Samkvæmt heimildum fréttastofu var maðurinn búinn að liggja þungt haldinn á gjörgæslu um nokkurn tíma. Hann hafi verið fullbólusettur og ekki með undirliggjandi sjúkdóma.
Um er að ræða þriðja andlátið vegna Covid-19 síðan á miðvikudag í síðustu viku. Nú hafa í heildina 33 látist úr sjúkdómnum hér á landi.