Íslenskur landbúnaður: Já eða nei? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 6. september 2021 13:31 Í þættinum Saga og samfélag á Hringbraut 3. september síðastliðinn kom Arnar Sigurðsson víninnflytjandi í viðtal og ræddi landbúnaðarmál. Margt var þar í hans tali umhugsunarvert og gott en þó vantaði líka að mínu mati, mikið á hans nálgun á efnið. Ég er sammála Arnari að við sem þjóð getum aldrei keppt við aðrar þjóðir þegar kemur að magni á framleiðslu kjöts. Enda á það aldrei að mínu mati að verða keppikefli íslensks landbúnaðar, á nokkurn hátt. Við eigum fyrst og fremst að framleiða gæði byggð á hreinleika. Hér á landi er sá háttur hafður á eins og Arnar talar um, að íslensku kjöti er pakkað inn í þolplast eftir vinnslu og síðan er neytendum út í búð boðið upp á happdrætti í kjötgæðum. Sauðfjárbændur fá t.d. borgað fyrir sínar afurðir eftir EUROP staðli sem þýðir að E er besti flokkurinn og P sá lakasti. Því fylgir svo stigun frá 1 til 5 sem segir til um fituflokk kjötsins. En þetta fær viðskiptavinurinn ekkert val um né upplýsingar þegar hann verslar í matinn. Hér eru þó komin fyrirtæki eins og Fjallalamb á Kópaskeri sem hefur lagt mikla vinnu og metnað við að koma á fót gegnsærra kerfi í markaðsetningu lambakjöts sem hægt er að rekja beint til býlis. Arnar talar um að bændur séu ekki að byggja upp orðspor. Þetta finnst mér einkennileg staðhæfing. Hér hefur um langa tíð byggst upp „Beint frá býli“ stefna, mörkuð af bændum sjálfum sem með frumkvöðlaviti, hug, tíma og þrautseigju hafa náð að byggja sér orðspor fyrir góða og vandaða gæðavöru og eiga sína föstu kúnna. Vandamálið er hins vegar að vakningin hjá almenningi er ekki nægilega mikil gagnvart því hvaðan maturinn þeirra kemur og hversu mikilvægt það er að þjóðin sé eins sjálfbær og mögulegt er. „Að versla beint frá bónda“ menningin er því miður lítil miðað við 24/7 stórmarkaðamenninguna. En það ástand hentar líka ákveðnum hagsmunaöflum mun betur. Þar inn í kemur hið ótrúlega niðurtal og niðurrif sem íslenskur landbúnaður þarf stanslaust að þola. Og í stað þess að hlúa að og efla það sem vel er gert, keppast menn við að tala innlenda framleiðslu niður í svaðið. Og hverjir græða mest á því ? Eru það ekki verslanirnar sjálfar og þeir sem ólmir vilja flytja inn meira af erlendum afurðum? Hvers vegna ættu neytendur ekki að geta í flottum „matargagnagrunni“ valið sér ákveðið landsvæði og séð t.d. hvað er verið að framleiða hvort sem það er grænmeti, korn, kjöt o.a.. Þar ættu þeir að geta séð hvaða gróðurfar einkenni t.d. afréttina sem lambféð elst upp á yfir sumarið, en lambakjöt er ekkert annað en villibráð í orðsins fyllstu merkingu. Hversu svalt væri það ? Þarna þarf kerfið að bregðast við. Kerfið sem hefur um áraraðir séð til þess að íslenskir bændur fá nánast ekki neitt fyrir sína vöru, þrátt fyrir að vinna nánast alla vinnuna. En verslanirnar hinsvegar labba burt með feita vömb. Matarvenjur íslendinga hafa breyst mikið gegnum tíðina. Aukið úrval og fjölbreytni einkenna orðið líf okkar og er af hinu góða. Þó sér Arnar ástæðu til að níða íslenska matarhefð niður í jörðina og telur að hún sé ekkert til að hampa. Hver einasta þjóð á sér matarhefðir sem ber að vernda og menn eiga að vera stoltir af, því rætur þeirra liggja djúpt og segja mikla sögu. Og þó Arnari finnist kótilettur í raspi, steiktar upp úr íslensku smjöri svo ómerkilegur matur, að hann sé ekki mönnum sæmandi, þá sem betur fer hafa menn val í dag um hvað þeir borða. Á sama hátt og ég borða ekki súrmat þá fagna ég þorranum og þeirri gömlu matarhefð sem við heiðrum, því hún er um leið saga forfeðra okkar. Það að bera virðingu fyrir matarhefð okkar kemur ekki í veg fyrir framþróun á öðrum sviðum matargerðar. Arnar gerir lítið úr ostagerð landsmanna og líkir henni við sambland af latex og smjöri þar sem íslenska mjólkin henti ekki til ostagerðar. Ég efast engan vegin um gæði franskra osta, en hvers vegna ætti íslenski osturinn að standast frönsk gæði ? Á það að vera markmið innlendrar matargerðar, að standast gæðastaðla erlendra matarhefða? Skyruppskriftin t.d. var flutt út og hefur slegið rækilega í gegn utanlands. Bragðast þá skyr sem framleitt er í öðrum löndum með þarlendum hráefnum eins og íslenska skyrið? Má það þá ekki heita skyr á erlendri grundu því það er framleitt þar? Þá sér Arnar ástæðu til að gagnrýna íslensku ullina og ber hana saman við erlenda kasmírull. Í hvers tilgangi? Þekkir hann til íslenska feldfjárstofnsins sem byrjað er að rækta hér á landi út frá einmitt þeirri hugsun að þróa og bæta ullargæði? Á tilgangur íslensks landbúnaðar að vera sá að reyna líkjast erlendum afurðum í útliti, bragði og áferð? Það væri kannski hollari nálgun að í stað þess að tala innlenda framleiðslu niður, að tala í lausnum og kynna sér alla þá góðu þróun sem átt hefur sér stað í ræktun, kynbótum og nýsköpun í íslenskum landbúnaði. Því þar vantar hvorki metnað né framhugsun. En kerfið þarf að stokka upp og gefa spilin upp á nýtt, því eins og staðan er í dag þá sitja frumframleiðendurnir eftir með tóma jókera á hendi á meðan keppst er við að upphefja innflutning matvæla frá löndum sem gætu með magni, yfirtekið ársframleiðslu íslenskra afurða á nokkrum dögum. Og þetta eiga íslenskir bændur svo að keppa við. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í þættinum Saga og samfélag á Hringbraut 3. september síðastliðinn kom Arnar Sigurðsson víninnflytjandi í viðtal og ræddi landbúnaðarmál. Margt var þar í hans tali umhugsunarvert og gott en þó vantaði líka að mínu mati, mikið á hans nálgun á efnið. Ég er sammála Arnari að við sem þjóð getum aldrei keppt við aðrar þjóðir þegar kemur að magni á framleiðslu kjöts. Enda á það aldrei að mínu mati að verða keppikefli íslensks landbúnaðar, á nokkurn hátt. Við eigum fyrst og fremst að framleiða gæði byggð á hreinleika. Hér á landi er sá háttur hafður á eins og Arnar talar um, að íslensku kjöti er pakkað inn í þolplast eftir vinnslu og síðan er neytendum út í búð boðið upp á happdrætti í kjötgæðum. Sauðfjárbændur fá t.d. borgað fyrir sínar afurðir eftir EUROP staðli sem þýðir að E er besti flokkurinn og P sá lakasti. Því fylgir svo stigun frá 1 til 5 sem segir til um fituflokk kjötsins. En þetta fær viðskiptavinurinn ekkert val um né upplýsingar þegar hann verslar í matinn. Hér eru þó komin fyrirtæki eins og Fjallalamb á Kópaskeri sem hefur lagt mikla vinnu og metnað við að koma á fót gegnsærra kerfi í markaðsetningu lambakjöts sem hægt er að rekja beint til býlis. Arnar talar um að bændur séu ekki að byggja upp orðspor. Þetta finnst mér einkennileg staðhæfing. Hér hefur um langa tíð byggst upp „Beint frá býli“ stefna, mörkuð af bændum sjálfum sem með frumkvöðlaviti, hug, tíma og þrautseigju hafa náð að byggja sér orðspor fyrir góða og vandaða gæðavöru og eiga sína föstu kúnna. Vandamálið er hins vegar að vakningin hjá almenningi er ekki nægilega mikil gagnvart því hvaðan maturinn þeirra kemur og hversu mikilvægt það er að þjóðin sé eins sjálfbær og mögulegt er. „Að versla beint frá bónda“ menningin er því miður lítil miðað við 24/7 stórmarkaðamenninguna. En það ástand hentar líka ákveðnum hagsmunaöflum mun betur. Þar inn í kemur hið ótrúlega niðurtal og niðurrif sem íslenskur landbúnaður þarf stanslaust að þola. Og í stað þess að hlúa að og efla það sem vel er gert, keppast menn við að tala innlenda framleiðslu niður í svaðið. Og hverjir græða mest á því ? Eru það ekki verslanirnar sjálfar og þeir sem ólmir vilja flytja inn meira af erlendum afurðum? Hvers vegna ættu neytendur ekki að geta í flottum „matargagnagrunni“ valið sér ákveðið landsvæði og séð t.d. hvað er verið að framleiða hvort sem það er grænmeti, korn, kjöt o.a.. Þar ættu þeir að geta séð hvaða gróðurfar einkenni t.d. afréttina sem lambféð elst upp á yfir sumarið, en lambakjöt er ekkert annað en villibráð í orðsins fyllstu merkingu. Hversu svalt væri það ? Þarna þarf kerfið að bregðast við. Kerfið sem hefur um áraraðir séð til þess að íslenskir bændur fá nánast ekki neitt fyrir sína vöru, þrátt fyrir að vinna nánast alla vinnuna. En verslanirnar hinsvegar labba burt með feita vömb. Matarvenjur íslendinga hafa breyst mikið gegnum tíðina. Aukið úrval og fjölbreytni einkenna orðið líf okkar og er af hinu góða. Þó sér Arnar ástæðu til að níða íslenska matarhefð niður í jörðina og telur að hún sé ekkert til að hampa. Hver einasta þjóð á sér matarhefðir sem ber að vernda og menn eiga að vera stoltir af, því rætur þeirra liggja djúpt og segja mikla sögu. Og þó Arnari finnist kótilettur í raspi, steiktar upp úr íslensku smjöri svo ómerkilegur matur, að hann sé ekki mönnum sæmandi, þá sem betur fer hafa menn val í dag um hvað þeir borða. Á sama hátt og ég borða ekki súrmat þá fagna ég þorranum og þeirri gömlu matarhefð sem við heiðrum, því hún er um leið saga forfeðra okkar. Það að bera virðingu fyrir matarhefð okkar kemur ekki í veg fyrir framþróun á öðrum sviðum matargerðar. Arnar gerir lítið úr ostagerð landsmanna og líkir henni við sambland af latex og smjöri þar sem íslenska mjólkin henti ekki til ostagerðar. Ég efast engan vegin um gæði franskra osta, en hvers vegna ætti íslenski osturinn að standast frönsk gæði ? Á það að vera markmið innlendrar matargerðar, að standast gæðastaðla erlendra matarhefða? Skyruppskriftin t.d. var flutt út og hefur slegið rækilega í gegn utanlands. Bragðast þá skyr sem framleitt er í öðrum löndum með þarlendum hráefnum eins og íslenska skyrið? Má það þá ekki heita skyr á erlendri grundu því það er framleitt þar? Þá sér Arnar ástæðu til að gagnrýna íslensku ullina og ber hana saman við erlenda kasmírull. Í hvers tilgangi? Þekkir hann til íslenska feldfjárstofnsins sem byrjað er að rækta hér á landi út frá einmitt þeirri hugsun að þróa og bæta ullargæði? Á tilgangur íslensks landbúnaðar að vera sá að reyna líkjast erlendum afurðum í útliti, bragði og áferð? Það væri kannski hollari nálgun að í stað þess að tala innlenda framleiðslu niður, að tala í lausnum og kynna sér alla þá góðu þróun sem átt hefur sér stað í ræktun, kynbótum og nýsköpun í íslenskum landbúnaði. Því þar vantar hvorki metnað né framhugsun. En kerfið þarf að stokka upp og gefa spilin upp á nýtt, því eins og staðan er í dag þá sitja frumframleiðendurnir eftir með tóma jókera á hendi á meðan keppst er við að upphefja innflutning matvæla frá löndum sem gætu með magni, yfirtekið ársframleiðslu íslenskra afurða á nokkrum dögum. Og þetta eiga íslenskir bændur svo að keppa við. Höfundur skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun