Óljóst hvort hægt verði að koma fleiri flóttamönnum frá Afganistan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. ágúst 2021 12:01 Afganar veifa vegabréfsáritunum að erlendum hermönnum til að reyna að komast úr landi við flugvöllinn í Kabúl í gær áður en mannskæð árás var gerð í mannþrönginni. Vísir/EPA Farið er að styttast í annan endan á brottflutningi flóttafólks frá alþjóðaflugvellinum í Kabúl í Afganistan. Óljóst er hvernig eða hvort hægt verði að koma fleira flóttafólki til Íslands. Fjöldi Afgana er enn vongóður um að komast frá landinu nú þegar Talibanar hafa tekið völdin. Nú styttist hins vegar í að allt herlið eigi að vera farið frá landinu, en það á að gerast þann 31. ágúst, og eftir það fækkar möguleikum Afgana sem vilja komast á brott umtalsvert. Breski herinn hættir senn sínum aðgerðum í landinu og flest önnur Evrópuríki munu ekki fara fleiri ferðir. Búist er við því að Bandaríkjamenn verði síðastir til að fara frá Afganistan en þeir eiga eftir að flytja stóran hluta herliðs síns frá landinu og því tiltölulega lítið pláss eftir fyrir afganskt flóttafólk. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur einungis tekist að sækja lítinn hluta af þeim allt að 120 Afgönum sem ríkisstjórnin samþykkti að reyna að koma til landsins. Óljóst sé hvernig hægt verður að sækja fleiri nú þegar loftbrúin er að lokast. Mikið skelfingarástand braust út í gær þegar vígamenn íslamska ríkisins gerðu árás á hermenn og almenna borgara við flugvöllinn. Bandaríkjastjórn segir þrettán bandaríska hermenn á meðal hinna látnu og hét Joe Biden forseti því í gærkvöldi að leita hefnda. Bandaríkjamenn muni hvorki gleyma né fyrirgefa árásarmönnunum. Þeir verði leitaðir uppi og látnir gjalda fyrir verk sín, sagði Biden. Afganistan Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Fjöldi Afgana er enn vongóður um að komast frá landinu nú þegar Talibanar hafa tekið völdin. Nú styttist hins vegar í að allt herlið eigi að vera farið frá landinu, en það á að gerast þann 31. ágúst, og eftir það fækkar möguleikum Afgana sem vilja komast á brott umtalsvert. Breski herinn hættir senn sínum aðgerðum í landinu og flest önnur Evrópuríki munu ekki fara fleiri ferðir. Búist er við því að Bandaríkjamenn verði síðastir til að fara frá Afganistan en þeir eiga eftir að flytja stóran hluta herliðs síns frá landinu og því tiltölulega lítið pláss eftir fyrir afganskt flóttafólk. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur einungis tekist að sækja lítinn hluta af þeim allt að 120 Afgönum sem ríkisstjórnin samþykkti að reyna að koma til landsins. Óljóst sé hvernig hægt verður að sækja fleiri nú þegar loftbrúin er að lokast. Mikið skelfingarástand braust út í gær þegar vígamenn íslamska ríkisins gerðu árás á hermenn og almenna borgara við flugvöllinn. Bandaríkjastjórn segir þrettán bandaríska hermenn á meðal hinna látnu og hét Joe Biden forseti því í gærkvöldi að leita hefnda. Bandaríkjamenn muni hvorki gleyma né fyrirgefa árásarmönnunum. Þeir verði leitaðir uppi og látnir gjalda fyrir verk sín, sagði Biden.
Afganistan Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira