Byggðasamlög og svarthol upplýsinganna Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 1. september 2021 11:30 Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu. Ég hef allt þetta kjörtímabil lagt mig fram um að setja mig inn í það svarthol sem t.d. byggðasamlagið Sorpa virðist vera. Um Sorpu hefur mikið verið fjallað þar sem milljarða framkvæmd GAJA rauk upp í enn fleiri milljarða. Nú blasir við að enn og aftur þarf að sækja a.m.k.milljarð til sveitarfélaganna í formi stofnfjár og til íbúa með hækkaðri gjaldskrá. Hvar liggur ákvörðunartakan? Nú liggur fyrir ákvörðun um útflutning á brennanlegu sorpi. Þessi ákvörðun er reyndar alls ekki ný. Kjörnir fulltrúar hafa hins vegar nýverið frétt af henni, enda ógagnsæi í upplýsingagjöf regla hjá þeim sem um taumana halda. Bæjarstjóri Garðabæjar virðist raunar ekki viss um að þessi ákvörðun hafi yfir höfuð verið tekin. Það er satt best að segja skiljanlegt, því hvergi í fundargerðum stjórnar Sorpu né eigenda vettvangsins finnst staðfesting á henni. Stýrir þó þessi sami bæjarstjóri þar för. En eitthvað hefur samt orðið til þess að fylgja á þessari óskráðu, jafnvel óteknu, ákvörðun eftir með útboði sem lítur dagsins ljós nú í vikunni. Þetta hef ég gagnrýnt sem bæjarfulltrúi og fengið harða gagnrýni bæjarstjóra fyrir. Því allt liggur þetta víst ljóst fyrir, þótt enginn viti nákvæmlega hvar. Ábyrgð kjörinna fulltrúa Vinnubrögð sem þessi ganga gegn þeim rétti kjörinna fulltrúa að vera upplýstir um einstök mál. Allar ákvarðanir byggðasamlaga sveitarfélaganna eru að lokum bornar undir samþykki í bæjarstjórnum. Hvernig eiga kjörnir fulltrúar að taka upplýsta afstöðu um þær ákvarðanir, þegar allt ferlið er hulið þoku? Slík pólitík er vond pólitík og kominn tími á breytingar. Viðreisn lagði á sínum tíma fram tillögu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um að aðkoma bæjarfulltrúa væri tryggð við stefnumótun byggðasamlaganna. Nú er það loks að verða að veruleika. Ég hlakka til að taka þátt í að varða leiðir samlaganna til aukins gagnsæis og lýðræðislegri vinnubragða. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Garðabær Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Sjá meira
Það er afar áhugavert að upplifa endurtekið hvernig bæjarstjóri Garðabæjar verst gagnrýni um lélega upplýsingagjöf til bæjarfulltrúa. Þar gildir einu hvort hann er í hlutverki sínu sem bæjarstjóri eða formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem m.a. bera ábyrgð á faglegum og gagnsæjum vinnubrögðum byggðasamlaganna sem þau reka, þar á meðal Sorpu. Ég hef allt þetta kjörtímabil lagt mig fram um að setja mig inn í það svarthol sem t.d. byggðasamlagið Sorpa virðist vera. Um Sorpu hefur mikið verið fjallað þar sem milljarða framkvæmd GAJA rauk upp í enn fleiri milljarða. Nú blasir við að enn og aftur þarf að sækja a.m.k.milljarð til sveitarfélaganna í formi stofnfjár og til íbúa með hækkaðri gjaldskrá. Hvar liggur ákvörðunartakan? Nú liggur fyrir ákvörðun um útflutning á brennanlegu sorpi. Þessi ákvörðun er reyndar alls ekki ný. Kjörnir fulltrúar hafa hins vegar nýverið frétt af henni, enda ógagnsæi í upplýsingagjöf regla hjá þeim sem um taumana halda. Bæjarstjóri Garðabæjar virðist raunar ekki viss um að þessi ákvörðun hafi yfir höfuð verið tekin. Það er satt best að segja skiljanlegt, því hvergi í fundargerðum stjórnar Sorpu né eigenda vettvangsins finnst staðfesting á henni. Stýrir þó þessi sami bæjarstjóri þar för. En eitthvað hefur samt orðið til þess að fylgja á þessari óskráðu, jafnvel óteknu, ákvörðun eftir með útboði sem lítur dagsins ljós nú í vikunni. Þetta hef ég gagnrýnt sem bæjarfulltrúi og fengið harða gagnrýni bæjarstjóra fyrir. Því allt liggur þetta víst ljóst fyrir, þótt enginn viti nákvæmlega hvar. Ábyrgð kjörinna fulltrúa Vinnubrögð sem þessi ganga gegn þeim rétti kjörinna fulltrúa að vera upplýstir um einstök mál. Allar ákvarðanir byggðasamlaga sveitarfélaganna eru að lokum bornar undir samþykki í bæjarstjórnum. Hvernig eiga kjörnir fulltrúar að taka upplýsta afstöðu um þær ákvarðanir, þegar allt ferlið er hulið þoku? Slík pólitík er vond pólitík og kominn tími á breytingar. Viðreisn lagði á sínum tíma fram tillögu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins um að aðkoma bæjarfulltrúa væri tryggð við stefnumótun byggðasamlaganna. Nú er það loks að verða að veruleika. Ég hlakka til að taka þátt í að varða leiðir samlaganna til aukins gagnsæis og lýðræðislegri vinnubragða. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Garðabæjarlistans.
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar