Á von á minnisblaði: Ráðherra segir forsendur til að ráðast í tilslakanir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. september 2021 11:46 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á stöðu kórónuveirufaraldursins. „Þetta gengur vel, þetta lítur bara mjög vel út; þróun faraldursins... og þessi bylgja er á öruggri niðurleið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi nú í þessu. Sagði hún greinda öllu jöfnu yngra fólk og álagið á Landspítalanum minna eftir því. Svandís sagði forsendur til að ráðast í tilslakanir og að hún ætti von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á allra næstu dögum. Hún sagðist ekki geta svarað því hvort tilkynnt yrði um afléttingu aðgerða fyrir helgi né heldur hvort það yrði áður en núgildandi reglur renna út 17. september næstkomandi. Athygli vekur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hefur talað fyrir tilslökunum, sagði að málin hefðu verið rædd á ríkisstjórnarfundinum og að hún vonaðist til að aðgerðum yrði aflétt fyrir 17. september. Heilbrigðisráðherra yrði hins vegar að svara hvenær. „Ég held við séum augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verða hluti af okkar daglega lífi,“ sagði Svandís aðspurð. Hún sagðist gera ráð fyrir að hægt yrði að komast í hraðpróf fyrir stærri viðburði fyrir helgi en unnið hefði verið að forritun. Spurð að því hvort þjóðin væri ef til vill að sigla á lygnari sjó í faraldrinum tók Svandís undir það en varaði við því að farið yrði of bratt í afléttingar. Tók hún undir með Þórólfi, sem benti á það í vikunni að tilslakanirnar innanlands og á landamærunum mánaðmótin júní/júlí hefðu haft miklar afleiðingar í för með sér. Var ríkisstjórnin þá kannski of borubrött í sumar? „Við vorum mjög hress en við höfðum ástæðu til og höfðum allar forsendur til að aflétta. En eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að delta-afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ sagði Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Sagði hún greinda öllu jöfnu yngra fólk og álagið á Landspítalanum minna eftir því. Svandís sagði forsendur til að ráðast í tilslakanir og að hún ætti von á minnisblaði frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni á allra næstu dögum. Hún sagðist ekki geta svarað því hvort tilkynnt yrði um afléttingu aðgerða fyrir helgi né heldur hvort það yrði áður en núgildandi reglur renna út 17. september næstkomandi. Athygli vekur að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, sem hefur talað fyrir tilslökunum, sagði að málin hefðu verið rædd á ríkisstjórnarfundinum og að hún vonaðist til að aðgerðum yrði aflétt fyrir 17. september. Heilbrigðisráðherra yrði hins vegar að svara hvenær. „Ég held við séum augljóslega að stíga inn í þann veruleika að stórir viðburðir verða hluti af okkar daglega lífi,“ sagði Svandís aðspurð. Hún sagðist gera ráð fyrir að hægt yrði að komast í hraðpróf fyrir stærri viðburði fyrir helgi en unnið hefði verið að forritun. Spurð að því hvort þjóðin væri ef til vill að sigla á lygnari sjó í faraldrinum tók Svandís undir það en varaði við því að farið yrði of bratt í afléttingar. Tók hún undir með Þórólfi, sem benti á það í vikunni að tilslakanirnar innanlands og á landamærunum mánaðmótin júní/júlí hefðu haft miklar afleiðingar í för með sér. Var ríkisstjórnin þá kannski of borubrött í sumar? „Við vorum mjög hress en við höfðum ástæðu til og höfðum allar forsendur til að aflétta. En eftir á að hyggja hefðum við átt að hika aðeins. Við sáum ekki fyrir að delta-afbrigðið yrði svona harðskeytt,“ sagði Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?