„Ég elska að prófa nýja hluti og er alveg opin fyrir öllu, þetta er bara spurning um að vera með opinn huga,“ segir Jóhanna áður en hún prófaði starfið í Sorpu.
Í þættinum þurftu meðal annars að heimsækja vinnslustöð Sorpu en það fór ekki alveg eins og vonast var eftir.
„Þegar ég labbaði inn þá hélt ég að það myndi líða yfir mig,“ sagði Sunneva um þessa reynslu. „Mér leið eins og ég væri í einhverri hryllingsmynd.“ Jóhanna var sammála þessu.
„Ég held að þetta sé það ógeðslegasta sem ég hef séð, á ævinni.“
Þær fengu þó að upplifa langþráðan draum eins og sjá má í meðfylgjandi klippu.