Á von á minnisblaði: Ráðherra segir forsendur til að ráðast í tilslakanir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2021 11:46 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á stöðu kórónuveirufaraldursins. „Þetta gengur vel, þetta lítur bara mjög vel út; þróun faraldursins... og þessi bylgja er á öruggri niðurleið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í þessu. Sagði hún greinda öllu jöfnu yngra fólk og álagið á Landspítalanum minna eftir því. Svandís sagði forsendur til að ráðast í tilslakanir og að hún ætti von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á allra næstu dögum. Hún sagðist ekki geta svarað því hvort tilkynnt yrði um afléttingu aðgerða fyrir helgi né heldur hvort það yrði áður en núgildandi reglur renna út 17. september næstkomandi. Athygli vekur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hefur talað fyrir tilslökunum, sagði að málin hefðu verið rædd á ríkisstjórnarfundinum og að hún vonaðist til að aðgerðum yrði aflétt fyrir 17. september. Heilbrigðisráðherra yrði hins vegar að svara hvenær. „Ég held við séum augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verða hluti af okkar daglega lífi,“ sagði Svandís aðspurð. Hún sagðist gera ráð fyrir að hægt yrði að komast í hraðpróf fyrir stærri viðburði fyrir helgi en unnið hefði verið að forritun. Spurð að því hvort þjóðin væri ef til vill að sigla á lygnari sjó í faraldrinum tók Svandís undir það en varaði við því að farið yrði of bratt í afléttingar. Tók hún undir með Þórólfi, sem benti á það í vikunni að tilslakanirnar innanlands og á landamærunum mánaðmótin júní/júlí hefðu haft miklar afleiðingar í för með sér. Var ríkisstjórnin þá kannski of borubrött í sumar? „Við vorum mjög hress en við höfðum ástæðu til og höfðum allar forsendur til að aflétta. En eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að delta-afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sagði hún greinda öllu jöfnu yngra fólk og álagið á Landspítalanum minna eftir því. Svandís sagði forsendur til að ráðast í tilslakanir og að hún ætti von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á allra næstu dögum. Hún sagðist ekki geta svarað því hvort tilkynnt yrði um afléttingu aðgerða fyrir helgi né heldur hvort það yrði áður en núgildandi reglur renna út 17. september næstkomandi. Athygli vekur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hefur talað fyrir tilslökunum, sagði að málin hefðu verið rædd á ríkisstjórnarfundinum og að hún vonaðist til að aðgerðum yrði aflétt fyrir 17. september. Heilbrigðisráðherra yrði hins vegar að svara hvenær. „Ég held við séum augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verða hluti af okkar daglega lífi,“ sagði Svandís aðspurð. Hún sagðist gera ráð fyrir að hægt yrði að komast í hraðpróf fyrir stærri viðburði fyrir helgi en unnið hefði verið að forritun. Spurð að því hvort þjóðin væri ef til vill að sigla á lygnari sjó í faraldrinum tók Svandís undir það en varaði við því að farið yrði of bratt í afléttingar. Tók hún undir með Þórólfi, sem benti á það í vikunni að tilslakanirnar innanlands og á landamærunum mánaðmótin júní/júlí hefðu haft miklar afleiðingar í för með sér. Var ríkisstjórnin þá kannski of borubrött í sumar? „Við vorum mjög hress en við höfðum ástæðu til og höfðum allar forsendur til að aflétta. En eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að delta-afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira