Ráðherra sammála um að húsakostur geðdeildar sé ekki fullnægjandi Snorri Másson og Heimir Már Pétursson skrifa 4. september 2021 21:00 Svandís Svavarsdóttir við skóflustungu á nýju rannsóknahúsi Landspítala á Hringbraut. Stöð 2/Einar Heilbrigðisráðherra segir að tryggt verði að geðheilbrigðisþjónusta Landspítalans fái viðunandi húsnæði um svipað leyti og nýr meðferðarkjarni sjúkrahússins rís. Hún tekur undir það með sérnámslæknum að núverandi aðstæður sjúklinga á deildunum séu ófullnægjandi. Fyrsta skóflustungan var tekin í gær að nýju rannsóknahúsi Landspítalans við Hringbraut. Það er hluti af Hringbrautarverkefninu, en meginþáttur þess verkefnis er auðvitað nýi meðferðarkjarni sjúkrahússins. Húsin á svæðinu eiga að vera tekin í notkun árið 2025 eða 26, en á svæðinu er hvergi gert ráð fyrir sérstöku geðheilbrigðissviði. Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala, gagnrýndi þá ráðstöfun harkalega í fréttum í gær. Þar sagði hún „alveg óskiljanlegt“ að ekki stæði til að bæta úr húsnæðisvanda geðsviðs um leið og meðferðarkjarninn yrði reistur. „Ég er bara sammála þessu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem vill byggja upp lausn fyrir geðheilbrigðisþjónustuna sem eigi að vera tilbúin á sömu tímalínu og restin af verkefninu. Geðlæknar hafa meðal annars bent á að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. „Við þurfum bara að horfast í augu við það að húsakosturinn sem geðþjónustna sem býr við er ekki fullnægjandi,“ segir Svandís. Ráðherra telur ekki að sú leið verði farin að endurskoða skipulag sjálfs meðferðarkjarnans, heldur sé sennilegra að ný bygging samhliða honum verði til. „Ég held að það myndu þá koma til nýrrar byggingar sem yrði sérstaklega hugsuð fyrir þessa þjónustu. Ég býst við því að það yrði hér á þessu svæði, en þetta er eitthvað sem er augljóslega í næsta áfanga. Við erum nú í fyrsta áfanga, svo kemur annar og þriðji og þannig áfram.“ Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Fyrsta skóflustungan var tekin í gær að nýju rannsóknahúsi Landspítalans við Hringbraut. Það er hluti af Hringbrautarverkefninu, en meginþáttur þess verkefnis er auðvitað nýi meðferðarkjarni sjúkrahússins. Húsin á svæðinu eiga að vera tekin í notkun árið 2025 eða 26, en á svæðinu er hvergi gert ráð fyrir sérstöku geðheilbrigðissviði. Oddný Ómarsdóttir, sérnámslæknir í geðlækningum á Landspítala, gagnrýndi þá ráðstöfun harkalega í fréttum í gær. Þar sagði hún „alveg óskiljanlegt“ að ekki stæði til að bæta úr húsnæðisvanda geðsviðs um leið og meðferðarkjarninn yrði reistur. „Ég er bara sammála þessu,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, sem vill byggja upp lausn fyrir geðheilbrigðisþjónustuna sem eigi að vera tilbúin á sömu tímalínu og restin af verkefninu. Geðlæknar hafa meðal annars bent á að húsnæði geðdeilda Landspítalans einkennist af þröngum göngum, gráum steinveggjum, óheyrilegum fjölda tvíbýla, gegndræpum gluggum, takmörkuðu aðgengi að útisvæði og reykingarlykt þegar gengið er fram hjá reykingarherbergjum. „Við þurfum bara að horfast í augu við það að húsakosturinn sem geðþjónustna sem býr við er ekki fullnægjandi,“ segir Svandís. Ráðherra telur ekki að sú leið verði farin að endurskoða skipulag sjálfs meðferðarkjarnans, heldur sé sennilegra að ný bygging samhliða honum verði til. „Ég held að það myndu þá koma til nýrrar byggingar sem yrði sérstaklega hugsuð fyrir þessa þjónustu. Ég býst við því að það yrði hér á þessu svæði, en þetta er eitthvað sem er augljóslega í næsta áfanga. Við erum nú í fyrsta áfanga, svo kemur annar og þriðji og þannig áfram.“
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent