Útrýmum fátækt, það er hægt Bjarki Steinn Bragason skrifar 6. september 2021 07:31 Þegar ég heyrði fyrst talað um útrýmingu fátæktar voru fyrstu viðbrögð þau að það væri göfugt markmið en óraunhæft. Dæmt af samræðum mínum við ýmist annað fólk virðist þetta vera algengt viðhorf. Það er kannski skiljanlegt. Við ólumst öll upp í þessu kapítalíska samfélagi og erum að vissu leyti forrituð til að sjá heiminn í gegnum þau gleraugu. Samkvæmt þeim búum við í samfélagi þar sem lífskjarabaráttan er samkeppni sem sumir tapa og aðrir vinna. Í þeim heimi þykir það ekkert óeðlilegt að sumir eigi meira en þeir munu nokkurn tímann þurfa á meðan aðra skortir grunnnauðsynjar. Fólk gengur jafnvel það langt að tala um þessa samfélagsmynd eins og náttúrulögmál, að svona þurfi hlutirnir einfaldlega að vera. Þetta á jafnvel við um fólk sem skilgreinir sig sem hluta af vinstri vængnum. Fólk vill lina þjáningar þeirra verst settu en hikar við að tala um grundvallarbreytingar á samfélaginu og forðast stóru spurningarnar, eins og af hverju fólk er fátækt til að byrja með. Mikilvægt er að tala ekki bara um fátækt á fræðilegum nótum. Við þurfum að tala um nákvæmlega hvað fátækt er og þau áhrif sem hún hefur á fólk og samfélög. Hlusta á reynslusögur fólks, til dæmis fólks sem hefur ekki efni á húsnæði, eða þarf reglulega að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Fátækt er ekki bara erfið og leiðinleg, hún er dauðadómur. Fólk sem upplifir efnahagslegan skort lifir erfiðari og styttri lífum. Fátækt er afleiðing pólitískra ákvarðana, ákvarðana stjórnmálafólks sem þjónar auðvaldinu en ekki almenningi. Sósíalistaflokkurinn er með metnaðarfulla áætlun til að útrýma fátækt á Íslandi. Það segir sig sjálft að enginn ætti að upplifa skort í ríku landi. Þetta eru ekki draumórar heldur pólitísk stefnumál, sem snúast meðal annars um að byggja upp réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi og heilbrigðiskerfi. Það sem þarf er að fólk með völd í samfélaginu sé tilbúið í að nota þau völd til að efla stöðu þeirra verst settu en ekki bara sína og vina sinna. Sósíalistaflokkurinn vill efla verkalýðinn á kostnað auðvaldsins. Auðvaldið sér fátækt fólk sem vandamál, en sér ekkert að því að það sé fátækt. Réttara sagt er þeim mjög annt um að halda því í fátækt, því auðvaldið getur bara viðhaldið sinni stöðu með því að halda áfram að arðræna verkalýðinn. Ég er sósíalisti. Ég gekk í sósíalistaflokkinn og fór í framboð því ég vildi taka þátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi, samfélagi sem virkar fyrir okkur öll en ekki bara örfá á toppnum. Það tel ég okkur ekki hafa núna, samfélag gegnumsýrt af ójöfnuði og stéttaskiptingu verður seint kallað réttlátt. Kapítalisminn virkar kannski vel fyrir þau sem hann virkar fyrir, en við hin þurfum að sætta okkur við brauðmola og of mörg lifa við fátækt, örbirgð og þjáningar. Svona þarf þetta ekki að vera. Betri heimur er ekki útópískur draumur úr vísindaskáldsögu heldur eitthvað sem er innan seilingar. En það þarf að berjast fyrir honum. Útrýming fátæktar er ekki bara eitthvað áhugamál sósíalista heldur eitt mikilvægasta réttlætismál samtímans og raunhæft pólitískt markmið, ef metnaður og vilji er fyrir því. Ekki hlusta á fólk sem reynir að sannfæra þig um annað. Höfundur er skólaliði, námsmaður og frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Þegar ég heyrði fyrst talað um útrýmingu fátæktar voru fyrstu viðbrögð þau að það væri göfugt markmið en óraunhæft. Dæmt af samræðum mínum við ýmist annað fólk virðist þetta vera algengt viðhorf. Það er kannski skiljanlegt. Við ólumst öll upp í þessu kapítalíska samfélagi og erum að vissu leyti forrituð til að sjá heiminn í gegnum þau gleraugu. Samkvæmt þeim búum við í samfélagi þar sem lífskjarabaráttan er samkeppni sem sumir tapa og aðrir vinna. Í þeim heimi þykir það ekkert óeðlilegt að sumir eigi meira en þeir munu nokkurn tímann þurfa á meðan aðra skortir grunnnauðsynjar. Fólk gengur jafnvel það langt að tala um þessa samfélagsmynd eins og náttúrulögmál, að svona þurfi hlutirnir einfaldlega að vera. Þetta á jafnvel við um fólk sem skilgreinir sig sem hluta af vinstri vængnum. Fólk vill lina þjáningar þeirra verst settu en hikar við að tala um grundvallarbreytingar á samfélaginu og forðast stóru spurningarnar, eins og af hverju fólk er fátækt til að byrja með. Mikilvægt er að tala ekki bara um fátækt á fræðilegum nótum. Við þurfum að tala um nákvæmlega hvað fátækt er og þau áhrif sem hún hefur á fólk og samfélög. Hlusta á reynslusögur fólks, til dæmis fólks sem hefur ekki efni á húsnæði, eða þarf reglulega að neita sér um nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Fátækt er ekki bara erfið og leiðinleg, hún er dauðadómur. Fólk sem upplifir efnahagslegan skort lifir erfiðari og styttri lífum. Fátækt er afleiðing pólitískra ákvarðana, ákvarðana stjórnmálafólks sem þjónar auðvaldinu en ekki almenningi. Sósíalistaflokkurinn er með metnaðarfulla áætlun til að útrýma fátækt á Íslandi. Það segir sig sjálft að enginn ætti að upplifa skort í ríku landi. Þetta eru ekki draumórar heldur pólitísk stefnumál, sem snúast meðal annars um að byggja upp réttlátara skattkerfi, húsnæðiskerfi og heilbrigðiskerfi. Það sem þarf er að fólk með völd í samfélaginu sé tilbúið í að nota þau völd til að efla stöðu þeirra verst settu en ekki bara sína og vina sinna. Sósíalistaflokkurinn vill efla verkalýðinn á kostnað auðvaldsins. Auðvaldið sér fátækt fólk sem vandamál, en sér ekkert að því að það sé fátækt. Réttara sagt er þeim mjög annt um að halda því í fátækt, því auðvaldið getur bara viðhaldið sinni stöðu með því að halda áfram að arðræna verkalýðinn. Ég er sósíalisti. Ég gekk í sósíalistaflokkinn og fór í framboð því ég vildi taka þátt í baráttunni fyrir réttlátara samfélagi, samfélagi sem virkar fyrir okkur öll en ekki bara örfá á toppnum. Það tel ég okkur ekki hafa núna, samfélag gegnumsýrt af ójöfnuði og stéttaskiptingu verður seint kallað réttlátt. Kapítalisminn virkar kannski vel fyrir þau sem hann virkar fyrir, en við hin þurfum að sætta okkur við brauðmola og of mörg lifa við fátækt, örbirgð og þjáningar. Svona þarf þetta ekki að vera. Betri heimur er ekki útópískur draumur úr vísindaskáldsögu heldur eitthvað sem er innan seilingar. En það þarf að berjast fyrir honum. Útrýming fátæktar er ekki bara eitthvað áhugamál sósíalista heldur eitt mikilvægasta réttlætismál samtímans og raunhæft pólitískt markmið, ef metnaður og vilji er fyrir því. Ekki hlusta á fólk sem reynir að sannfæra þig um annað. Höfundur er skólaliði, námsmaður og frambjóðandi fyrir Sósíalistaflokkinn.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun