Afturelding fylgir deildarmeisturum KR í efstu deild | ÍA og Grótta fallin Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2021 21:11 KR varð Lengjudeildarmeistari í kvöld og felldi Gróttu í 2. deild. Vísir/Hulda Margrét KR varð í kvöld Lengjudeildarmeistari kvenna í fótbolta eftir 3-0 sigur á Gróttu á Seltjarnarnesi, sem jafnframt felldi granna þeirra í 2. deild. Afturelding vann hreinan úrslitaleik gegn FH um sæti í efstu deild. Spennan var mikil bæði á toppi og botni Lengjudeildarinnar fyrir kvöldið. KR var á toppi deildarinnar með 39 stig, tveimur á undan Aftureldingu í öðru sæti og þremur á undan FH í því þriðja. KR hafði tryggt sæti sitt í efstu deild þar sem síðarnefndu félögin tvö mættust innbyrðis í hreinum úrslitaleik um að fylgja Vesturbæingum upp. Ljóst var að Aftureldingu dugði jafntefli til að fara upp en liðið tók á móti FH í spennuþrungnum leik í Mosfellsbæ. Markalaust var í leikhléi og allt fram á 69. mínútu. Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Aftureldingu þá yfir og við það opnuðust flóðgáttir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bætti við tveimur mörkum á 74. og 78. mínútu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir innsiglaði svo 4-0 sigur Aftureldingar, og jafnframt gullskó sinn, með 23. marki sínu í sumar á 84. mínútu. Afturelding mun því leika í Pepsi Max-deild kvenna að ári á kostnað FH. Hafnfirðingar sitja eftir í Lengjudeildinni og tókst ekki að komast upp í fyrstu tilraun eftir fall úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Það tókst hins vegar KR sem dugði sigur á grönnum sínum Gróttu á Seltjarnarnesi til að tryggja sér deildartitilinn. Kathleen Pingel skoraði tvö mörk fyrir þær svarthvítu í fyrri hálfleik til að veita liðinu 2-0 forystu í hléi. Aideen Keane innsiglaði 3-0 sigur KR kvenna tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tap Gróttu þýddi mikla hættu á falli en alls gátu fjögur lið fallið fyrir lokaumferðina í kvöld. Hetjuleg endurkoma Skagakvenna dugði ekki til - Grótta með þeim niður ÍA og Augnablik voru neðst í deildinni með 14 stig en voru aðeins tveimur stigum frá HK og Gróttu sem voru þar fyrir ofan með 16 stig. Sigur botnliðanna var líklegt til að halda þeim uppi. ÍA gerði 3-3 jafntefli við Hauka í Hafnarfirði og féll því úr deildinni. Haukakonur komust 3-0 en Skagakonur náðu ekki að fullkomna frábæra endurkomu sína með sigurmarki. Þær höfnuðu því í botnsæti deildarinnar með 15 stig. Augnablik mætti HK í Kórnum og ljóst að sigur myndi duga Augnabliki til að halda sér uppi. Það myndi þá velta á markatölu hvort HK eða Grótta færi niður fyrst að Gróttukonur töpuðu fyrir KR. Augnablik vann 2-0 sigur í Kópavogsslagnum í Kórnum og bjargaði sér þannig frá falli. Stærð sigursins hefði þurft að vera meiri til að fella granna þeirra í leiðinni en Grótta var með tveimur mörkum lakari markatölu en HK og fylgdi ÍA því niður í 2. deild. Víkingskonur unnu 1-0 sigur á Grindavík og hafnaði Víkingur í fjórða sæti með 31 stig, fimm á eftir FH í því þriðja. Grindavík lauk keppni með 17 stig, líkt og Augnablik, í 6.-7. sæti. Lengjudeild kvenna KR Afturelding ÍA Grótta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Spennan var mikil bæði á toppi og botni Lengjudeildarinnar fyrir kvöldið. KR var á toppi deildarinnar með 39 stig, tveimur á undan Aftureldingu í öðru sæti og þremur á undan FH í því þriðja. KR hafði tryggt sæti sitt í efstu deild þar sem síðarnefndu félögin tvö mættust innbyrðis í hreinum úrslitaleik um að fylgja Vesturbæingum upp. Ljóst var að Aftureldingu dugði jafntefli til að fara upp en liðið tók á móti FH í spennuþrungnum leik í Mosfellsbæ. Markalaust var í leikhléi og allt fram á 69. mínútu. Sigrún Gunndís Harðardóttir kom Aftureldingu þá yfir og við það opnuðust flóðgáttir. Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bætti við tveimur mörkum á 74. og 78. mínútu. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir innsiglaði svo 4-0 sigur Aftureldingar, og jafnframt gullskó sinn, með 23. marki sínu í sumar á 84. mínútu. Afturelding mun því leika í Pepsi Max-deild kvenna að ári á kostnað FH. Hafnfirðingar sitja eftir í Lengjudeildinni og tókst ekki að komast upp í fyrstu tilraun eftir fall úr Pepsi Max-deildinni í fyrra. Það tókst hins vegar KR sem dugði sigur á grönnum sínum Gróttu á Seltjarnarnesi til að tryggja sér deildartitilinn. Kathleen Pingel skoraði tvö mörk fyrir þær svarthvítu í fyrri hálfleik til að veita liðinu 2-0 forystu í hléi. Aideen Keane innsiglaði 3-0 sigur KR kvenna tæpum stundarfjórðungi fyrir leikslok. Tap Gróttu þýddi mikla hættu á falli en alls gátu fjögur lið fallið fyrir lokaumferðina í kvöld. Hetjuleg endurkoma Skagakvenna dugði ekki til - Grótta með þeim niður ÍA og Augnablik voru neðst í deildinni með 14 stig en voru aðeins tveimur stigum frá HK og Gróttu sem voru þar fyrir ofan með 16 stig. Sigur botnliðanna var líklegt til að halda þeim uppi. ÍA gerði 3-3 jafntefli við Hauka í Hafnarfirði og féll því úr deildinni. Haukakonur komust 3-0 en Skagakonur náðu ekki að fullkomna frábæra endurkomu sína með sigurmarki. Þær höfnuðu því í botnsæti deildarinnar með 15 stig. Augnablik mætti HK í Kórnum og ljóst að sigur myndi duga Augnabliki til að halda sér uppi. Það myndi þá velta á markatölu hvort HK eða Grótta færi niður fyrst að Gróttukonur töpuðu fyrir KR. Augnablik vann 2-0 sigur í Kópavogsslagnum í Kórnum og bjargaði sér þannig frá falli. Stærð sigursins hefði þurft að vera meiri til að fella granna þeirra í leiðinni en Grótta var með tveimur mörkum lakari markatölu en HK og fylgdi ÍA því niður í 2. deild. Víkingskonur unnu 1-0 sigur á Grindavík og hafnaði Víkingur í fjórða sæti með 31 stig, fimm á eftir FH í því þriðja. Grindavík lauk keppni með 17 stig, líkt og Augnablik, í 6.-7. sæti.
Lengjudeild kvenna KR Afturelding ÍA Grótta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira