Umfaðmandi sósíalískur femínismi Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar 4. september 2021 11:01 Hugtakið femínismi leggst mjög misjafnlega í fólk. Blessunarlega er talsverður fjöldi sem aðhyllist femínismann en einnig er býsna mörgum í nöp við hann. Þau síðarnefndu kalla sig þó vel flest jafnréttissinna sem þau telja af allt öðrum toga, enda engar femínistafrekjur og karlahatarar þar á meðal. Það má þó ætla að hér á ferð sé um talsverðan misskilning að ræða því þó svo að femínismi eigi sér vissulega margar birtingarmyndir þá snýst hann í grunninn einfaldlega um jafnrétti og þar sem það hallar mjög á konur í því efni beinast þangað sjónir; rétta þarf hlut kvenna. Líkt og fyrr segir finnast ýmsar mismunandi áherslur innan femínismans sem ráðast meðal annars af stétt og stöðu. Svonefndur borgaralegur femínismi hefur verið áberandi um langt skeið en hann leggur sig fyrst og fremst í líma við að berjast fyrir réttindum kvenna á forsendum þess karlmiðaða samfélags sem við búum við; áherslan er á einstaklingsfrelsi og jöfn tækifæri kynjanna. Þessi nálgun hefur hins vegar gert það að verkum að þær konur sem eru hvað verst settar í samfélaginu hafa orðið útundan. Þar kemur sósíalískur femínismi til sögunnar. Það er auðvelt að spyrða sósíalisma saman við femínisma því þar er sannarlega ákveðinn samhljómur. Það má jafnvel ganga svo langt að fullyrða að erfitt sé að vera annað án hins. Í báðum tilvikum er barist fyrir réttlátara samfélagi svo að allir fái lifað mannsæmandi lífi og til þess arna er horfst í augu við að rétta þurfi hlut þeirra sem eru verst staddir, sem oftar en ekki eru konur. Fátt er mikilvægara en fjárhagslegt sjálfstæði. Það er ávísun á valkosti, á borð við að ganga menntaveginn, velja sér starf við hæfi, velja búsetu o.s.frv. Án fjárhagslegs sjálfstæðis er sjálfræði manneskjunnar skert, hún er undir aðra komin líkt og ófullráða barn sem hægt er að ráðskast með að vild. Allt of margar konur eru í þessari stöðu, fastar í gildru fátæktar og neyðar. Fjárhagslegt sjálfstæði er algjör forsenda jafnréttis og því er hún brýn þörfin á kærleiksríku hagkerfi sósíalismans með umfaðmandi femínisma. Sósíalískur femínismi rúmar nefnilega alla! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hugtakið femínismi leggst mjög misjafnlega í fólk. Blessunarlega er talsverður fjöldi sem aðhyllist femínismann en einnig er býsna mörgum í nöp við hann. Þau síðarnefndu kalla sig þó vel flest jafnréttissinna sem þau telja af allt öðrum toga, enda engar femínistafrekjur og karlahatarar þar á meðal. Það má þó ætla að hér á ferð sé um talsverðan misskilning að ræða því þó svo að femínismi eigi sér vissulega margar birtingarmyndir þá snýst hann í grunninn einfaldlega um jafnrétti og þar sem það hallar mjög á konur í því efni beinast þangað sjónir; rétta þarf hlut kvenna. Líkt og fyrr segir finnast ýmsar mismunandi áherslur innan femínismans sem ráðast meðal annars af stétt og stöðu. Svonefndur borgaralegur femínismi hefur verið áberandi um langt skeið en hann leggur sig fyrst og fremst í líma við að berjast fyrir réttindum kvenna á forsendum þess karlmiðaða samfélags sem við búum við; áherslan er á einstaklingsfrelsi og jöfn tækifæri kynjanna. Þessi nálgun hefur hins vegar gert það að verkum að þær konur sem eru hvað verst settar í samfélaginu hafa orðið útundan. Þar kemur sósíalískur femínismi til sögunnar. Það er auðvelt að spyrða sósíalisma saman við femínisma því þar er sannarlega ákveðinn samhljómur. Það má jafnvel ganga svo langt að fullyrða að erfitt sé að vera annað án hins. Í báðum tilvikum er barist fyrir réttlátara samfélagi svo að allir fái lifað mannsæmandi lífi og til þess arna er horfst í augu við að rétta þurfi hlut þeirra sem eru verst staddir, sem oftar en ekki eru konur. Fátt er mikilvægara en fjárhagslegt sjálfstæði. Það er ávísun á valkosti, á borð við að ganga menntaveginn, velja sér starf við hæfi, velja búsetu o.s.frv. Án fjárhagslegs sjálfstæðis er sjálfræði manneskjunnar skert, hún er undir aðra komin líkt og ófullráða barn sem hægt er að ráðskast með að vild. Allt of margar konur eru í þessari stöðu, fastar í gildru fátæktar og neyðar. Fjárhagslegt sjálfstæði er algjör forsenda jafnréttis og því er hún brýn þörfin á kærleiksríku hagkerfi sósíalismans með umfaðmandi femínisma. Sósíalískur femínismi rúmar nefnilega alla! Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun