Ellefu rannsóknastofur Landspítala sameinaðar á einum stað Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2021 18:31 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustunguna að nýju rannsóknahúsi ásamt Páli Matthíassyni, Unni Brá Konráðsdóttur og Jóni Atla Benediktssyni í dag. Stöð 2/Einar Framkvæmdir hófust við næst stærstu byggingu nýs Landspítala í dag þar sem allar rannsóknarstofur hans munu sameinast undir einu þaki. Heilbrigðisráðherra og forstjóri spítalans segja nýbyggingar hans eiga eftir að valda byltingu í starfsemi hans. Svandís Svavarsdóttir var glöð í bragði á þessum tímamótum í uppbyggingu nýs Landspítala.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju 17.500 fermetra rannsóknahúsi Landspítalans ásamt Páli Matthíassyni forstjóra spítalans, Unni Brá Konráðsdóttur, formanni stýrihóps og Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Áður hafði verið skrifað undir samning við Háfell verktaka sem byrjar framkvæmdir strax á morgun. Svandís segir upphaf framkvæmdanna stóra stund í uppbyggingu nýs Landspítala. „Já þetta er stór stund. Þetta er næst stærsta húsið í þessu stóra verkefni. Þetta er rannsóknahús sem er sautján þúsund fermetrar og mun hýsa starfsemi sem er í raun og veru út um alla borg. Meðal annars sýkla og veirufræðideild sem við erum farin að þekkja mjög vel og les úr PCR prófunum sem er verið að taka í kringum Covid,“ sagði heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson segir nýja rannsóknahúsið ásamt meðferðakjarnanum eiga eftir að gjörbylta starfsemi spítalans.Stöð 2/Einar Mikilvægur áfangi Rannsóknahúsið mun rísa á milli Læknagarðs og BSÍ. Forstjóri spítalans segir þetta sex hæða hús ásamt kjallara muni efla alla rannsóknastarfsemi spítalans. Byrjað er að steypa upp grunn meðferðakjarnans ofar í lóðinni en hann verður eitt stærsta hús Ísland eða sjötíu þúsund fermetrar. „Meðferðakjarninn mun ekki virka nema rannsóknahúsið sé við hliðina. Þannig að þetta er auðvitað mjög mikilvægur áfangi. Næst stærsta byggingin sem sameinar í rauninni ellefu rannsóknastofur á einum stað. Skapar nútímaumgjörð um þá hátækni læknisfræði sem við viljum veita á Landspítalanum,“ sagði Páll. Báðar byggingarnar eiga að vera tilbúnar undir starfsemi árið 2026. Byggingarsvæðið er á milli Læknagarðs og BSÍ.Vísir/Einar Heldur þú að þú verðir heilbrigðisráðherra þegar þessar tvær byggingar verða teknar í gagnið? „Það verður að koma í ljós. Ég held að við verðum að byrja á því að kjósa. En aðalatriðið er, og mjög mikilvægt, að það hefur ríkt mjög mikil samstaða um þessi verkefni. Ekki síst eftir að þau komust í alvörunni af stað,” sagði Svandís Svavarsdóttir. Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir var glöð í bragði á þessum tímamótum í uppbyggingu nýs Landspítala.Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í dag fyrstu skóflustungu að nýju 17.500 fermetra rannsóknahúsi Landspítalans ásamt Páli Matthíassyni forstjóra spítalans, Unni Brá Konráðsdóttur, formanni stýrihóps og Jóni Atla Benediktssyni rektor Háskóla Íslands. Áður hafði verið skrifað undir samning við Háfell verktaka sem byrjar framkvæmdir strax á morgun. Svandís segir upphaf framkvæmdanna stóra stund í uppbyggingu nýs Landspítala. „Já þetta er stór stund. Þetta er næst stærsta húsið í þessu stóra verkefni. Þetta er rannsóknahús sem er sautján þúsund fermetrar og mun hýsa starfsemi sem er í raun og veru út um alla borg. Meðal annars sýkla og veirufræðideild sem við erum farin að þekkja mjög vel og les úr PCR prófunum sem er verið að taka í kringum Covid,“ sagði heilbrigðisráðherra. Páll Matthíasson segir nýja rannsóknahúsið ásamt meðferðakjarnanum eiga eftir að gjörbylta starfsemi spítalans.Stöð 2/Einar Mikilvægur áfangi Rannsóknahúsið mun rísa á milli Læknagarðs og BSÍ. Forstjóri spítalans segir þetta sex hæða hús ásamt kjallara muni efla alla rannsóknastarfsemi spítalans. Byrjað er að steypa upp grunn meðferðakjarnans ofar í lóðinni en hann verður eitt stærsta hús Ísland eða sjötíu þúsund fermetrar. „Meðferðakjarninn mun ekki virka nema rannsóknahúsið sé við hliðina. Þannig að þetta er auðvitað mjög mikilvægur áfangi. Næst stærsta byggingin sem sameinar í rauninni ellefu rannsóknastofur á einum stað. Skapar nútímaumgjörð um þá hátækni læknisfræði sem við viljum veita á Landspítalanum,“ sagði Páll. Báðar byggingarnar eiga að vera tilbúnar undir starfsemi árið 2026. Byggingarsvæðið er á milli Læknagarðs og BSÍ.Vísir/Einar Heldur þú að þú verðir heilbrigðisráðherra þegar þessar tvær byggingar verða teknar í gagnið? „Það verður að koma í ljós. Ég held að við verðum að byrja á því að kjósa. En aðalatriðið er, og mjög mikilvægt, að það hefur ríkt mjög mikil samstaða um þessi verkefni. Ekki síst eftir að þau komust í alvörunni af stað,” sagði Svandís Svavarsdóttir.
Landspítalinn Reykjavík Heilbrigðismál Tengdar fréttir Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Enginn á gjörgæslu vegna Covid-19 Af þeim tíu sjúklingum sem nú liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19 er enginn á gjörgæslu. 1. september 2021 14:58