Lífeyrissjóðssukk Rúnar Gunnarsson skrifar 8. september 2021 17:00 Okkur Pírötum er mjög hugleikin spilling í hvaða mynd sem hún birtist. Þess vegna er baráttan gegn henni eitt af helstu áherslumálum okkar fyrir kosningarnar. Ekki alls fyrir löngu kom upp alvarlegt mál þar sem fyrirtæki sem sinnti þjónustu við lífeyrissjóðina komst upp með að raka til sín fé með vafasömum hætti. Það er með ólíkindum að slíkt hafi getað farið fram óáreitt í langan tíma. Málið var að sjálfsögðu sett í ferli og skrifuð skýrsla - sem skilar svo engu því ekki má birta skýrsluna, eins og sjá má í umfjöllun Kjarnans frá 16. ágúst. Einungis er vilji til að birta helstu niðurstöður úr úttektinni. Það eitt segir manni að eitthvað er í henni sem þarf að fela svo að þeir sem hlut eiga að máli geti falið slóðina. Mér finnst það alveg galið að þetta skuli geta gerst, en það er kannski ekki svo skrýtið þar sem í stjórnum lífeyrissjóða sitja fulltrúar atvinnurekenda og þeir þurfa væntanlega að passa sitt fólk. Að ráðskast með laun starfsfólks En þá komum við að því sem ég vildi koma á framfæri í þessum pistli. Hvernig stendur á því að atvinnurekendur geta skipt sér af því hvernig farið er með peninga kjósenda? Ég líkt og annað fólk í landinu, er búinn að skila mínu vinnuframlagi og aðkoma atvinnurekenda ætti því að ljúka við greiðslu framlags til lífeyrissjóðs. Miðað við þetta fyrirkomulag ættu atvinnurekendur ekki líka að hafa aðgang að bankareikningum starfsfólks til að stjórna því hvernig við förum með launin okkar? Atvinnurekendur vilja vasast áfram með peningana sem við höfum greitt í okkar sjóði til að ráða því hvar skal ávaxta þá. Er því ekki að undra að fjárfestingar lífeyrissjóðanna er oft brask með hlutabréf í fyrirtækjum vina og vandamanna en ekki með hagsmuni sjóðsfélaga í huga. Ég vil sjá breytingu á þessu, með því að koma atvinnurekendum út úr stjórnum lífeyrissjóðanna og láta sjóðfélaga um að ávaxta sitt fé. Sjóðsfélagar hafa ríkari hagsmuni af því að fé þeirra sé vel ráðstafað og þess vegna leggja Píratar til að sjóðsfélagarnir kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum. Við treystum þeim best til að taka ákvarðanir með hagsmuni landsfólks að leiðarljósi. Píratar berjast gegn spillingu hvar sem hún birtist og það er klárlega pottur brotin í rekstri lífeyrissjóða. Ég vil gera þar bragarbót með hagsmuni okkar sem eigum sjóðina í fyrirrúmi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Lífeyrissjóðir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur Pírötum er mjög hugleikin spilling í hvaða mynd sem hún birtist. Þess vegna er baráttan gegn henni eitt af helstu áherslumálum okkar fyrir kosningarnar. Ekki alls fyrir löngu kom upp alvarlegt mál þar sem fyrirtæki sem sinnti þjónustu við lífeyrissjóðina komst upp með að raka til sín fé með vafasömum hætti. Það er með ólíkindum að slíkt hafi getað farið fram óáreitt í langan tíma. Málið var að sjálfsögðu sett í ferli og skrifuð skýrsla - sem skilar svo engu því ekki má birta skýrsluna, eins og sjá má í umfjöllun Kjarnans frá 16. ágúst. Einungis er vilji til að birta helstu niðurstöður úr úttektinni. Það eitt segir manni að eitthvað er í henni sem þarf að fela svo að þeir sem hlut eiga að máli geti falið slóðina. Mér finnst það alveg galið að þetta skuli geta gerst, en það er kannski ekki svo skrýtið þar sem í stjórnum lífeyrissjóða sitja fulltrúar atvinnurekenda og þeir þurfa væntanlega að passa sitt fólk. Að ráðskast með laun starfsfólks En þá komum við að því sem ég vildi koma á framfæri í þessum pistli. Hvernig stendur á því að atvinnurekendur geta skipt sér af því hvernig farið er með peninga kjósenda? Ég líkt og annað fólk í landinu, er búinn að skila mínu vinnuframlagi og aðkoma atvinnurekenda ætti því að ljúka við greiðslu framlags til lífeyrissjóðs. Miðað við þetta fyrirkomulag ættu atvinnurekendur ekki líka að hafa aðgang að bankareikningum starfsfólks til að stjórna því hvernig við förum með launin okkar? Atvinnurekendur vilja vasast áfram með peningana sem við höfum greitt í okkar sjóði til að ráða því hvar skal ávaxta þá. Er því ekki að undra að fjárfestingar lífeyrissjóðanna er oft brask með hlutabréf í fyrirtækjum vina og vandamanna en ekki með hagsmuni sjóðsfélaga í huga. Ég vil sjá breytingu á þessu, með því að koma atvinnurekendum út úr stjórnum lífeyrissjóðanna og láta sjóðfélaga um að ávaxta sitt fé. Sjóðsfélagar hafa ríkari hagsmuni af því að fé þeirra sé vel ráðstafað og þess vegna leggja Píratar til að sjóðsfélagarnir kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum. Við treystum þeim best til að taka ákvarðanir með hagsmuni landsfólks að leiðarljósi. Píratar berjast gegn spillingu hvar sem hún birtist og það er klárlega pottur brotin í rekstri lífeyrissjóða. Ég vil gera þar bragarbót með hagsmuni okkar sem eigum sjóðina í fyrirrúmi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar