Herða tökin á sjónvarpsstöðvum og banna „kvenlega“ leikara Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2021 15:39 Nýjum reglum um sjónvarpsframleiðslu í Kína er meðal annars ætlað að auka karlmennsku kínverskra karlmanna. AP/Ng Han Guan Yfirvöld í Kína hafa skipað sjónvarpsstöðvum þar í landi að ráða ekki listamenn sem þykja of kvenlegir og hafi rangar pólitískar skoðanir. Þau beri forsvarsmönnum sjónvarpsstöðvanna að byggja upp andrúmsloft sem ýti undir ættjarðarást. Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína vilja koma böndum á skemmtanageirann í Kína, sem þeir segja vera að leiða ungt fólk af réttri leið. Í frétt Reuters um þessar skipanir segir að skemmtanageirinn í Kína hafi vaxið hratt á undanförnum árum. Ráðamenn hafi unnið að því að koma á hann böndum. Kommúnistaflokkur Kína getur ritskoðað allt sem talið er fara gegn grunngildum gilda flokksins og þegar eru miklar reglur í Kína varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis, tölvuleikja og tónlistar. Um síðustu helgi var tilkynnt að börn í Kína mættu ekki spila tölvuleiki í meira en þrjá tíma á viku, samhliða því að aukið eftirlit með leikjafyrirtækjum var tilkynnt. Miklu púðri hefur verið varið í að koma böndum á stór tæknifyrirtæki Kína að undanförnu. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Í nýju reglunum segir að sjónvarpsstöðvar eigi að velja leikara og gesti sjónvarpsþátta með tilliti til pólitískrar virkni þeirra og siðferðis þeirra. Þá eigi að hætta að sýna þætti sem sýni of kvenlega hegðun eða séu brenglaðir á einhvern hátt. Það sama eigi við þætti sem byggi á hneykslismálum og groddalegum áhrifavöldum. Í frétt Guardian segir að reglurnar eigi að leiðrétta meint vandamál varðandi brot listamanna á reglum og siðferðis, og þeirri óreiðu sem ríki varðandi dýrkun á frægu fólki. Þess í stað eigi að byggja upp andrúmsloft ástar í garð Kommúnistaflokksins og Kína og virðingu fyrir siðferði og list. Reglurnar voru opinberaðar af hinu opinbera í Kína í dag. Í annarri tilkynningu frá menningarráðuneyti Kína segir að frægt fólk eins og áhrifavalda eigi reglulega að fara í siðferðisþjálfun og umboðsskrifstofur eigi að reka áhrifavalda sem sýni ekki nægilega góða siðferðiskennd. Kína Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Forsvarsmenn Kommúnistaflokks Kína vilja koma böndum á skemmtanageirann í Kína, sem þeir segja vera að leiða ungt fólk af réttri leið. Í frétt Reuters um þessar skipanir segir að skemmtanageirinn í Kína hafi vaxið hratt á undanförnum árum. Ráðamenn hafi unnið að því að koma á hann böndum. Kommúnistaflokkur Kína getur ritskoðað allt sem talið er fara gegn grunngildum gilda flokksins og þegar eru miklar reglur í Kína varðandi framleiðslu sjónvarpsefnis, tölvuleikja og tónlistar. Um síðustu helgi var tilkynnt að börn í Kína mættu ekki spila tölvuleiki í meira en þrjá tíma á viku, samhliða því að aukið eftirlit með leikjafyrirtækjum var tilkynnt. Miklu púðri hefur verið varið í að koma böndum á stór tæknifyrirtæki Kína að undanförnu. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Í nýju reglunum segir að sjónvarpsstöðvar eigi að velja leikara og gesti sjónvarpsþátta með tilliti til pólitískrar virkni þeirra og siðferðis þeirra. Þá eigi að hætta að sýna þætti sem sýni of kvenlega hegðun eða séu brenglaðir á einhvern hátt. Það sama eigi við þætti sem byggi á hneykslismálum og groddalegum áhrifavöldum. Í frétt Guardian segir að reglurnar eigi að leiðrétta meint vandamál varðandi brot listamanna á reglum og siðferðis, og þeirri óreiðu sem ríki varðandi dýrkun á frægu fólki. Þess í stað eigi að byggja upp andrúmsloft ástar í garð Kommúnistaflokksins og Kína og virðingu fyrir siðferði og list. Reglurnar voru opinberaðar af hinu opinbera í Kína í dag. Í annarri tilkynningu frá menningarráðuneyti Kína segir að frægt fólk eins og áhrifavalda eigi reglulega að fara í siðferðisþjálfun og umboðsskrifstofur eigi að reka áhrifavalda sem sýni ekki nægilega góða siðferðiskennd.
Kína Bíó og sjónvarp Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira