Tap Sýnar tvöfaldaðist á öðrum ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 1. september 2021 17:52 Árshlutareikningur Sýnar var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Sýn Sýn tapaði 117 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi samanborið við 60 milljónir á sama tímabili í fyrra. Ef horft er til fyrri helmings 2021 dregst tap saman milli ára og fer úr 410 milljónum í 348 milljónir. Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 10.289 milljónir króna sem er 1,2% lægra en á sama tímabili árið 2020. Upplýsingatæknifyrirtækið Endor er sagt lita neikvæðan tekjuvöxt en tekjur þess drógust saman um tæplega 650 milljónir króna á milli árshelminga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 milljónum króna vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey. EBITDA nam 1.488 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2021 í samanburði við 1.364 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,1% á ársfjórðungnum 2021 samanborið við 25,3% á sama tímabili í fyrra. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.876 milljónir króna sem er 5,8% hækkun frá síðasta ári. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 1.975 milljónum krónum samanborið við 2.799 milljónum á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 29%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,5% í lok fyrri árshelmings ársins 2021. „Grunnreksturinn heldur áfram að batna líkt og frjálst fjárflæði ber með sér (1.611 m.kr.), sem er að mínum dómi besti mælikvarðinn á rekstur. Frjálst fjárflæði hefur tekið algerum stakkaskiptum frá árunum 2018 og 2019 (-143 m.kr. og 720 m.kr.),“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. Velta Endor hafi dregist saman að hluta til útaf heimsfaraldrinum en framtíðarhorfur þar séu góðar. Vöxtur í fjarskiptatekjum „Í fyrsta skipti síðan árið 2018 er vöxtur í fjarskiptatekjum. Það er ekki vegna aukinna fjárfestinga, heldur betri nýtingu á þeim kerfum sem við eigum fyrir líkt og ég lýsti fyrir ári síðan. Í fjölmiðlarekstrinum sjáum við fjölgun áskrifenda og aukningu í sölu auglýsinga. Breyting Stöðvar 2 í hreina áskriftarstöð, með lokun fréttaglugga, hefur sannarlega borgað sig með þúsundum nýrra viðskiptavina án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði. Stöð 2 Sport og Stöð 2+ eru svo í miklum vexti og hafa aldrei verið sterkari. Það sama má segja um Vísi sem eykur forskot sitt á aðra miðla í hverri viku. Á Vísi er verið að þróa framboð nýs efnis á bakvið greiðslugátt, með Blökastinu, sem fer frábærlega af stað, og með nýjum viðskiptamiðli sem Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir ritstýra. Vísir hefur mikla möguleika til framtíðar sem almennur upphafspunktur fyrir íslenskt efni og þjónustu,“ segir Heiðar í tilkynningu. Í lok mars var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar og vonast stjórnendur til að samþykki Samkeppniseftirlitsins fáist fyrir sölunni á næstu dögum. Söluverði muni verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu var staðhæft í millifyrirsögn að handbært fé hafi lækkað um 29%. Þar var átt við handbært fé frá rekstri. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 10.289 milljónir króna sem er 1,2% lægra en á sama tímabili árið 2020. Upplýsingatæknifyrirtækið Endor er sagt lita neikvæðan tekjuvöxt en tekjur þess drógust saman um tæplega 650 milljónir króna á milli árshelminga. Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins var samþykkur á stjórnarfundi í dag. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 milljónum króna vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey. EBITDA nam 1.488 milljónum króna á öðrum ársfjórðungi 2021 í samanburði við 1.364 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 28,1% á ársfjórðungnum 2021 samanborið við 25,3% á sama tímabili í fyrra. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 2.876 milljónir króna sem er 5,8% hækkun frá síðasta ári. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 1.975 milljónum krónum samanborið við 2.799 milljónum á sama tímabili árið áður, sem er lækkun um 29%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 28,5% í lok fyrri árshelmings ársins 2021. „Grunnreksturinn heldur áfram að batna líkt og frjálst fjárflæði ber með sér (1.611 m.kr.), sem er að mínum dómi besti mælikvarðinn á rekstur. Frjálst fjárflæði hefur tekið algerum stakkaskiptum frá árunum 2018 og 2019 (-143 m.kr. og 720 m.kr.),“ segir Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, í tilkynningu. Velta Endor hafi dregist saman að hluta til útaf heimsfaraldrinum en framtíðarhorfur þar séu góðar. Vöxtur í fjarskiptatekjum „Í fyrsta skipti síðan árið 2018 er vöxtur í fjarskiptatekjum. Það er ekki vegna aukinna fjárfestinga, heldur betri nýtingu á þeim kerfum sem við eigum fyrir líkt og ég lýsti fyrir ári síðan. Í fjölmiðlarekstrinum sjáum við fjölgun áskrifenda og aukningu í sölu auglýsinga. Breyting Stöðvar 2 í hreina áskriftarstöð, með lokun fréttaglugga, hefur sannarlega borgað sig með þúsundum nýrra viðskiptavina án þess að auglýsingatekjur hafi minnkað að ráði. Stöð 2 Sport og Stöð 2+ eru svo í miklum vexti og hafa aldrei verið sterkari. Það sama má segja um Vísi sem eykur forskot sitt á aðra miðla í hverri viku. Á Vísi er verið að þróa framboð nýs efnis á bakvið greiðslugátt, með Blökastinu, sem fer frábærlega af stað, og með nýjum viðskiptamiðli sem Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir ritstýra. Vísir hefur mikla möguleika til framtíðar sem almennur upphafspunktur fyrir íslenskt efni og þjónustu,“ segir Heiðar í tilkynningu. Í lok mars var skrifað undir samninga um sölu á óvirkum farsímainnviðum Sýnar og vonast stjórnendur til að samþykki Samkeppniseftirlitsins fáist fyrir sölunni á næstu dögum. Söluverði muni verða ráðstafað til lækkunar á lánum, endurkaupa á hlutabréfum og í nýfjárfestingar. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu var staðhæft í millifyrirsögn að handbært fé hafi lækkað um 29%. Þar var átt við handbært fé frá rekstri. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira