Reyndu lengi að vísa árásarmanninum úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2021 10:44 Ahmed Aathill Mohamed Samsudeen í dómsal árið 2018. AP/Greg Bowker Yfirvöld á Nýja-Sjálandi reyndu um árabil að vísa manninum sem stakk sjö í verslunarmiðstöð í Auckland í vikunni úr landi. Það var eftir að Ahamed Aathil Mohamed Samsudeen, sem er nú á fertugsaldri, kom frá Sri Lanka sem flóttamaður. Samsudeen kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir tíu árum sem námsmaður en sótti um stöðu flóttamanns sem hann fékk árið 2013. Reuters vitnar í skjöl sem voru opinberuð í morgun en þar kemur fram að undanfarin ár hafi verið reynt að vísa honum úr landi en það hafi ekki gengið eftir. Samsudeen tók hníf úr hillu í verslunarmiðstöð á föstudaginn og stakk og skar sjö manns. Enginn dó í árásinni en hann var fljótt skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír eru enn í alvarlegu ástandi og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var undir stöðugu eftirliti nýsjálenskra yfirvalda þar sem hann var talinn aðhyllast hugmyndafræði ISIS. Leynilögregluþjónn sem var að fylgjast með Samsudeen skaut hann til bana í árásinni. Nokkrum sinnum dæmdur í fangelsi Samsudeen hafði nokkrum sinnum verið handtekinn á undanförnum árum og hafði setið í fangelsi í samanlagt þrjú ár. Í fyrra var hann handtekinn fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás en sýknaður því samkvæmt lögum væri ekki nóg að skipuleggja árás til að vera dæmdur. Hann var því dæmdur fyrir að eiga áróðursefni frá hryðjuverkasamtökum og gert að vera undir eftirliti í ár. Eftir að Samsudeen vakti áhyggjur yfirvalda árið 2016 kom í ljós að hann hefði sótt um og fengið stöðu flóttamanns á fölskum forsendum. Síðan þá hefur verið reynt að fella niður vegabréfsáritun hans og vísa honum úr landi. Eftir að brottvísun var samþykkt áfrýjaði hann þeirri ákvörðun en ekki var hægt að taka þá áfrýjun fyrir þar sem Samsudeen sat í fangelsi og seinna ekki fyrr en önnur málaferli gegn honum enduðu, sem var í maí. Reuters hefur eftir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, að þessar misheppnuðu tilraunir til að vísa Samsudeen úr landi væru svekkjandi. Þá hefur ríkisstjórn hennar heitið því að herða lög í landinu og þá sérstaklega lögin sem snúa að skipulagningu árása og löggjöf varðandi innflytjendur. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC News í Ástralíu um árásina og sakaferil Samsudeen. Hélt aftur af árásarmanninum með röri Fyrrverandi sjúkraflutningamaður hefur hlotið lof fyrir að standa í hárinu á Samsudeen meðan árásin stóð yfir og hlúa að særðum í kjölfar hennar. NZ Herald segir Ross Tomlinson hafa gripið málmrör og notað það til að ógna Samsudeen og draga athygli hans frá öðru fólki í verslunarmiðstöðinni. Tomlinson stóð svo andspænis Samsudeen þegar hann var skotinn til bana. Því næst stökk hann til og hjálpaði við að búa um sár þeirra sem særðust. Þar á meðal voru tvær konur sem Tomlinson telur meðal þeirra sem séu í alvarlegu ástandi. Önnur þeirra var meðal annars með sár á hálsi og öxlum og blæddi mikið. Nýja-Sjáland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Samsudeen kom fyrst til Nýja-Sjálands fyrir tíu árum sem námsmaður en sótti um stöðu flóttamanns sem hann fékk árið 2013. Reuters vitnar í skjöl sem voru opinberuð í morgun en þar kemur fram að undanfarin ár hafi verið reynt að vísa honum úr landi en það hafi ekki gengið eftir. Samsudeen tók hníf úr hillu í verslunarmiðstöð á föstudaginn og stakk og skar sjö manns. Enginn dó í árásinni en hann var fljótt skotinn til bana af lögregluþjóni. Þrír eru enn í alvarlegu ástandi og einn hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Árásarmaðurinn var undir stöðugu eftirliti nýsjálenskra yfirvalda þar sem hann var talinn aðhyllast hugmyndafræði ISIS. Leynilögregluþjónn sem var að fylgjast með Samsudeen skaut hann til bana í árásinni. Nokkrum sinnum dæmdur í fangelsi Samsudeen hafði nokkrum sinnum verið handtekinn á undanförnum árum og hafði setið í fangelsi í samanlagt þrjú ár. Í fyrra var hann handtekinn fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárás en sýknaður því samkvæmt lögum væri ekki nóg að skipuleggja árás til að vera dæmdur. Hann var því dæmdur fyrir að eiga áróðursefni frá hryðjuverkasamtökum og gert að vera undir eftirliti í ár. Eftir að Samsudeen vakti áhyggjur yfirvalda árið 2016 kom í ljós að hann hefði sótt um og fengið stöðu flóttamanns á fölskum forsendum. Síðan þá hefur verið reynt að fella niður vegabréfsáritun hans og vísa honum úr landi. Eftir að brottvísun var samþykkt áfrýjaði hann þeirri ákvörðun en ekki var hægt að taka þá áfrýjun fyrir þar sem Samsudeen sat í fangelsi og seinna ekki fyrr en önnur málaferli gegn honum enduðu, sem var í maí. Reuters hefur eftir Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, að þessar misheppnuðu tilraunir til að vísa Samsudeen úr landi væru svekkjandi. Þá hefur ríkisstjórn hennar heitið því að herða lög í landinu og þá sérstaklega lögin sem snúa að skipulagningu árása og löggjöf varðandi innflytjendur. Hér má sjá sjónvarpsfrétt ABC News í Ástralíu um árásina og sakaferil Samsudeen. Hélt aftur af árásarmanninum með röri Fyrrverandi sjúkraflutningamaður hefur hlotið lof fyrir að standa í hárinu á Samsudeen meðan árásin stóð yfir og hlúa að særðum í kjölfar hennar. NZ Herald segir Ross Tomlinson hafa gripið málmrör og notað það til að ógna Samsudeen og draga athygli hans frá öðru fólki í verslunarmiðstöðinni. Tomlinson stóð svo andspænis Samsudeen þegar hann var skotinn til bana. Því næst stökk hann til og hjálpaði við að búa um sár þeirra sem særðust. Þar á meðal voru tvær konur sem Tomlinson telur meðal þeirra sem séu í alvarlegu ástandi. Önnur þeirra var meðal annars með sár á hálsi og öxlum og blæddi mikið.
Nýja-Sjáland Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent