Að kjósa framtíð Snæbjörn Guðmundsson skrifar 8. september 2021 10:00 Hinn 9. ágúst síðastliðinn kom út drungaleg loftslagsskýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri samtakanna, lýsti henni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið; ef blaðinu yrði ekki strax snúið við væru milljarðar manna í bráðri hættu af völdum óafturkræfra loftslagsbreytinga. Stór orð en fyllilega réttlætanleg. Ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið kunnar í áratugi án þess að til nokkurra raunverulegra aðgerða hafi verið gripið. Á Íslandi hafa loftslags- og umhverfismál hingað til vart ratað á blað sem aðalatriði í kosningum. Sagan mun ekki fara fögrum orðum um þær kynslóðir sem kjósa að hunsa áfram þessi allra mikilvægustu mál okkar tíma. Við höfum enn tíma en núna er að renna upp síðasta augnablik mannkyns til að sveigja af óheillabraut loftslagshamfara, þaðan sem ekki verður aftur snúið. Sem betur fer eru nú flokkar á nánast öllu rófi íslenskra stjórnmála sem átta sig á því að loftslags- og umhverfismál varða grunnstoðir samfélagsins. Fyrir komandi kosningar ætti því fyrst og fremst að skipta flokkum eftir viðhorfi og stefnu í þessum málum. Aðrir hefðbundnir ásar stjórnmálanna, þar sem flokkum er til dæmis skipt til vinstri eða hægri, fylgja þar á eftir. Framtíðarhorfur í umhverfismálum eru einfaldlega svo uggvænlegar að án róttækra viðhorfsbreytinga og aðgerða þegar í stað munu hefðbundnir ásar stjórnmálanna hvort eð er litlu skipta þegar undirstöðum samfélagsins verður kippt undan okkur. Í þessu ljósi er það hlutverk okkar kjósenda að þrýsta strax á og gera umhverfis- og loftslagsmál að forgangsatriði í kosningunum sem fram undan eru. Eina leiðin til þess er að styðja opinberlega og kjósa flokka sem tekið hafa þessi mál upp á sína arma. Í einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á solin2021.is sést hvernig umhverfismál birtast í stefnuskrám flokkanna sem nú bjóða fram til Alþingis. Þá má á síðunni egkys.is kynnast áherslum stjórnmálaflokka í umhverfismálum og hvernig þeir nálgast náttúru- og loftslagsmál, meðal annars í svörum þeirra í Kosningavitanum. Greinar sem ritaðar hafa verið af frambjóðendum og viðtöl við þá gefa einnig býsna skýra mynd af því hvernig framboð til Alþingis skiptast skýrt og greinilega í tvær andstæðar blokkir í umhverfismálum. Annars vegar eru það flokkar sem eru framsýnir og þora að horfast í augu við það öngstræti sem blasir við mannkyninu, stöðu sem krefst algjörrar stefnubreytingar. Andstætt þessum flokkum eru hinir sem afneita vandamálinu, vinna jafnvel beinlínis gegn framtíð þeirra ungu og ófæddu kynslóða sem munu þurfa að takast á við nánast óyfirstíganleg vandamál ef ekki verður sveigt af braut nú þegar. Þegar litið er yfir sviðið með heildstæðum og raunsæjum hætti skiptast þeir tíu flokkar sem bjóða fram í komandi kosningum í tvo nánast andstæða hópa í umhverfis- og loftslagsmálum: * Framsýnu flokkarnir fimm, „umhverfisblokkin“ svokallaða: Píratar, Samfylkingin, Sósíalistaflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. * Afturhaldssömu flokkarnir fimm: Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er einfalt, trúverðugt og hlutlaust mat, byggt á stefnuskrám, framsetningu hvers flokks um sig og málflutningi frambjóðenda líkt og fyrr er rakið. Framsýnu flokkarnir fimm, sem eru þó margs konar og afar ólíkir innbyrðis hvað varðar mismunandi áherslur í umhverfismálum og önnur stefnumál, eiga það allir sameiginlegt að ræða endurtekið og opinskátt um umhverfismál, leggja áherslu á mikilvægi þeirra í stefnuskrám og hvetja til þess að fumlaust verði brugðist við loftslagsvánni. Afturhaldssömu flokkarnir ræða lítið eða helst ekki umhverfismál nema í besta falli til málamynda, gera lítið úr loftslagsvánni og leggja varla eða alls ekki til að framlög til loftslagsbaráttunnar verði aukin. Í huga greinarhöfundar er það skýlaus skylda núlifandi kynslóða að kjósa sér fulltrúa sem hugsa til nálægrar og fjarlægrar framtíðar, með náttúruna og velferð mannkyns alls staðar á jörðu í fyrirrúmi. Við stöndum á krossgötum og það verður sífellt erfiðara að snúa við blaðinu í umhverfismálum. Ef ekkert verður að gert blasa óviðráðanlegar loftslagshamfarir við. Loftslagsmál og náttúruvernd eru því algjört höfuðatriði í kosningunum fram undan. Óháð því hvar kjósendur standa að öðru leyti í litrófi stjórnmálanna er það skylda okkar að kjósa einhvern þeirra fimm flokka sem tilheyra umhverfisblokkinni. Atkvæði til hinna, þeirra flokka sem hafna stefnubreytingum í umhverfismálum eða láta sér fátt um finnast, er atkvæði gegn bjartari og lífvænlegri framtíð barnanna okkar. Með hverju atkvæði sem er greitt einhverjum af umhverfisflokkunum fimm eru skýr skilaboð send um að bregðast þurfi tafarlaust við loftslagsvánni. Um leið eru það skilaboð til yngri kynslóða um að þær skipti máli. Höfundur er jarðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Alþingiskosningar 2021 Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Snæbjörn Guðmundsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Hinn 9. ágúst síðastliðinn kom út drungaleg loftslagsskýrsla á vegum Sameinuðu þjóðanna. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri samtakanna, lýsti henni sem „rauðri viðvörun“ fyrir mannkynið; ef blaðinu yrði ekki strax snúið við væru milljarðar manna í bráðri hættu af völdum óafturkræfra loftslagsbreytinga. Stór orð en fyllilega réttlætanleg. Ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið kunnar í áratugi án þess að til nokkurra raunverulegra aðgerða hafi verið gripið. Á Íslandi hafa loftslags- og umhverfismál hingað til vart ratað á blað sem aðalatriði í kosningum. Sagan mun ekki fara fögrum orðum um þær kynslóðir sem kjósa að hunsa áfram þessi allra mikilvægustu mál okkar tíma. Við höfum enn tíma en núna er að renna upp síðasta augnablik mannkyns til að sveigja af óheillabraut loftslagshamfara, þaðan sem ekki verður aftur snúið. Sem betur fer eru nú flokkar á nánast öllu rófi íslenskra stjórnmála sem átta sig á því að loftslags- og umhverfismál varða grunnstoðir samfélagsins. Fyrir komandi kosningar ætti því fyrst og fremst að skipta flokkum eftir viðhorfi og stefnu í þessum málum. Aðrir hefðbundnir ásar stjórnmálanna, þar sem flokkum er til dæmis skipt til vinstri eða hægri, fylgja þar á eftir. Framtíðarhorfur í umhverfismálum eru einfaldlega svo uggvænlegar að án róttækra viðhorfsbreytinga og aðgerða þegar í stað munu hefðbundnir ásar stjórnmálanna hvort eð er litlu skipta þegar undirstöðum samfélagsins verður kippt undan okkur. Í þessu ljósi er það hlutverk okkar kjósenda að þrýsta strax á og gera umhverfis- og loftslagsmál að forgangsatriði í kosningunum sem fram undan eru. Eina leiðin til þess er að styðja opinberlega og kjósa flokka sem tekið hafa þessi mál upp á sína arma. Í einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á solin2021.is sést hvernig umhverfismál birtast í stefnuskrám flokkanna sem nú bjóða fram til Alþingis. Þá má á síðunni egkys.is kynnast áherslum stjórnmálaflokka í umhverfismálum og hvernig þeir nálgast náttúru- og loftslagsmál, meðal annars í svörum þeirra í Kosningavitanum. Greinar sem ritaðar hafa verið af frambjóðendum og viðtöl við þá gefa einnig býsna skýra mynd af því hvernig framboð til Alþingis skiptast skýrt og greinilega í tvær andstæðar blokkir í umhverfismálum. Annars vegar eru það flokkar sem eru framsýnir og þora að horfast í augu við það öngstræti sem blasir við mannkyninu, stöðu sem krefst algjörrar stefnubreytingar. Andstætt þessum flokkum eru hinir sem afneita vandamálinu, vinna jafnvel beinlínis gegn framtíð þeirra ungu og ófæddu kynslóða sem munu þurfa að takast á við nánast óyfirstíganleg vandamál ef ekki verður sveigt af braut nú þegar. Þegar litið er yfir sviðið með heildstæðum og raunsæjum hætti skiptast þeir tíu flokkar sem bjóða fram í komandi kosningum í tvo nánast andstæða hópa í umhverfis- og loftslagsmálum: * Framsýnu flokkarnir fimm, „umhverfisblokkin“ svokallaða: Píratar, Samfylkingin, Sósíalistaflokkurinn, Viðreisn og Vinstrihreyfingin - grænt framboð. * Afturhaldssömu flokkarnir fimm: Flokkur fólksins, Framsóknarflokkurinn, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er einfalt, trúverðugt og hlutlaust mat, byggt á stefnuskrám, framsetningu hvers flokks um sig og málflutningi frambjóðenda líkt og fyrr er rakið. Framsýnu flokkarnir fimm, sem eru þó margs konar og afar ólíkir innbyrðis hvað varðar mismunandi áherslur í umhverfismálum og önnur stefnumál, eiga það allir sameiginlegt að ræða endurtekið og opinskátt um umhverfismál, leggja áherslu á mikilvægi þeirra í stefnuskrám og hvetja til þess að fumlaust verði brugðist við loftslagsvánni. Afturhaldssömu flokkarnir ræða lítið eða helst ekki umhverfismál nema í besta falli til málamynda, gera lítið úr loftslagsvánni og leggja varla eða alls ekki til að framlög til loftslagsbaráttunnar verði aukin. Í huga greinarhöfundar er það skýlaus skylda núlifandi kynslóða að kjósa sér fulltrúa sem hugsa til nálægrar og fjarlægrar framtíðar, með náttúruna og velferð mannkyns alls staðar á jörðu í fyrirrúmi. Við stöndum á krossgötum og það verður sífellt erfiðara að snúa við blaðinu í umhverfismálum. Ef ekkert verður að gert blasa óviðráðanlegar loftslagshamfarir við. Loftslagsmál og náttúruvernd eru því algjört höfuðatriði í kosningunum fram undan. Óháð því hvar kjósendur standa að öðru leyti í litrófi stjórnmálanna er það skylda okkar að kjósa einhvern þeirra fimm flokka sem tilheyra umhverfisblokkinni. Atkvæði til hinna, þeirra flokka sem hafna stefnubreytingum í umhverfismálum eða láta sér fátt um finnast, er atkvæði gegn bjartari og lífvænlegri framtíð barnanna okkar. Með hverju atkvæði sem er greitt einhverjum af umhverfisflokkunum fimm eru skýr skilaboð send um að bregðast þurfi tafarlaust við loftslagsvánni. Um leið eru það skilaboð til yngri kynslóða um að þær skipti máli. Höfundur er jarðfræðingur.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun