„Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2021 08:31 Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla, segir að framtíð íslenska fótboltans sé björt. Mynd/skjáskot Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri tekur á móti Grikkjum í undankeppni EM 2023 á Würth-vellinum í dag. Davíð Snorri Jónasson segir að gríska liðið sé erfitt að eiga við, en að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Þetta er bara gott lið, þeir eru „aggressívir“ og munu vilja pressa okkur,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Svo eru þeir ansi góðir að lokka liðin út úr stöðum og taka sterk, djúp hlaup á móti þannig að það er okkar að vera klárir í það.“ Þeir sem þekkja til gríska A-landsliðsins vita að þeir eru þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik. Davíð segir að þetta gríska lið fari hærra upp á völlinn og það geti boðið upp á skemmtilegan leik. „Ég veit svo sem ekki með allan gríska fótboltann, en þetta lið er nokkuð vel skipulagt þótt að þeir fari aðeins hærra á völlinn. Þannig að ég held að við munum sjá skemmtilegan leik.“ Ísland vann góðan sigur úti í Hvíta-Rússlandi á dögunum, og Davíð segir möguleika íslenska liðsins á að komast upp úr riðlinum og á EM ágæta. „Það er bara í boði að fá fleiri leiki og fara á EM. Við eins og allir, okkur dreymir um það. Við munum reyna að taka bara einn glugga fyrir í einu og reyna að fá eitthvað út úr honum.“ „Við leggjum af stað í ævintýri og við stjórnum svolítið ferðinni í því. Svo sjáum við til hvernig endar. Okkur allavega dreymir.“ „Ég vil bara sjá fyrst og fremst að við séum hugrakkir og ferskir. Það er svona það fyrsta sem ég vil sjá frá liðinu á morgun. Að sjálfsögðu viljum við fara inn og vinna leikinn, það segir sig sjálft.“ „En fyrst og fremst þurfum við að búa til góða frammistöðu þannig að við getum þróað leikmenn og tekið næsta skref saman.“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi. Hákon er aðeins 18 ára gamall og Davíð segir að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Já, framtíðin er björt. Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt.“ Viðtalið við davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira
„Þetta er bara gott lið, þeir eru „aggressívir“ og munu vilja pressa okkur,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. „Svo eru þeir ansi góðir að lokka liðin út úr stöðum og taka sterk, djúp hlaup á móti þannig að það er okkar að vera klárir í það.“ Þeir sem þekkja til gríska A-landsliðsins vita að þeir eru þekktir fyrir sterkan og agaðan varnarleik. Davíð segir að þetta gríska lið fari hærra upp á völlinn og það geti boðið upp á skemmtilegan leik. „Ég veit svo sem ekki með allan gríska fótboltann, en þetta lið er nokkuð vel skipulagt þótt að þeir fari aðeins hærra á völlinn. Þannig að ég held að við munum sjá skemmtilegan leik.“ Ísland vann góðan sigur úti í Hvíta-Rússlandi á dögunum, og Davíð segir möguleika íslenska liðsins á að komast upp úr riðlinum og á EM ágæta. „Það er bara í boði að fá fleiri leiki og fara á EM. Við eins og allir, okkur dreymir um það. Við munum reyna að taka bara einn glugga fyrir í einu og reyna að fá eitthvað út úr honum.“ „Við leggjum af stað í ævintýri og við stjórnum svolítið ferðinni í því. Svo sjáum við til hvernig endar. Okkur allavega dreymir.“ „Ég vil bara sjá fyrst og fremst að við séum hugrakkir og ferskir. Það er svona það fyrsta sem ég vil sjá frá liðinu á morgun. Að sjálfsögðu viljum við fara inn og vinna leikinn, það segir sig sjálft.“ „En fyrst og fremst þurfum við að búa til góða frammistöðu þannig að við getum þróað leikmenn og tekið næsta skref saman.“ Hákon Arnar Haraldsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigrinum á Hvíta-Rússlandi. Hákon er aðeins 18 ára gamall og Davíð segir að framtíðin í íslenskum fótbolta sé björt. „Já, framtíðin er björt. Við eigum fullt af flottum strákum að koma upp þannig að fólk má bíða spennt.“ Viðtalið við davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Davíð Snorri
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Fleiri fréttir „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Sjá meira