Fyrsta Skaftárhlaup sem nýja brúin yfir Eldvatn fær á sig Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2021 11:49 Brýrnar yfir Eldvatn hjá Ásum í Skaftártungu í gærkvöldi. Nýja brúin til vinstri, sú gamla til hægri. Egill Aðalsteinsson Hlaupið sem hófst í Skaftá í gær er það fyrsta sem dynur á nýju brúnni yfir Eldvatn hjá Ásum, eftir að hún var opnuð umferð fyrir tæpum tveimur árum. Hún var reist í stað gömlu brúarinnar sem eyðilagðist í Skaftárhlaupi haustið 2015. Hlaupið núna er þó vart talið verða nema um fjórðungur af stærð hamfarahlaupsins fyrir sex árum. Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af vettvangi var aðstæðum lýst og báðar brýrnar sýndar. Gamla brúin stendur enn uppi en var úrskurðuð ónýt eftir að hlaupið gróf undan brúarstöplinum á eystri árbakkanum. Gamla brúin yfir Eldvatn í gærkvöldi. Sjá má hvernig eystri brúarstöpullinn stendur í lausu lofti eftir hamfarahlaupið haustið 2015. Nýja brúin til hægri. Fjær sést í hringveginn um Eldhraun.Egill Aðalsteinsson Hlaupið 2015 er það stærsta sem vitað er um í Skaftá frá því að sögur hófust. Stærð þess er metin yfir 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Það samsvarar sjö- til tíföldu rennsli Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands. Skaftárhlaup árið 2018 var einnig mjög stórt en það mældist um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið sem hófst í gærmorgun er talið koma úr vestari sigkatli Skaftárjökuls. Það hafði í gærkvöldi náð 400 rúmmetrum á sekúndu í Skaftá við Sveinstind en vísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að það verði að hámarki um 750 rúmmetrar á sekúndu, eða sem svarar tvöföldu rennsli Ölfusár. Skaftá við Skaftárdal í gærkvöldi. Hér sést brúin yfir eystri kvísl Skaftár.Egill Aðalsteinsson Síðasta hlaup í Skaftá varð í september 2019, skömmu áður en nýja Eldvatnsbrúin var opnuð umferð. Það reyndist lítið en hlaupin úr vestri katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Sagan sýnir hins vegar að hlaup úr eystri katlinum geta fylgt í kjölfarið. Spennandi verður að sjá hvort það gerist á næstu dögum en þá gæti nýja Eldvatnsbrúin virkilega fengið eldskírnina með stórhlaupi. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hrikaleik hamfarahlaupsins haustið 2015: Hlaupið 2015 laðaði að ferðamenn: Skaftárhreppur Almannavarnir Vegagerð Samgöngur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 af vettvangi var aðstæðum lýst og báðar brýrnar sýndar. Gamla brúin stendur enn uppi en var úrskurðuð ónýt eftir að hlaupið gróf undan brúarstöplinum á eystri árbakkanum. Gamla brúin yfir Eldvatn í gærkvöldi. Sjá má hvernig eystri brúarstöpullinn stendur í lausu lofti eftir hamfarahlaupið haustið 2015. Nýja brúin til hægri. Fjær sést í hringveginn um Eldhraun.Egill Aðalsteinsson Hlaupið 2015 er það stærsta sem vitað er um í Skaftá frá því að sögur hófust. Stærð þess er metin yfir 3.000 rúmmetrar á sekúndu. Það samsvarar sjö- til tíföldu rennsli Ölfusár, vatnsmesta fljóts Íslands. Skaftárhlaup árið 2018 var einnig mjög stórt en það mældist um 2.000 rúmmetrar á sekúndu. Hlaupið sem hófst í gærmorgun er talið koma úr vestari sigkatli Skaftárjökuls. Það hafði í gærkvöldi náð 400 rúmmetrum á sekúndu í Skaftá við Sveinstind en vísindamenn Veðurstofu Íslands áætla að það verði að hámarki um 750 rúmmetrar á sekúndu, eða sem svarar tvöföldu rennsli Ölfusár. Skaftá við Skaftárdal í gærkvöldi. Hér sést brúin yfir eystri kvísl Skaftár.Egill Aðalsteinsson Síðasta hlaup í Skaftá varð í september 2019, skömmu áður en nýja Eldvatnsbrúin var opnuð umferð. Það reyndist lítið en hlaupin úr vestri katlinum eru að jafnaði minni en hlaupin úr þeim eystri. Sagan sýnir hins vegar að hlaup úr eystri katlinum geta fylgt í kjölfarið. Spennandi verður að sjá hvort það gerist á næstu dögum en þá gæti nýja Eldvatnsbrúin virkilega fengið eldskírnina með stórhlaupi. Hér má sjá útsendingu Stöðvar 2 af vettvangi í gærkvöldi: Hér má sjá hrikaleik hamfarahlaupsins haustið 2015: Hlaupið 2015 laðaði að ferðamenn:
Skaftárhreppur Almannavarnir Vegagerð Samgöngur Hlaup í Skaftá Tengdar fréttir Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56 Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Nýja brúin yfir Eldvatn hjá Ásum senn opnuð umferð Smíði nýrrar glæsibrúar yfir Eldvatn í Skaftárhreppi er núna á lokametrunum og vonast Vegagerðin til að hún verði opnuð umferð í október. 25. ágúst 2019 20:56
Hefja undirbúning að smíði nýrrar brúar yfir Eldvatn Vegagerðin telur að brúin yfir Eldvatn, sem laskaðist í Skaftárhlaupinu í byrjun mánaðarins, muni ekki standast næsta hlaup. 30. október 2015 10:30