„Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. september 2021 14:36 Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítala Vísir Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi. Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem læknar furðuðu sig á að ekki væri gert ráð fyrir nýrri geðdeild á nýjum Landspítala. Þá var bent á að núverandi húsnæði væri algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segist hafa bent á þennan vanda frá árinu 2019. „Síðan ég tók við sem forstöðumaður Geðþjónustunnar hef ég bent á að að húsnæðið sé óviðunandi og það þurfi byggja nýtt. Allir stjórnendur í geðþjónustu og starfsmenn hér eru sammála þessu og mínir yfirmenn sjá þetta algjörlega. Mér heyrist stjórnvöld líka vera að gera sér grein fyrir þessu,“ segir Nanna og bætir við að vonandi sé það ekki bara af því að kosningar séu á næsta leiti. „Það er ekki aðeins það að húsnæðið sé gamalt og úr sér gengið heldur erum við með starfsemi á þremur stöðum sem er afar óhentugt fyrir þá þjónustu sem við rekum. Í nútímahönnun geðdeildarbygginga er gert ráð fyrir að húsnæðið ýti undir bata sjúklinga en það er langt í frá raunin í því húsnæði sem við erum í núna,“ segir Nanna. Nanna segist ekki hafa fengið skýr svör um af hverju ekki sé gert ráð fyrir geðdeildarhúsnæði á nýjum Landspítala. „Þessi ákvörðun um að byggja nýjan Landspítala var tekinn fyrir löngu síðan. Ákvörðunin velktist svo um í kerfinu árum saman. Kannski var á þeim tíma ekki svo langt síðan geðdeildarbyggingin var byggð við Hringbraut,“ veltir Nanna fyrir sér. Hún segir hins vegar brýnt að bæta úr húsnæðiskosti geðsviðsins sem fyrst. „Það er alveg ljóst að við getum ekki beðið í 10- 20 ár. það er alveg útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu,“ segir Nanna. Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Félag íslenskra sérnámslækna í geðlækninum sendi frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem læknar furðuðu sig á að ekki væri gert ráð fyrir nýrri geðdeild á nýjum Landspítala. Þá var bent á að núverandi húsnæði væri algjörlega óviðunandi, bæði fyrir sjúklinga og starfsmenn. Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segist hafa bent á þennan vanda frá árinu 2019. „Síðan ég tók við sem forstöðumaður Geðþjónustunnar hef ég bent á að að húsnæðið sé óviðunandi og það þurfi byggja nýtt. Allir stjórnendur í geðþjónustu og starfsmenn hér eru sammála þessu og mínir yfirmenn sjá þetta algjörlega. Mér heyrist stjórnvöld líka vera að gera sér grein fyrir þessu,“ segir Nanna og bætir við að vonandi sé það ekki bara af því að kosningar séu á næsta leiti. „Það er ekki aðeins það að húsnæðið sé gamalt og úr sér gengið heldur erum við með starfsemi á þremur stöðum sem er afar óhentugt fyrir þá þjónustu sem við rekum. Í nútímahönnun geðdeildarbygginga er gert ráð fyrir að húsnæðið ýti undir bata sjúklinga en það er langt í frá raunin í því húsnæði sem við erum í núna,“ segir Nanna. Nanna segist ekki hafa fengið skýr svör um af hverju ekki sé gert ráð fyrir geðdeildarhúsnæði á nýjum Landspítala. „Þessi ákvörðun um að byggja nýjan Landspítala var tekinn fyrir löngu síðan. Ákvörðunin velktist svo um í kerfinu árum saman. Kannski var á þeim tíma ekki svo langt síðan geðdeildarbyggingin var byggð við Hringbraut,“ veltir Nanna fyrir sér. Hún segir hins vegar brýnt að bæta úr húsnæðiskosti geðsviðsins sem fyrst. „Það er alveg ljóst að við getum ekki beðið í 10- 20 ár. það er alveg útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu,“ segir Nanna.
Landspítalinn Geðheilbrigði Félagsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Furða sig á að geðdeild verði ekki á nýjum Landspítala Mikil óánægja ríkir meðal sérnámslækna í geðlækningum vegna uppbyggingar nýs Landspítala. Ekki stendur til að geðsvið fái þar inni þrátt fyrir að sum húsa geðdeildanna séu aldargömul og húsnæðisvandi sé mikill. 3. september 2021 20:01