnuna og mér finnst það hafa tekist ágætlega, við spiluðum varnarleikinn feykivel í dag þrátt fyrir að hafa fengið á okkur tvo mörk í lok leiks.” ÍA sigraði Leikni á sama tíma 3-1 og eru því einungis stigi á eftir Fylki þegar tvær umferðir eru eftir og þurfa því Fylkismenn að treysta á hagstæð úrslit annarsstaðar. „Það var alveg klárt, við þurftum þess hvort eð er, en við eigum ÍA næst þannig það verður bara svaka slagur og bara verðugt verkefni fyrir okkur að fara upp á Skaga og reyna fá hagsæð úrslit.” „Við þurfum náttúrulega bara að fá þrjú stig, það skiptir öllu máli, að sjálfsögðu reynum við að vera skynsamir en þú þarft náttúrulega að spila vörn til þess að vinna leiki og vonandi fáum við einhvern góðan sóknarleik í liðið”, sagði Rúnar aðspurður hvort liðið þurfti ekki að leggja meiri áherslu á sóknarleik sinn á móti Skagamönnum í næsta leik. Ragnar Sigurðsson hefur verið þónokkuð í umræðunni síðustu misseri en hann var skráður í liðsstjórn í dag. Aðspurður hvers vegna hann hafi ekki verið í leikmannahóp liðsins í dag var svar Rúnars stutt: „Hann er bara meiddur eins og staðan er í dag.” Vísir / Vilhelm Arnar: Gott að hafa mann eins og Grímsa sem að getur tekið svona einsdæmi Arnar Grétarsson, þjálfari KA, eygir enn von um Evrópusæti eftir torsótann sigur gegn Fylki í dag. „Fyrst og fremst ánægður með þrjú stigin og allir leikir í þessari deild eru erfiðir og nú erum við að spila við lið sem er með nýjan þjálfara og er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni, það eru mjög trikkí leikir, og þetta var bara alvöru leikur við skorum ekki fyrr en það eru fimm eða sjö mínútur eftir af leiknum (fyrsta mark leiksins kom á 88. mínútu) þó við höfum verið töluvert meira með boltann. Mér fannst að vísu í fyrri hálfleik að þá sköpuðum við nógu mikið af færum til þess að koma okkur í góða stöðu og koma okkur yfir en gerðum það ekki”, sagði Arnar og hélt áfram: „Fylkir eru með hættulega menn og eru alltaf hættulegir að breika á okkur og fengu að gera það þarna einu sinni eða tvisvar og eiga skot í stöng í stöðunni 0-0 þannig að þetta var í rauninni leikur allan tímann þó svo við höfum verið meira með boltann, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við komum okkur í fín færi, þá fannst mér í seinni hálfleik við svolitlir klaufar þegar við vorum að komast á síðasta þriðjung. Ákvarðanatökur og svo síðasta sending það vantar aðeins upp á, svo er gott að hafa mann eins og Grímsa sem að getur tekið svona einsdæmi og gerði það mjög vel þarna í lokin og skoraði gott mark.“ Arnar var ánægður með að lið sitt hafi haft trú á verkefninu allan tímann og sótt sigurinn að lokum.„Þá er svona oft týpíkst að með lið sem eru kannski að ströggla að þá opnast aðeins og þá skorarðu annað mark og við hefðum alveg getað bætt við enn fleiri mörkum en fyrst og fremst ánægður með þrjú stigin og menn héldu áfram allan tímann.” Sigurmarkið kom ekki fyrr en að tvær mínutur voru eftir af venjulegum leiktíma. Var Arnar farinn að óttast að sigurinn gæti jafnvel dottið báðu megin? „Já það er alltaf þannig á meðan að staðan er 0-0 og þeir eru alltaf hættulegir með flotta leikmenn og fljótir fram á við, það er alltaf hætta á því, þannig að þér líður ekkert vel með stöðuna 0-0 en okkur leið mun betur þegar boltinn var kominn í markið og lítið eftir en ég held að það sé alveg hægt að segja að þetta sé fyllilega sanngjarnt en þetta hefði alveg getað dottið í hina áttina eða endað jafntefli en fótbolti er ekkert alltaf sanngjarn en í dag held ég að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða.” Fylkisliðið lá mjög aftarlega á vellinum og kom það Arnari ekkert á óvart. „Nei alls ekki, ég skil þetta bara full vel, ef þú ert að koma inn sem nýr þjálfari, og maður sá að það kemur náttúrulega alltaf með nýjum þjálfurum nýjar áherslur og þetta var mjög mikil vinnsla í liðinu, mjög duglegir og mjög aggressívir og ætluðu að sitja, vera þéttir og sækja hratt á okkur. Þeir eru með mjög mikinn hraða fram á við og leikna stráka. Þetta hefði alveg getað heppnast hjá þeim hefðu þeir sett boltann í markið á undan okkur en sem betur fer gerðist það ekki og ég er ánægður með svona heildarbrag þó að við hefðum mátt gera betur á síðasta þriðjungi.” Möguleiki KA á Evrópusæti er enn til staðar þó það sé langsótt en Arnar segist halda í vonina á meðan enn er fræðilegur möguleiki. „Á meðan það er enn þá fræðilega þá höldum við áfram, við eigum tvo mjög erfiða leiki eftir og ég held að KR eigi heimaleik í næsta leik á móti Víkingi og við þurfum náttúrulega fyrst og fremst að hugsa um okkur og við eigum Val í næsta leik úti. Valur úti eða Fylkir heima eða Skaginn upp á Skaga, þetta eru allt erfiðir leikir, og liðið þarf bara að vera í toppstandi til að sækja þrjú stig þarna. Við ætlum klárlega að reyna að berjast fram á síðustu mínútu. KA mætir Val í næstu umferð á Hlíðarenda. Í fyrri leik liðanna á Dalvík höfðu Valsmenn betur, 0-1, með marki seint í leiknum. Arnar vill ekkert horfa í þann leik heldur einblína á að sækja þrjú stig gegn þeim í þetta skiptið. „Lykilatriðið er bara að fara sækja þrjú stig og auðvitað vorum við mjög ósáttir með þá niðurstöðu að fara með 0 stig úr þeim leik en svona er fótboltinn og það er ekki oft nóg kannski að spila góðan leik og fá helling af færum ef þú setur ekki boltann í netið. Við höfum gert það nokkrum sinnum í sumar og þar af leiðandi erum við í þeirri stöðu sem við erum í núna, við erum svolítið fyrir aftan, við viljum vera hærra en við getum komið okkur í, við getum sagt svona smá semi-séns, að einhverri Evrópu ef liðin sem eru fyrir ofan okkur taki til að mynda bikarinn þá gæti þriðja sætið gefið Evrópu og ég held að það séu einhverjir hérna að horfa á það og á meðan það er von þá höldum við áfram. Þetta mót er búið að vera alveg ótrúlegt, mjög mikil spenna bæði uppi og niðri þannig að vonandi heldur það bara alveg til enda.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti