Að kjósa framtíð Snæbjörn Guðmundsson skrifar 8. september 2021 10:00 Hinn 9. ágúst síðastliðinn kom út drungaleg loftslagsskýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri samtakanna, lýsti henni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið; ef blaðinu yrði ekki strax snúið við væru milljarðar manna í bráðri hættu af völdum óafturkræfra loftslagsbreytinga. Stór orð en fyllilega réttlætanleg. Ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið kunnar í áratugi án þess að til nokkurra raunverulegra aðgerða hafi verið gripið. Á Íslandi hafa loftslags- og umhverfismál hingað til vart ratað á blað sem aðalatriði í kosningum. Sagan mun ekki fara fögrum orðum um þær kynslóðir sem kjósa að hunsa áfram þessi allra mikilvægustu mál okkar tíma. Við höfum enn tíma en núna er að renna upp síðasta augnablik mannkyns til að sveigja af óheillabraut loftslagshamfara, þaðan sem ekki verður aftur snúið. Sem betur fer eru nú flokkar á nánast öllu rófi íslenskra stjórnmála sem átta sig á því að loftslags- og umhverfismál varða grunnstoðir samfélagsins. Fyrir komandi kosningar ætti því fyrst og fremst að skipta flokkum eftir viðhorfi og stefnu í þessum málum. Aðrir hefðbundnir ásar stjórnmálanna, þar sem flokkum er til dæmis skipt til vinstri eða hægri, fylgja þar á eftir. Framtíðarhorfur í umhverfismálum eru einfaldlega svo uggvænlegar að án róttækra viðhorfsbreytinga og aðgerða þegar í stað munu hefðbundnir ásar stjórnmálanna hvort eð er litlu skipta þegar undirstöðum samfélagsins verður kippt undan okkur. Í þessu ljósi er það hlutverk okkar kjósenda að þrýsta strax á og gera umhverfis- og loftslagsmál að forgangsatriði í kosningunum sem fram undan eru. Eina leiðin til þess er að styðja opinberlega og kjósa flokka sem tekið hafa þessi mál upp á sína arma. Í einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á solin2021.is sést hvernig umhverfismál birtast í stefnuskrám flokkanna sem nú bjóða fram til Alþingis. Þá má á síðunni egkys.is kynnast áherslum stjórnmálaflokka í umhverfismálum og hvernig þeir nálgast náttúru- og loftslagsmál, meðal annars í svörum þeirra í Kosningavitanum. Greinar sem ritaðar hafa verið af frambjóðendum og viðtöl við þá gefa einnig býsna skýra mynd af því hvernig framboð til Alþingis skiptast skýrt og greinilega í tvær andstæðar blokkir í umhverfismálum. Annars vegar eru það flokkar sem eru framsýnir og þora að horfast í augu við það öngstræti sem blasir við mannkyninu, stöðu sem krefst algjörrar stefnubreytingar. Andstætt þessum flokkum eru hinir sem afneita vandamálinu, vinna jafnvel beinlínis gegn framtíð þeirra ungu og ófæddu kynslóða sem munu þurfa að takast á við nánast óyfirstíganleg vandamál ef ekki verður sveigt af braut nú þegar. Þegar litið er yfir sviðið með heildstæðum og raunsæjum hætti skiptast þeir tíu flokkar sem bjóða fram í komandi kosningum í tvo nánast andstæða hópa í umhverfis- og loftslagsmálum: * Framsýnu flokkarnir fimm, „umhverfisblokkin“ svokallaða: Píratar, Samfylkingin, Sósíalistaflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. * Afturhaldssömu flokkarnir fimm: Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er einfalt, trúverðugt og hlutlaust mat, byggt á stefnuskrám, framsetningu hvers flokks um sig og málflutningi frambjóðenda líkt og fyrr er rakið. Framsýnu flokkarnir fimm, sem eru þó margs konar og afar ólíkir innbyrðis hvað varðar mismunandi áherslur í umhverfismálum og önnur stefnumál, eiga það allir sameiginlegt að ræða endurtekið og opinskátt um umhverfismál, leggja áherslu á mikilvægi þeirra í stefnuskrám og hvetja til þess að fumlaust verði brugðist við loftslagsvánni. Afturhaldssömu flokkarnir ræða lítið eða helst ekki umhverfismál nema í besta falli til málamynda, gera lítið úr loftslagsvánni og leggja varla eða alls ekki til að framlög til loftslagsbaráttunnar verði aukin. Í huga greinarhöfundar er það skýlaus skylda núlifandi kynslóða að kjósa sér fulltrúa sem hugsa til nálægrar og fjarlægrar framtíðar, með náttúruna og velferð mannkyns alls staðar á jörðu í fyrirrúmi. Við stöndum á krossgötum og það verður sífellt erfiðara að snúa við blaðinu í umhverfismálum. Ef ekkert verður að gert blasa óviðráðanlegar loftslagshamfarir við. Loftslagsmál og náttúruvernd eru því algjört höfuðatriði í kosningunum fram undan. Óháð því hvar kjósendur standa að öðru leyti í litrófi stjórnmálanna er það skylda okkar að kjósa einhvern þeirra fimm flokka sem tilheyra umhverfisblokkinni. Atkvæði til hinna, þeirra flokka sem hafna stefnubreytingum í umhverfismálum eða láta sér fátt um finnast, er atkvæði gegn bjartari og lífvænlegri framtíð barnanna okkar. Með hverju atkvæði sem er greitt einhverjum af umhverfisflokkunum fimm eru skýr skilaboð send um að bregðast þurfi tafarlaust við loftslagsvánni. Um leið eru það skilaboð til yngri kynslóða um að þær skipti máli. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Snæbjörn Guðmundsson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Hinn 9. ágúst síðastliðinn kom út drungaleg loftslagsskýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri samtakanna, lýsti henni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið; ef blaðinu yrði ekki strax snúið við væru milljarðar manna í bráðri hættu af völdum óafturkræfra loftslagsbreytinga. Stór orð en fyllilega réttlætanleg. Ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið kunnar í áratugi án þess að til nokkurra raunverulegra aðgerða hafi verið gripið. Á Íslandi hafa loftslags- og umhverfismál hingað til vart ratað á blað sem aðalatriði í kosningum. Sagan mun ekki fara fögrum orðum um þær kynslóðir sem kjósa að hunsa áfram þessi allra mikilvægustu mál okkar tíma. Við höfum enn tíma en núna er að renna upp síðasta augnablik mannkyns til að sveigja af óheillabraut loftslagshamfara, þaðan sem ekki verður aftur snúið. Sem betur fer eru nú flokkar á nánast öllu rófi íslenskra stjórnmála sem átta sig á því að loftslags- og umhverfismál varða grunnstoðir samfélagsins. Fyrir komandi kosningar ætti því fyrst og fremst að skipta flokkum eftir viðhorfi og stefnu í þessum málum. Aðrir hefðbundnir ásar stjórnmálanna, þar sem flokkum er til dæmis skipt til vinstri eða hægri, fylgja þar á eftir. Framtíðarhorfur í umhverfismálum eru einfaldlega svo uggvænlegar að án róttækra viðhorfsbreytinga og aðgerða þegar í stað munu hefðbundnir ásar stjórnmálanna hvort eð er litlu skipta þegar undirstöðum samfélagsins verður kippt undan okkur. Í þessu ljósi er það hlutverk okkar kjósenda að þrýsta strax á og gera umhverfis- og loftslagsmál að forgangsatriði í kosningunum sem fram undan eru. Eina leiðin til þess er að styðja opinberlega og kjósa flokka sem tekið hafa þessi mál upp á sína arma. Í einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á solin2021.is sést hvernig umhverfismál birtast í stefnuskrám flokkanna sem nú bjóða fram til Alþingis. Þá má á síðunni egkys.is kynnast áherslum stjórnmálaflokka í umhverfismálum og hvernig þeir nálgast náttúru- og loftslagsmál, meðal annars í svörum þeirra í Kosningavitanum. Greinar sem ritaðar hafa verið af frambjóðendum og viðtöl við þá gefa einnig býsna skýra mynd af því hvernig framboð til Alþingis skiptast skýrt og greinilega í tvær andstæðar blokkir í umhverfismálum. Annars vegar eru það flokkar sem eru framsýnir og þora að horfast í augu við það öngstræti sem blasir við mannkyninu, stöðu sem krefst algjörrar stefnubreytingar. Andstætt þessum flokkum eru hinir sem afneita vandamálinu, vinna jafnvel beinlínis gegn framtíð þeirra ungu og ófæddu kynslóða sem munu þurfa að takast á við nánast óyfirstíganleg vandamál ef ekki verður sveigt af braut nú þegar. Þegar litið er yfir sviðið með heildstæðum og raunsæjum hætti skiptast þeir tíu flokkar sem bjóða fram í komandi kosningum í tvo nánast andstæða hópa í umhverfis- og loftslagsmálum: * Framsýnu flokkarnir fimm, „umhverfisblokkin“ svokallaða: Píratar, Samfylkingin, Sósíalistaflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. * Afturhaldssömu flokkarnir fimm: Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er einfalt, trúverðugt og hlutlaust mat, byggt á stefnuskrám, framsetningu hvers flokks um sig og málflutningi frambjóðenda líkt og fyrr er rakið. Framsýnu flokkarnir fimm, sem eru þó margs konar og afar ólíkir innbyrðis hvað varðar mismunandi áherslur í umhverfismálum og önnur stefnumál, eiga það allir sameiginlegt að ræða endurtekið og opinskátt um umhverfismál, leggja áherslu á mikilvægi þeirra í stefnuskrám og hvetja til þess að fumlaust verði brugðist við loftslagsvánni. Afturhaldssömu flokkarnir ræða lítið eða helst ekki umhverfismál nema í besta falli til málamynda, gera lítið úr loftslagsvánni og leggja varla eða alls ekki til að framlög til loftslagsbaráttunnar verði aukin. Í huga greinarhöfundar er það skýlaus skylda núlifandi kynslóða að kjósa sér fulltrúa sem hugsa til nálægrar og fjarlægrar framtíðar, með náttúruna og velferð mannkyns alls staðar á jörðu í fyrirrúmi. Við stöndum á krossgötum og það verður sífellt erfiðara að snúa við blaðinu í umhverfismálum. Ef ekkert verður að gert blasa óviðráðanlegar loftslagshamfarir við. Loftslagsmál og náttúruvernd eru því algjört höfuðatriði í kosningunum fram undan. Óháð því hvar kjósendur standa að öðru leyti í litrófi stjórnmálanna er það skylda okkar að kjósa einhvern þeirra fimm flokka sem tilheyra umhverfisblokkinni. Atkvæði til hinna, þeirra flokka sem hafna stefnubreytingum í umhverfismálum eða láta sér fátt um finnast, er atkvæði gegn bjartari og lífvænlegri framtíð barnanna okkar. Með hverju atkvæði sem er greitt einhverjum af umhverfisflokkunum fimm eru skýr skilaboð send um að bregðast þurfi tafarlaust við loftslagsvánni. Um leið eru það skilaboð til yngri kynslóða um að þær skipti máli. Höfundur er jarðfræðingur.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun