Upprifjun handa Kára Reynir Arngrímsson skrifar 8. september 2021 20:06 Í tilefni umvöndunar Kára í garð lækna í nýjasta hefti Læknablaðsins sem er viðlag við sama stefgang úr kórverki hans frá 2019 og birtist í Fréttablaðinu á sínum tíma. Kári má eiga það að hann er óþreytandi í að benda á þá staðreynd að læknasamtökin séu öflugur bakhjarl félagsmanna sinna. Það er rétt hjá Kára. Læknafélag Íslands (LÍ), með fulltingi aðildarfélaga sinna og sérgreinafélaga lækna hafa um áraraðir reynt að skjóta skjaldborg um réttindi sjúklinga og lækna og berjast fyrir bættri vinnuaðstöðu, heilsusamlegra starfsuhverfi, framförum og faglegri framþróun heilbrigðiskerfisins. Meðal faglegra hornsteina starfseminnar er t.d. útgáfa Læknablaðsins sem er í eigu LÍ og hefur verið gefið út í 107 ár. Öflugusta ráðstefnan á sviði heilbrigðisvísinda og símenntunar, Læknadagar, hafa verið haldnir af LÍ í aldarfjórðung. LÍ er sterkt fagfélag og í stefnumörkun félagsins sem nú er í vinnslu er lögð enn meiri áhersla á uppbyggingu og styrks þess þáttar starfseminnar. Ábendingar Kára geta þar komið að góðu gagni. Sterk samstaða og áhrif Það sem Kára virðist yfirsjást aftur er að hagsmunir lækna og skjólstæðinga þeirra, sjúklinganna, fara yfirleitt saman. Félagsmenn LÍ gegna mikilvægu hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi. Áhrif félagsmanna hafa sennilega aldrei verið meiri en einmitt nú á tímum fyrir íslenskt samfélag í heimsfaraldri, jafnvel þó ekki gegni læknir stöðu ráðuneytisstjóra í Heilbrigðisráðuneytinu eins og var um langt árabil. Jafnvel mönnum eins og Kára geta skjátlast þó auðvitað gerist það sjaldan. Sem betur fer hafa læknar í samstarfi við marga aðila innan og utan heilbrigðiskerfisins þ.m.t. ágæta vísindamenn og starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar verið óþreytandi og unnið óeigingjarnt starf sl. tvö á í heimsfaraldrinum. Læknar hluti af lausninni Meðvituð áhersla LÍ á aukin áhrif og raddir einstakra lækna, hópa lækna og grasrótar lækna hefur sjaldan verið meiri. Hún endurspeglast í meiri og traustari samstöðu meðal lækna en dæmi eru áður um. Læknar líta ekki á sig sem heilbrigðisvandamál eins og Kári gerir, þeir eru hluti af lausninni á þeim vanda sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Viðhorf Kára nú er það sama og í grein hans frá 2019. Tilraun til að gera lækna að blórabögglum vegna þess sem misfarist hefur í heilbrigðisstefnu stjórnvalda með ásökunum um sérhagsmunagæslu eins og Kári freistast til að gera og ýmsir stjórnmálamenn hafa reynt og er ekki ný af nálinni en hefur fengið litlar undirtektir. Enda þegar litið er yfir farin veg sl. tvö ár þá sjá flestir að slíkar rangfærslur styðjast ekki við nein rök. Samfélagsábyrgð hefur einkennt framgöngu lækna og læknar hafa verið í forystu gegnum öldurót heimsfaraldurs á mörgum vígstöðvum sem leiðandi afl og uppfræðendur hver með sínu sniði. Áhrif þeirra hafa verið og eru mikil og byggist m.a á víðtækri samvinnu góðum tengslum við almenning. Leitað langt yfir skammt Það kann að svíða að ábendingarnar frá læknum og félögum þeirra um það sem betur þurfi að fara hafi verið hvassar og Kára finnist hann þurfa að hirta þá sem benda á mikið álag í starfi. Honum finnist erfitt að hafa samúð með þeim sem eru þreyttir svona eins og þegar heilbrigðisráðherra þótti áskorun að standa með Landspítalanum. Markmiðið málflutnings Kára með því að tala niður til þeirra sem hafa tjáð sig um álag og hnýta í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn sem mýgrút sérfræðinga sem vinna á stofum með takmörkuðum gæðum virðist vera til þess eins kokkað að rýra með tiltækum meðölum það trausta samband sem myndast hefur milli lækna og sjúklinga gegnum tíðina og gera þá og starfsemi þeirra tortryggilega með tilvísunum í fjárhagslega hagsmuni fremur en trausta faglega þjónustu. Í ljósi þessa kann rétt að vera í aðdraganda kosninga að minna á eftirfarandi: „Læknafélag Íslands telur eitt af lykilhlutverkum sínum að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi málefni lækna og heilbrigðiskerfisins almennt á grundvelli sérþekkinar sinnar. En ráðgjöf okkar er ekki alltaf þegin og eftir henni er ekki alltaf leitað þó hún sé í boði. Það má segja að traust ríki milli læknastéttarinnar og almennings, en milli stjórnvalda og læknastéttarinnar ríki ákveðin tortryggni. Við viljum gjarnan eyða henni og koma því skýrt til skila að við mælum af fullum heilindum. Stundum er ekki laust við að læknum þyki sem stjórnvöld sæki vatnið yfir lækinn.“ svo vitnað sé í níu ára gamalt viðtal við Þorbjörn Jónsson, fv. formann LÍ árið 2012 sem getur vel átt við enn í dag. Undir það má taka. Lesa má fyrra svar við sömu ákúrum Kára frá 2019 hér. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Í tilefni umvöndunar Kára í garð lækna í nýjasta hefti Læknablaðsins sem er viðlag við sama stefgang úr kórverki hans frá 2019 og birtist í Fréttablaðinu á sínum tíma. Kári má eiga það að hann er óþreytandi í að benda á þá staðreynd að læknasamtökin séu öflugur bakhjarl félagsmanna sinna. Það er rétt hjá Kára. Læknafélag Íslands (LÍ), með fulltingi aðildarfélaga sinna og sérgreinafélaga lækna hafa um áraraðir reynt að skjóta skjaldborg um réttindi sjúklinga og lækna og berjast fyrir bættri vinnuaðstöðu, heilsusamlegra starfsuhverfi, framförum og faglegri framþróun heilbrigðiskerfisins. Meðal faglegra hornsteina starfseminnar er t.d. útgáfa Læknablaðsins sem er í eigu LÍ og hefur verið gefið út í 107 ár. Öflugusta ráðstefnan á sviði heilbrigðisvísinda og símenntunar, Læknadagar, hafa verið haldnir af LÍ í aldarfjórðung. LÍ er sterkt fagfélag og í stefnumörkun félagsins sem nú er í vinnslu er lögð enn meiri áhersla á uppbyggingu og styrks þess þáttar starfseminnar. Ábendingar Kára geta þar komið að góðu gagni. Sterk samstaða og áhrif Það sem Kára virðist yfirsjást aftur er að hagsmunir lækna og skjólstæðinga þeirra, sjúklinganna, fara yfirleitt saman. Félagsmenn LÍ gegna mikilvægu hlutverki í íslensku heilbrigðiskerfi. Áhrif félagsmanna hafa sennilega aldrei verið meiri en einmitt nú á tímum fyrir íslenskt samfélag í heimsfaraldri, jafnvel þó ekki gegni læknir stöðu ráðuneytisstjóra í Heilbrigðisráðuneytinu eins og var um langt árabil. Jafnvel mönnum eins og Kára geta skjátlast þó auðvitað gerist það sjaldan. Sem betur fer hafa læknar í samstarfi við marga aðila innan og utan heilbrigðiskerfisins þ.m.t. ágæta vísindamenn og starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar verið óþreytandi og unnið óeigingjarnt starf sl. tvö á í heimsfaraldrinum. Læknar hluti af lausninni Meðvituð áhersla LÍ á aukin áhrif og raddir einstakra lækna, hópa lækna og grasrótar lækna hefur sjaldan verið meiri. Hún endurspeglast í meiri og traustari samstöðu meðal lækna en dæmi eru áður um. Læknar líta ekki á sig sem heilbrigðisvandamál eins og Kári gerir, þeir eru hluti af lausninni á þeim vanda sem heilbrigðiskerfið stendur frammi fyrir. Viðhorf Kára nú er það sama og í grein hans frá 2019. Tilraun til að gera lækna að blórabögglum vegna þess sem misfarist hefur í heilbrigðisstefnu stjórnvalda með ásökunum um sérhagsmunagæslu eins og Kári freistast til að gera og ýmsir stjórnmálamenn hafa reynt og er ekki ný af nálinni en hefur fengið litlar undirtektir. Enda þegar litið er yfir farin veg sl. tvö ár þá sjá flestir að slíkar rangfærslur styðjast ekki við nein rök. Samfélagsábyrgð hefur einkennt framgöngu lækna og læknar hafa verið í forystu gegnum öldurót heimsfaraldurs á mörgum vígstöðvum sem leiðandi afl og uppfræðendur hver með sínu sniði. Áhrif þeirra hafa verið og eru mikil og byggist m.a á víðtækri samvinnu góðum tengslum við almenning. Leitað langt yfir skammt Það kann að svíða að ábendingarnar frá læknum og félögum þeirra um það sem betur þurfi að fara hafi verið hvassar og Kára finnist hann þurfa að hirta þá sem benda á mikið álag í starfi. Honum finnist erfitt að hafa samúð með þeim sem eru þreyttir svona eins og þegar heilbrigðisráðherra þótti áskorun að standa með Landspítalanum. Markmiðið málflutnings Kára með því að tala niður til þeirra sem hafa tjáð sig um álag og hnýta í sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsmenn sem mýgrút sérfræðinga sem vinna á stofum með takmörkuðum gæðum virðist vera til þess eins kokkað að rýra með tiltækum meðölum það trausta samband sem myndast hefur milli lækna og sjúklinga gegnum tíðina og gera þá og starfsemi þeirra tortryggilega með tilvísunum í fjárhagslega hagsmuni fremur en trausta faglega þjónustu. Í ljósi þessa kann rétt að vera í aðdraganda kosninga að minna á eftirfarandi: „Læknafélag Íslands telur eitt af lykilhlutverkum sínum að veita stjórnvöldum ráðgjöf varðandi málefni lækna og heilbrigðiskerfisins almennt á grundvelli sérþekkinar sinnar. En ráðgjöf okkar er ekki alltaf þegin og eftir henni er ekki alltaf leitað þó hún sé í boði. Það má segja að traust ríki milli læknastéttarinnar og almennings, en milli stjórnvalda og læknastéttarinnar ríki ákveðin tortryggni. Við viljum gjarnan eyða henni og koma því skýrt til skila að við mælum af fullum heilindum. Stundum er ekki laust við að læknum þyki sem stjórnvöld sæki vatnið yfir lækinn.“ svo vitnað sé í níu ára gamalt viðtal við Þorbjörn Jónsson, fv. formann LÍ árið 2012 sem getur vel átt við enn í dag. Undir það má taka. Lesa má fyrra svar við sömu ákúrum Kára frá 2019 hér. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun