Vill fiskflutninga með flugi frá Egilsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 6. september 2021 22:22 Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. Arnar Halldórsson Forstjóri stærsta laxeldisfyrirtækis Austfjarða segir kjörin tækifæri til fiskflutninga með flugi beint frá Egilsstaðaflugvelli og hvetur til þess að nauðsynleg aðstaða til afgreiðslu fraktflugs verði byggð upp á flugvellinum. Tvöþúsund metra flugbraut er á Egilsstöðum, nægilega löng fyrir flestar þotur sem notaðar eru í fraktflugi til og frá Íslandi. Þeir sem eru að ala upp lax í sjókvíum Austfjarða sjá möguleika á að nýta flugvöllinn en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tvær þotur Icelandair á Egilsstaðaflugvelli og sú þriðja að lenda. Þetta var 2. apríl 2018 þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna snjókomu en þann dag lentu fjórar þotur á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.Vísir „Í ár verður hátt í 20 þúsund tonnum slátrað af laxi hér á Austurlandi. Við erum að sjá vöxtinn, bara framtíðarvöxtinn eftir nokkur ár, kominn í 40-50 þúsund tonn,“ segir Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. „Þannig að vera kominn með reglulegt cargo-flug inn á Egilsstaðaflugvöll er kjörið tækifæri til þess í rauninni ennþá meira að halda eftir virðisaukanum hér í fjórðungnum.“ Laxar fiskeldi ehf. eru með bækistöð á Eskifirði.Arnar Halldórsson Í fréttum okkar nýlega fjölluðum við um áhuga Austfirðinga á að fá beint millilandaflug með ferðamenn um Egilsstaðaflugvöll - þeir vilja fleiri gáttir inn í landið. Fiskeldismenn vilja líka fleiri gáttir - til að koma laxi á erlenda markaði. „Stærsti hlutinn er að fara með skipum til Evrópu. En síðan er líka flug til Ameríku. Og möguleikarnir á Asíu og austur- og vesturströnd Ameríku - að fljúga því beint frá Egilsstöðum - það eru gríðarlega miklir möguleikar sem við getum séð þar.“ Eldiskvíar frá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson -Er þetta raunhæft? „Þetta er algerlega raunhæft.“ Jens Garðar segir þó vanta aðstöðu á flugvellinum til að afgreiða fraktflugvélar. „Kannski 800 fermetra skemmu eða vöruhús. Og þar inni þurfa að vera tæki, sem þurfa að vera til staðar; gegnumlýsingartæki og málmleitartæki. Þetta er kannski fjárfesting upp á 300-400 milljónir, sem ég held að myndi bara strax fara að tikka inn.“ Frá Egilsstaðaflugvelli.Arnar Halldórsson Jens Garðar segir málið hafa verið rætt við stjórnmálamenn, bæði heima í héraði og á landsvísu. „Ég held að þetta sé eitthvað sem ég held til dæmis að Isavia ætti að skoða - í rauninni bara til þess að auka þjónustuna og auka umferðina um Egilsstaðaflugvöll,“ segir forstjóri Laxa fiskeldis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Fiskeldi Sjávarútvegur Múlaþing Fjarðabyggð Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Formaður SFS til liðs við Laxar fiskeldi Hefur störf 1. febrúar. 28. janúar 2019 15:11 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Tvöþúsund metra flugbraut er á Egilsstöðum, nægilega löng fyrir flestar þotur sem notaðar eru í fraktflugi til og frá Íslandi. Þeir sem eru að ala upp lax í sjókvíum Austfjarða sjá möguleika á að nýta flugvöllinn en fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Tvær þotur Icelandair á Egilsstaðaflugvelli og sú þriðja að lenda. Þetta var 2. apríl 2018 þegar Keflavíkurflugvöllur lokaðist vegna snjókomu en þann dag lentu fjórar þotur á Egilsstöðum og tvær á Akureyri.Vísir „Í ár verður hátt í 20 þúsund tonnum slátrað af laxi hér á Austurlandi. Við erum að sjá vöxtinn, bara framtíðarvöxtinn eftir nokkur ár, kominn í 40-50 þúsund tonn,“ segir Jens Garðar Helgason, forstjóri Laxa fiskeldis ehf. „Þannig að vera kominn með reglulegt cargo-flug inn á Egilsstaðaflugvöll er kjörið tækifæri til þess í rauninni ennþá meira að halda eftir virðisaukanum hér í fjórðungnum.“ Laxar fiskeldi ehf. eru með bækistöð á Eskifirði.Arnar Halldórsson Í fréttum okkar nýlega fjölluðum við um áhuga Austfirðinga á að fá beint millilandaflug með ferðamenn um Egilsstaðaflugvöll - þeir vilja fleiri gáttir inn í landið. Fiskeldismenn vilja líka fleiri gáttir - til að koma laxi á erlenda markaði. „Stærsti hlutinn er að fara með skipum til Evrópu. En síðan er líka flug til Ameríku. Og möguleikarnir á Asíu og austur- og vesturströnd Ameríku - að fljúga því beint frá Egilsstöðum - það eru gríðarlega miklir möguleikar sem við getum séð þar.“ Eldiskvíar frá Löxum fiskeldi í Reyðarfirði.Arnar Halldórsson -Er þetta raunhæft? „Þetta er algerlega raunhæft.“ Jens Garðar segir þó vanta aðstöðu á flugvellinum til að afgreiða fraktflugvélar. „Kannski 800 fermetra skemmu eða vöruhús. Og þar inni þurfa að vera tæki, sem þurfa að vera til staðar; gegnumlýsingartæki og málmleitartæki. Þetta er kannski fjárfesting upp á 300-400 milljónir, sem ég held að myndi bara strax fara að tikka inn.“ Frá Egilsstaðaflugvelli.Arnar Halldórsson Jens Garðar segir málið hafa verið rætt við stjórnmálamenn, bæði heima í héraði og á landsvísu. „Ég held að þetta sé eitthvað sem ég held til dæmis að Isavia ætti að skoða - í rauninni bara til þess að auka þjónustuna og auka umferðina um Egilsstaðaflugvöll,“ segir forstjóri Laxa fiskeldis. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Fiskeldi Sjávarútvegur Múlaþing Fjarðabyggð Egilsstaðaflugvöllur Tengdar fréttir Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34 Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45 Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30 Formaður SFS til liðs við Laxar fiskeldi Hefur störf 1. febrúar. 28. janúar 2019 15:11 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Skiptir máli að fá ferðamenn einnig um Egilsstaðaflugvöll Austfirðingar kalla eftir því að Egilsstaðaflugvöllur verði þróaður sem millilandaflugvöllur og þannig opnaðar fleiri gáttir fyrir ferðamenn inn í landið. 27. ágúst 2021 10:34
Fiskvinnslan sem átti að loka er núna sextíu manna vinnustaður Tugir manna á Djúpavogi stóðu frammi fyrir atvinnumissi og brottflutningi þegar þáverandi eigandi Búlandstinds, stærsta atvinnufyrirtækisins, tilkynnti að fiskvinnslu yrði hætt og fimmtíu störf flutt til Grindavíkur. 27. febrúar 2020 11:45
Bjartsýni á Djúpavogi með endurreisn Búlandstinds Viðsnúningur hefur orðið í atvinnumálum á Djúpavogi, íbúum fjölgar og þar ríkir bjartsýni. Störfin í stærsta atvinnufyrirtækinu eru núna orðin fleiri en var fyrir fimm árum þegar tilkynnt var um lokun þess. 24. febrúar 2020 22:30